Hótel verða rekin með tapi

Styrking krónunnar hefur áhrif á afkomu gististaða.
Styrking krónunnar hefur áhrif á afkomu gististaða. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Kristófer Oliversson, eigandi CenterHotels-keðjunnar í Reykjavík, segir hótelgeirann verða rekinn með tapi ef fyrirhugaðar hækkanir á virðisaukaskatti verða að veruleika.

Máli sínu til stuðnings bendir Kristófer á gögn sem Samtök ferðaþjónustunnar hafa aflað um afkomu hótela frá árinu 2008. Þau sýni að framlegð af rekstrinum hafi ekki verið jafnlítil og nú. Meginskýringarnar séu styrking krónunnar og hækkandi launakostnaður.

Kristófer segir að vegna hækkandi verðlags geti hótelin ekki velt skattahækkunum á viðskiptavini, að því er fram kemur í umfjöllun um boðaða skattahækkun á ferðaþjónustuna. Hagnaður muni breytast í tap.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »