Icelandair umhverfisvottað

Starfsemi allra félaga Icelandair Group hefur fengið alþjóðlega umhverfisvottun. Icelandair, stærsta dótturfélag samstæðunnar, hefur fengið annars stigs umhverfisvottun Alþjóðasambands flugfélaga (IATA) og er félagið fjórða flugfélagið í heiminum til að hljóta hana. Hin eru Finnair, Latin American Airlines og South African Airlines.

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að rekja megi aðdragandann að þessum tímamótum til þess þegar félagið hélt stjórnarfund á Akureyri árið 2012 í tilefni af 75 ára afmæli félagsins. Stofnárið sé miðað við árið 1937 þegar Flugfélag Akureyrar var stofnað.

„Þá tók stjórn félagsins ákvörðun um að stefnt skyldi að umhverfisvottun fyrir alla okkar starfsemi. Við vissum að flugreksturinn gæti orðið flókinn. Það varð raunin. Markmiðið var að öll fyrirtækin yrðu vottuð fyrir árslok 2016. Það tókst að öllu leyti nema að eitt lítið félag sat eftir sem lauk vottun á dögunum. Það var VITA,“ segir Björgólfur.

Minni eldsneytisnotkun

Meðal áfanga í umhverfismálum félagsins er að í fyrra minnkaði eldsneytiseyðsla Icelandair úr 3,79 lítrum í 3,70 lítra á hverja 100 kílómetra. Miðað er við hvert flugsæti.

Björgólfur segir aðspurður að þessum árangri hafi verið náð í samvinnu við flugmennina. „Menn hafa breytt áherslum. Aðflug og fráflug skiptir máli og hvernig vélarnar eru keyrðar. Það er kannski flogið aðeins hægar, eða aðfluginu breytt. Þótt það sé misjafnt eftir flugvöllum er það svo að á flestum flugvöllum er hægt að fara í öðruvísi aðflug en áður var gert og allt þetta skiptir verulega miklu máli,“ segir Björgólfur.

Spurður hvernig Icelandair Group hyggst nýta sér vottunina segir Björgólfur að félagið muni leggja áherslu á það í markaðssetningu að vera með umhverfisvottun á allri starfseminni. „Það er að mínu áliti auðvitað ákveðið þrekvirki að ljúka því fyrir flugfélagastarfsemina sem slíka og við munum reyna að nýta það og halda því á lofti að félagið sé umhverfisvottað. Við höfum trú á því að viðskiptavinir séu orðnir meðvitaðri um umhverfismál og horfi til þess hvort félög eru umhverfisvottuð eða ekki þegar þeir velja hvar þeir ætla að eiga viðskipti. Það er mjög jákvætt að fólk lætur sig umhverfismál sífellt meiru varða.“

Líka gott fyrir viðskiptin

„Markmið stjórnar var að vera leiðandi í umhverfismálum, enda væri það í sjálfu sér gott fyrir viðskiptin. Sífellt fleiri viðskiptavinir horfa til þess að fyrirtækjum sé umhugað um umhverfið og stundi viðskipti á sjálfbæran hátt. Síðan skiptir það ekki síður máli – og það er reynsla okkar í þessu ferli – að þetta eyðir sóun og bætir reksturinn.“

Umhverfisvottun IATA, sem Icelandair hlaut, byggir á svonefndum ISO 14001 staðli, og lauk félagið fyrra stigi vottunarinnar í byrjun árs 2015. Seinna stigi vottunarinnar er nú lokið af hálfu IATA. Umhverfisvottun sem byggir á ISO 14001-staðlinum nær nú til allra félaga Icelandair Group: Flugfélags Íslands, Fjárvakurs, Icelandair Hotels, Icelandair, Loftleiða Icelandic, Icelandair Cargo, Icelandair Ground Services (IGS), Iceland Travel og VITA. Nýtt umhverfisstjórnunarkerfi var innleitt til að ná þessu markmiði í rekstrinum.

Skipuðu umhverfisstjóra

Spurður hvernig Icelandair Group hafi náð þessum áfanga segir Björgólfur að félagið hafi farið af stað með umhverfishóp með fulltrúum frá hverju fyrirtæki. Umhverfisstjóri var ráðinn til Icelandair Group og í hverju fyrirtæki innan samstæðunnar var sérstakur ábyrgðaraðili með umhverfismálunum.

Það hafi verið mikilvægt að fá starfsfólkið til að velta fyrir sér leiðum til þess að minnka eyslu. Margt smátt gerir eitt stórt, litlir hlutir eins og að slökkva ljós þegar það logar á öllum ljósaperum í fundarherbergi.

Hann bendir á að á Natura, sem er eitt af hótelum Icelandair Hotels, hafi rafmagn á gistinótt minnkað um 21% á fimm árum. Rafmagnsnotkun hjá Flugfélagi Íslands hafi verið 9% minni á fyrsta fjórðungi en á sama árstíma í fyrra. Þá hafi meðaltal sorps á hverja gistinótt á hótelum félagsins farið úr 1,4 kílóum árið 2014 í 1,2 kíló í fyrra og verið dregið úr notkun merkingarskyldra efna hjá tækjasviði IGS um 40% frá 2014. Félagið hafi leitað efna sem hafa síður spillandi áhrif á umhverfið.

Innlent »

Björguðu kindum úr sjálfheldu

16:05 Sextán björgunarsveitarmenn úr Grindavík björguðu fjórum kindum úr sjálfheldu á klettasyllu í Bæjarfelli við Krísuvík í gærkvöldi. Talsmaður björgunarsveitarinnar segir að kletturinn sé um 30 metra hár og voru kindurnar fastar á syllunni um átta metra neðan við bjargbrún. Meira »

Flýgur áfram til Íslands í sumar

15:46 Bandaríska flugfélagið American Airlines hyggst fljúga áfram á milli Íslands og Dallas-borgar í Bandaríkjunum í sumar líkt og félagið gerði síðasta sumar. Hins vegar hafa íslensku flugfélögin Icelandair og WOW air bæði hætt að fljúga til borgarinnar. Meira »

Vilja fjögurra þrepa skattkerfi

15:27 Miðstjórn ASÍ samþykkti á fundi sínum í dag tillögur efnahags-, skatta- og atvinnumálanefndar sambandsins um breytingar á skattkerfinu sem auka jöfnuð og ráðstöfunartekjur meginþorra launafólks. Meira »

Heita fundarlaunum fyrir bílinn

15:23 Eigendur bifreiðar af gerðinni Land Rover Discovery, sem stolið var frá Bjarnarstíg í Reykjavík í fyrrinótt, hafa ákveðið að veita 200 þúsund krónur í fundarlaun í von um að bíllinn finnist. Meira »

Óuppfyllt íbúðaþörf mun minnka

15:16 „Tillögurnar munu auka framboð, tryggja stöðugleika á markaðnum og lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá viðkvæmum hópum, komist þær til framkvæmda,“ segir Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur í hagdeild Íbúðalánasjóðs, í samtali við mbl.is, um nýjar húsnæðistillögur átakshóps ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í gær. Meira »

Fiskistofa ítrekað bent á vandann

15:14 Stjórnendur Fiskistofu hafa ítrekað bent á þann vanda sem við er að etja vegna eftirlits með fiskveiðum. Þeir telja skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlitshlutverk Fiskistofu vandaða og að hún bendi réttilega á margvíslega erfiðleika í þessum efnum. Meira »

Þjórsárdalur friðlýstur í heild

15:00 Minjastofnun hefur gert tillögu að friðlýsingu alls búsetulandslags Þjórsárdals. Tillagan er unnin samhliða tillögu að friðlýsingu náttúruminja í hluta dalsins. Gangi áform Minjastofnunar eftir verður Þjórsárdalur fyrsta svæðið til að hljóta friðlýsingu í heild sinni en hingað til hefur tíðkast að friðlýsa staka minjastaði. Meira »

Skilur ekki af hverju hann er ákærður

14:55 Aðkoma Kjartans Bergs Jónssonar að því máli, sem nú er til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur, er afar takmörkuð, að hans eigin sögn, en hann gaf skýrslu núna eftir hádegið og sagðist þar meðal annars ekki einu sinni skilja þann lið ákærunnar sem beinist að honum. Meira »

Tölum ekki í farsímann við akstur

14:30 Í átaki Samgöngustofu og fleiri sem ber yfirskriftina Höldum fókus eru farnar nýjar leiðir til að minna ökumenn á hversu hættulegt það er að nota símann undir stýri. Meira »

Bíógagnrýni: Glass og Close

14:00 Raggi Eyþórsson, bíógagnrýnandi og framleiðandi, gaf Glass og Close ekki beint góða dóma, en þó eru greinilega ágætissprettir í hvorri mynd um sig. Meira »

„Verður ekki gefinn mikill tími“

13:51 „Ég held að það sé alveg morgunljóst að enn ber gríðarlega mikið í milli,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við mbl.is. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins funduðu í morgun ásamt viðsemjendum sínum; fulltrúum VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur. Meira »

Innherjinn kveðst „japanskur í hugsun“

13:28 Nú hafa tveir sakborningar af þremur lokið við að gefa skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem fram fer aðalmeðferð í innherjasvikamáli, tengdum viðskiptum með afleiður, sem byggðust á hlutabréfaverði í Icelandair Group. Meira »

Telur tillögurnar vel unnar

13:27 Vel er tekið í tillögur átakshóps stjórnvalda í húsnæðismálum í fréttatilkynningu frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja (BSRB). Tillögurnar, sem kynntar voru í gær, eru sagðar vel unnar og gott innlegg í umræðuna. Meira »

Meirihluti telur farsímanotkun hættulega

13:00 Meirihluti svarenda í viðhorfskönnun sem Samgöngustofa gerði í lok síðasta árs telur hvers konar notkun farsíma meðan á akstri stendur hættulega. Samgöngustofa, Sjóvá og Strætó hafa nú hrundið af stað átakinu Höldum fókus í fjórða sinn. Meira »

Þrír fundir í næstu viku

12:52 Boðað hefur verið til þriggja funda í næstu viku í kjaradeilu VR, Eflingar, Verðalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins. Fundað var í morgun þar sem ákveðið var að taka frá þrjá daga í næstu viku. Meira »

Opið í Bláfjöllum í dag

12:22 Opið verður í Bláfjöllum kl. 14-21 í dag. Á svæðinu er fimm stiga frost og vindhraðinn á bilinu 2-3 metrar á sekúndu.   Meira »

676 milljónir króna í geymslu

11:17 Rúmlega 676 milljónir króna skal leggja inn á bankareikning og geyma þar uns skorið verður úr um það í dómsmálum hvort krafa Íslandsbanka til fjárins sé á rökum reist. Meira »

„Örugg eyðing gagna“ almennt orðasamband

11:08 Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu sem bannaði Íslenska gámafélaginu að nota auðkennið „Örugg eyðing gagna“. Meira »

Bólusetningar barna óumdeild heilsuvernd

10:56 Bólusetningar barna eru mikilvæg heilsuvernd. Þetta kom fram í máli Gerðar Aagot Árnadóttur heimilislæknis í Ísland vaknar. Hún benti á að þrátt fyrir að einhverjir kjósi að láta ekki bólusetja börn sín fyrir alls kyns sjúkdómum væri það óumdeilt á meðal fagfólks að bólusetningar væru ein besta heilsuvernd sem í boði er. Meira »
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
Byggingarstjóri
Löggildur byggingarstjóri Stefán Þórðarson 659 5648 stebbi_75@hotmail.com...
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterkbyggðu HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Mex byggi...
Útsala!!! Kommóða ofl..
Kommóða til sölu.3ja skúffu ljós viðarlit.. Mjög vel útlítandi..Verð kr 2000. ...