Lítið eftirlit með erlendum fyrirtækjum

Erlendir ferðamenn við Strokk.
Erlendir ferðamenn við Strokk. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fulltrúar fjölda opinberra stofnana funduðu í gær um undirboð erlendra ferðaþjónustuaðila á íslenskum ferðaþjónustumarkaði. Það var Alþýðusamband Íslands sem átti frumkvæðið að fundinum en að sögn Halldórs Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóra ASÍ, var niðurstaðan sú að umrædd starfsemi „flýtur milli laga“ án eftirlits.

Nokkur þeirra ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa skilað inn umsögn um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2018-2022, sem m.a. kveður á um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna, kvarta undan samkeppni við erlenda aðila sem virðast koma hingað með starfsmenn og bifreiðar en greiða ekki skatta hér né fara að íslenskum kjarasamningum.

Að sögn Halldórs kom málið inn á borð ASÍ fyrir rúmum mánuði.

„Þá er ég að vísa til erlendra rútufyrirtækja sem eru að koma hér með bíla og starfsmenn og undirbjóða á markaði á grundvelli, væntanlega, lágra launa og skattaundanskota,“ segir hann. „Þetta varð til þess að við óskuðum eftir því að þetta yrði tekið fyrir á vettvangi velferðarráðuneytisins í tengslum við vinnu sem við höfum verið að vinna varðandi endurskoðun á lögum um útsenda starfsmenn, eins og við köllum það, sem er núna komin í frumvarpsform og búið að dreifa á þinginu.“

Eftir nokkra bið var boðað til fundarins sem haldinn var í gær en áður sendi ASÍ frá sér minnisblað um vandamálið, a.m.k. það sem vitað er.

„Þetta minnisblað fjallar í raun um tvennt,“ útskýrir Halldór. „Það fjallar annars vegar um þetta fyrirbæri en það fjallar líka um annað fyrirbæri sem við höfum verið að rekast á í ferðaþjónustunni, þ.e. erlend ferðaþjónustufyrirtæki sem bjóða hópum og einstaklingum pakkaferðir til Íslands með farartækjum og leiðsögumönnum sem eru staðsett hér á landi en eru svo einhvern veginn hvergi til.“

Halldór nefnir sem dæmi fyrirtæki sem sækja farþega í Leifsstöð, fara 4-12 daga ferðir um landið og skila farþegunum síðan aftur út á flugvöll en eru þó hvergi skráð.

„Og þessi fyrirtæki eru líka að undirbjóða á markaði; á grundvelli þess að þau eru ekki að greiða skatta og skyldur og á grundvelli þess að þau eru hér með leiðsögumenn sem er fullyrt við okkur að séu á einum þriðja eða helmingi launa leiðsögumanna samkvæmt kjarasamningum.“

Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ og deildarstjóri félagsmáladeildar.
Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ og deildarstjóri félagsmáladeildar. mbl.is/Styrmir Kári

Óvíst um stöðu fyrirtækjanna gagnvart regluverkinu

Upplýsingarnar sem koma fram í minnisblaði ASÍ, sem ber yfirskriftina Brotastarfsemi í ferðaþjónustunni, ríma við það sem fram kemur í umsögnum ferðaþjónustufyrirtækjanna. Erlend fyrirtæki séu að bjóða íslenskum rútufyrirtækjum að leigja hópferðabifreiðar með ökumanni á um 500 evrur á dag. Þá er haft eftir erlendum ökumönnum að þeir séu að fá 4.000 til 5.000 krónur fyrir dagsverkið.

Ef marka má upplýsingar ASÍ er von á tugum erlendra hópferðabifreiða hingað til lands í sumar. Þá virðast mörg þeirra erlendu fyrirtækja sem hingað sækja vera óskráð hérlendis og sama á við um starfsmenn á þeirra vegum.

En eru þessi fyrirtæki að brjóta lög?

„Við höldum því fram að svo sé,“ svarar Halldór. „Við höldum því fram að í báðum tilfellum séu þessi fyrirtæki, hvort sem við erum að tala um þessi erlendu rútufyrirtæki sem eru að koma hingað með rútur og starfsmenn og bjóða þessa þjónustu íslenskum ferðaþjónustuaðilum og erlendum, eða þessa erlendu ferðaþjónustaðila sem hingað eru að koma og bjóða þessar ferðir til einstaklinga í útlöndum; að þessir aðilar eigi að skrá sig hér, greiða skatta og skyldur, og þeir séu að sjálfsögðu skuldbundnir til að greiða hér laun og tryggja að önnur starfsskilyrði séu í samræmi við íslenska kjarasamninga.“

Að sögn Halldórs kom hins vegar í ljós á fundinum í gær að starfsemin „flýtur á milli laga og það virðist nánast enginn vera að fylgjast með þessu.“ Á fundinum voru m.a. fulltrúar frá velferðarráðuneytinu, Vinnumálastofnun, Vinnueftirlitinu, Ríkisskattstjóra, Samgöngustofu og Tollstjóraembættinu.

„Stjórnsýslustofnanir virðast ekkert hafa talað saman um þetta,“ segir Halldór um upplifun sína af fundinum. „Þær virðast hafa verið mjög lítið meðvitaðar um hvað þarna er í gangi og eru mjög óklárar á því hvort regluverkið nær yfir þetta eða ekki, og hvernig á að fylgja þessu eftir. Niðurstaðan var sú að það verður haldinn annar fundur eftir hálfan mánuð og þá ætla menn að vera búnir að undirbúa sig betur.“

Að sögn Halldórs stendur til að boða fulltrúa lögreglunnar og Ferðamálastofu á næsta fund.

Landmannalaugar.
Landmannalaugar. mbl.is/Brynjar Gauti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Veita aðgang að samræmdum prófum

16:23 Menntamálastofnun mun á næstu dögum veita aðgang að samræmdum könnunarprófum í 4. og 7. bekk, en um er að ræða próf í íslensku og stærðfræði sem lögð voru fyrir haustin 2016 og 2017. Þetta kemur í framhaldi af úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem mbl.is greindi frá í gær. Meira »

Rekstur HSA enn í járnum

15:55 Rekstur Heilbrigðisstofnunnar Austurlands er enn í járnum, en Ríkisendurskoðun ítrekar þó ekki ábendingar sínar til velferðarráðuneytis og Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Ekki sé hins vegar víst ljóst hvort aðhaldsaðgerðir síðustu ára skili áframhaldandi árangri ef nauðsynlegum fjárfestingum er slegið á frest. Meira »

„Var vinur minn réttdræpur?“

15:45 „Getur einhver tekið af okkur byrðarnar í smá stund og barist fyrir okkur um að fá Hauk heim, þó ekki væri nema í einn dag? Við þráum hvíld.“ Þetta skrifar Lárus Páll Birgisson, vinur Hauks Hilmarssonar, sem sagður er hafa fallið í átökum við tyrkneska herinn í Afrin-héraði í Sýrlandi. Meira »

„Hér er eitthvað sem fer ekki saman“

15:34 Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, gerði langtímaatvinnuleysi að umtalsefni á Alþingi í dag og vakti athygli á því að samkvæmt skýrslu Vinnumálastofnunar um stöðu og horfur á vinnumarkaði á árunum 2016 til 2018 væri mikill munur á stöðu atvinnulausra eftir aldri. Meira »

DNA úr beinunum á leið til Svíþjóðar

15:13 „Við fáum beiðni um að greina þetta þá eru tekin úr þessu DNA sýni til rannsóknar. Þau eru send út til Svíþjóðar og það tekur yfirleitt þrjár vikur að fá niðurstöður,“ segir Jónbjörn Bogason hjá kennslanefnd Ríkislögreglustjóra, sem hefur til rannsóknar líkamsleifarnar sem fundust á botni Faxaflóa. Meira »

Unnið að auknu öryggi á geðsviði

15:10 Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, segir að tillögur um sjálfsvígsforvarnir væntanlegar á næstu vikum. Svandís tekur fram að tillögur starshóps um málið feli í sér aðgerðir sem „eru byggðar á reynslu nágrannaþjóða Íslendinga af árangursríkum sjálfsvígsforvörnum.“ Meira »

Segir stjórnendur Arion óttast umræðuna

14:22 „Vogunarsjóðirnir munu bíða færis, þeir munu bíða þess að storminn lægi, þeir munu greiða út arð og þeir munu selja Valitor. Þökk sé ríkisstjórninni sem var eins og höfuðlaus her í þessari baráttu og gaf frá sér eina vopnið sem þeir áttu, hlutabréf ríkisins.“ Meira »

Lögðu krans á leiði Birnu

15:02 Skipverjar á grænlenska togaranum Polar Nanoq létu fyrir skömmu leggja krans á leiði Birnu Brjánsdóttur. Vildu skipverjarnir með þessu minnast þess að rúmt ár er frá láti Birnu. Meira »

Má búast við kulda

14:10 Þrátt fyrir að vorjafndægur séu í dag og að veðurfarið hafi verið milt að undanförnu, stefnir í kólnandi veður um helgina og jafnvel fram yfir páska. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur, telur ekki ástæðu til að fara taka fram grillið enda fari líklega að snjóa um helgina. Meira »

Enn til miðar á Ísland-Argentína

14:00 Þór Bæring, hjá Gamanferðum, er nýkominn heim frá Rússlandi. Hann segir að mikill munur sé á borgunum þremur sem Íslendingar þurfa að heimsækja, Moskvu, Volgograd og Rostov. Meira »

Lögreglan rannsakar líkamsleifarnar

13:36 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar líkamsleifar sem fundust á Faxaflóa nýverið, en upphaf málsins má rekja til veiða fiskibáts á norðanverðum Faxaflóa í síðasta mánuði. Ekki liggur fyrir af hverjum líkamsleifarnar eru og víst að það mun taka einhvern tíma að leiða það í ljós. Meira »

Líkamsleifar fundust við Snæfellsnes

12:59 Líkamsleifar fundust nýverið við Snæfellsnes. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Fundust þær að hans sögn á 120 metra dýpi í Faxaflóa nálægt Snæfellsnesi. Meira »

Styrmir skýtur á flokksforystuna

12:29 Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir á vefsíðu sinni að eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins sé það ljóst að flokkurinn telji sig ekkert eiga ósagt við þjóðina um ástæður hrunsins og sjái heldur ekki ástæðu til að ræða fylgistap sitt innan eigin raða. Meira »

Líta málið alvarlegum augum

12:08 Baldur Þórhallsson prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands var í viðtali í þættinum Ísland vaknar í morgun til að ræða þá stöðu sem komin er upp á milli Breta og Rússa eftir að Bretar sökuðum Rússa um að hafa fyrirskipað morðið á gagnnjósnaranum Sergei Skripal og Juliu, dóttur hans í Bretlandi í síðustu viku. Meira »

Alþjóðlegi hamingjudagurinn í dag

11:34 Í dag er alþjóðlegi hamingjudagurinn og hefur því verið efnt til málþings. „Við leggjum áherslu á hvað hamingja er, það er ekki að vera brosandi allan sólarhringinn. Heldur að geta tekist á við áskoranir daglegs lífs og fara í gegnum erfiðleika á uppbyggilegan hátt,“ segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Meira »

Elfa Dögg leiðir í Hafnafirði

12:26 Framboðslisti Vinstri hreyfingarinnar – Græns framboðs í Hafnarfirði fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor var samþykktur í gærkvöldi. Elfa Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir, núverandi bæjarfulltrúi VG í Hafnarfirði, verður oddviti listans. Meira »

„Hættulegur fyrir sjálfstæðið okkar“

11:55 „Miklar áhyggjur eru af regluverki Evrópusambandsins um orkumál á Íslandi. Ekki aðeins í okkar flokki heldur í næstum öllum stjórnmálaflokkunum fyrir utan þá tvo flokka sem styðja inngöngu í Evrópusambandið, sósíaldemókratana og Viðreisn.“ Meira »

Flestir íslenskir vegir einnar stjörnu

11:30 Samkvæmt EuroRAP öryggismatinu er mörgu ábótavant í íslenska vegakerfinu. Í dag var opnað fyrir nýjan gagnagrunn sem geymir stjörnugjöf fyrir 4.200 kílómetra vegakerfisins á Íslandi og upplýsingar um þær framkvæmdir sem mælt er með að ráðast í, hvað þær kosta og hverju þær skila í minni slysatíðni. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
BÍLAKERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterkbyggðu HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Mex byggi...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
 
Söngsamkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristniboðssalnu...
Breyting á aðalskipulagi
Tilboð - útboð
Breyting á Aðalskipulagi Skorradalshrepp...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...