„Skyggnið var akkúrat ekki neitt“

Flugvél Primera Air á Keflavíkurflugvelli í dag.
Flugvél Primera Air á Keflavíkurflugvelli í dag. mbl.is/Víkurfréttir

„Við enduðum alveg í 90 gráðu stefnu út af flugbrautinni,“ segir Margrét Eiríksdóttir í samtali við mbl.is en hún var einn af farþegum farþegaflugvélar flugfélagsins Primera Air sem lenti í erfiðleikum í lendingu á Keflavíkurflugvelli í dag. Fór flugvélin út af flugbrautinni við enda hennar og segir Margrét að líklega hafi flugstjórinn áttað sig á því að vélin væri á leið út af brautinni og þá tekið 90 gráðu beygju. „Skyggnið var akkúrat ekki neitt.“

Margrét segir að stjórnunin um borð í flugvélinni hafi verið góð en farþegarnir þurftu að bíða í vélinni í rúman klukkutíma áður en þeir voru fluttir með rútum yfir í flugstöðina. „Það var ein íslensk flugfreyja um borð og hún stýrði þarna eiginlega bara eins og herforingi og sagði okkur að sitja kyrrum og bíða. Það var auðvitað eðlilegt að fólki hafi viljað standa upp og faðma næsta mann eða kanna hvort væri í lagi með aðra farþega í flugvélinni.“

Þetta hafi tekið talsverðan tíma. Þeim hafi verið tjáð að viðbragðsaðilar, slökkvilið og aðrir, væru á leiðinni á staðinn. „Síðan fórum við með rútum yfir í flugstöðina eftir rúman klukkutíma. Það var gefin von um að farangurinn okkar kæmi og biðum við eftir því. Þá komu þarna fulltrúar frá Rauða krossinum og buðu upp á áfallahjálp. Þeir dreifðu blaði meðal annars og á því voru ýmis góð orð sem urðu mér ákveðin huggun. En ég er enn nötrandi.“

Farþegar fara frá borði í dag.
Farþegar fara frá borði í dag. Ljósmynd/Margrét Eiríksdóttir

Margrét segir að þetta hafi verið heilmikið áfall. Sjálf hafi hún aldrei verið viðkvæm fyrir ókyrrð í lofti eða nokkru slíku. „Það var bara þessi langi tími. Flugvélin sveimaði þarna í loftinu og reyndi tvisvar að koma inn til lendingar áður en hún lenti loksins. Maður vissi bara að það var eitthvað að. Þegar þessi skellur síðan kemur þegar hún lendir loksins sem endar síðan með þessu 90 gráðu horni datt hjartað eitthvað lengra niður en það á að vera.“

Mannskapur hafi tekið á móti farþegum í flugstöðinni og afhent þeim vatn og súkkulaði. „Síðan beið fólkið eftir farangrinum. Það kom í ljós að þeir áttu ekki eins auðveld með að ná í farangurinn okkar og þeir höfðu ætlað sér. Þannig að þeim sem vildu það var boðið að fara fram og hitta ættingja og koma svo inn aftur. En þá var komið í ljós að það yrði lengri bið eftir farangri en þeir sögðu. Þannig að ég ætla bara að sækja farangurinn á morgun.“

Margrét ber viðbragðsaðilum vel söguna. Farþegar hafi verið varaðir ítrekað við að fara varlega niður tröppurnar á leið úr flugvélinni þar sem þær væru hálar. „Síðan biður þeir þarna slökkviliðsmennirnir og lá við að þeir leiddu okkur á milli flugvélarinnar og rútunnar ef vera skildi að fólk væri á hálum skóm. Því það var ansi mikill snjór. „En þetta fór allt vel þannig að þetta var góður endir á skrítinni flugferð,“ segir hún að lokum.

mbl.is

Innlent »

Ófærð og vonskuveður

05:54 Allhvöss eða hvöss austanátt verður fyrir norðan í dag með snjókomu, skafrenningi og lélegum akstursskilyrðum. Bætir í vindinn í kvöld og er spáð hvassviðri eða stormi á morgun með snjókomu. Viðvaranir eru í gildi fyrir nánast allt landið. Meira »

Nýtt félag um United Silicon

05:30 Arion banki mun óska eftir því við skiptastjóra þrotabús United Silicon að ganga að veðum sínum í eignum fyrirtækisins, koma þeim eignum í söluferli og freista þess að koma kísilverksmiðjunni aftur í gang. Meira »

Helmingur íbúða á Bifröst seldur

05:30 Félag í eigu Reynis Karlssonar hrl. og Braga Sveinssonar bókaútgefanda hefur keypt helming allra nemenda-, starfsmanna- og hótelíbúða Háskólans á Bifröst fyrir 580 milljónir króna. Meira »

1,5 milljóna gjald á 100 fermetra íbúð

05:30 Reykjavíkurborg innheimtir sem svarar 1,5 milljónum króna í innviðagjald á hverja 100 fermetra í fyrirhuguðum íbúðum í Furugerði við Bústaðaveg. Gjaldið kemur til viðbótar gatnagerðargjaldi. Það nemur samtals um 50 milljónum króna. Meira »

Breikkun tekur 5-7 ár

05:30 Vegagerðin áætlar að það taki fimm til sjö ár að breikka Vesturlandsveg á Kjalarnesi. Talsverð vinna er eftir við undirbúning og fjármagn hefur ekki verið tryggt á fjárlögum. Meira »

Grunaður um brot gegn barni árum saman

05:27 Karlmaður á fimmtugsaldri er grunaður um að hafa brotið gegn ungum pilti um nokkurra ára skeið þegar pilturinn var á barnsaldri og unglingur. Meira »

Lenti á hliðinni eftir vindhviðu

05:05 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um óhapp á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi um eitt í nótt en þar hafði vindhviða feykt tengivangi vöruflutningabifreiðar á hliðina. Meira »

Handtekinn eftir slagsmál

05:07 Einn gistir í fangaklefa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir slagsmál við skemmtistað í miðborginni á þriðja tímanum í nótt. Meira »

Sigríður ráðin framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu

Í gær, 23:06 Sigríður Kristjánsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu. Sigríður er fimmtug, með M.S.c í forystu og stjórnum frá háskólanum á Bifröst og hefur undanfarin ár starfað sem verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Meira »

Um 60 manns voru fastir í óveðri

Í gær, 22:48 Um 30 bílar voru fastir og lokuðu veginum frá Norðurbraut við Hvammstanga að Blönduósi í kvöld. Allir bílarnir eru lausir og vann Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga að því að losa bílana frá klukkan sex til níu í kvöld. Meira »

Tugir bíla hafa setið fastir í Víkurskarði

Í gær, 22:00 Tugir bíla hafa setið fastir í Víkurskarði vegna veðurs en að sögn lögreglunnar á Akureyri er búið að losa meirihluta þeirra. Meira »

Sex á slysadeild eftir árekstur

Í gær, 21:45 Sex voru fluttir á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á gatnamótum Snorrabrautar á Sæbrautar.  Meira »

Björgunarsveitir standa í ströngu

Í gær, 21:08 Björgunarsveitir á Norðurlandi hafa verið kallaðar út á þremur stöðum til að aðstoða vegfarendur í vanda. Um 20 bílar eru fastir við Víðigerði, þá sitja nokkrir bílar fastir í Víkurskarði en veginum var lokað vegna umferðaróhapps þegar flutningabíll þveraði veginn. Meira »

Funduðu vegna eldsvoðans

Í gær, 20:40 Viðbragðsaðilar á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu funduðu í dag með Orku náttúrunnar vegna eldsvoðans sem kom upp föstudaginn 12. janúar síðastliðinn. Fundurinn var haldinn af Brunavörnum Árnessýslu og voru viðstaddir fundinn fulltrúar Neyðarlínu, Landsbjargar, Brunavarna Árnessýslu, slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og Orku náttúrunnar. Meira »

Framtíðartekjur út um gluggann

Í gær, 20:09 Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, segir að framtíðartekjur bæjarins af United Silicon fari út um gluggann með gjaldþroti verksmiðjunnar. Meira »

„Leiðinlegt þegar þetta fer svona“

Í gær, 20:55 „Það er auðvitað leitt þegar stór verkefni sem fjárfestar hafa sett fjármuni í fara svona,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um gjaldþrotabeiðni United Silicon. Meira »

Fyrsta málefnaþing Uppreisnar

Í gær, 20:22 Fyrsta málefnaþing Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, var haldið á laugardaginn. Hátt í þrjátíu Uppreisnarliðar hvaðanæva af landinu komu saman og mótuðu stefnu í fjölda málaflokka. Meira »

Fljúga áfram til Akureyrar

Í gær, 20:05 Ferðaskrifstofan Super Break, sem um miðjan mánuðinn hóf beint flug frá Bretlandi til Akureyrar, mun halda áfram að fljúga norður. Tveimur flugvélum af þremur á vegum ferðaskrifstofunnar var snúið til Keflavíkur í síðustu viku vegna þess að ekki var hægt að lenda á Akureyri. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Viðeyjarbiblía 1841
Til sölu Viðeyjarbiblía frá 1841, innbundin í fallegt skinnband, ástand mjög got...
3 sófaborð til sölu
Til sölu 3 sófaborð úr massífum við, bæði lítil og stærri. Seljast ódýrt. Egger...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Framboðslisti
Fundir - mannfagnaðir
Framboðslisti Sjál...
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...