Sterk viðbrögð á heimsfrumsýningu myndar um Guðmundar- og Geirfinnsmálið

Guðmundur Einarsson (t.v.) og Geirfinnur Einarsson. Þeir hurfðu báðir sporlaust ...
Guðmundur Einarsson (t.v.) og Geirfinnur Einarsson. Þeir hurfðu báðir sporlaust á áttunda áratugnum.

„Við fengum svakalega fín og sterk viðbrögð við myndinni og í kjölfar þriggja sýninga á henni sköpuðust líflegar umræður,“ segir Margrét Jónasdóttir, framleiðandi hjá Sagafilm, um heimildamynd um Guðmundar- og Geirfinnsmálin, Out of thin air, sem var heimsfrumsýnd á stærstu heimildaþáttahátíð Kanada, Hot Docs, í vikunni. Margrét segir að mest spennandi verði þó að frumsýna myndina hér á landi í haust.

Myndin er samstarfsverkefni Sagafilm og Mosaic Films í London. Leikstjóri hennar er Dylan Howitt og framleiðandi í London er Andy Glynne.

Myndin byggir að hluta til á gömlu myndefni frá áttunda áratugnum og nýjum leiknum atriðum sem leikstýrt var af Óskari Jónassyni. Tónlist gerði BAFTA-verðlaunahafinn Ólafur Arnalds.

Heim­ild­amynd­in sam­an­stend­ur meðal ann­ars af leikn­um atriðum í leikstjórn Óskars ...
Heim­ild­amynd­in sam­an­stend­ur meðal ann­ars af leikn­um atriðum í leikstjórn Óskars Jónassonar. Mynd/​Sagafilm-MosaicFilms

Augljós áhugi

Um þúsund manns sáu myndina í Kanada í vikunni. „Það var alveg augljós áhugi á efni myndarinnar,“ segir Margrét sem var viðstödd sýningarnar. Hún segir að þar sem Guðmundar– og Geirfinnsmálin séu flókin og umfangsmikil hafi verið ánægjulegt að finna að myndin, sem er 90 mínútna löng, virðist hafa komið viðfangsefninu vel til skila. „Áhorfendum fannst þetta ótrúlegt mál. Það mátti heyra á spurningum þeirra.“

Myndin er í raun tvískipt. Í fyrri hluta hennar er farið yfir málið sjálft en í þeim síðari er lögð áhersla á minnisvafaheilkennið, sem dr. Gísli Guðjónsson fjallaði m.a. um í skýrslu í tengslum við málin árið 2013. Minnisvafaheilkenni er ástand þar sem fólk fer að vantreysta verulega eigin minni. Þetta hefur þær afleiðingar að það veldur mikilli hættu á að það reiði sig á ytri áreiti og það sem er gefið í skyn, til dæmis við yfirheyrslur.

Áhugaverðar umræður sköpuðust um þennan þennan þátt myndarinnar eftir sýningar hennar að sögn Margrétar.

Dylan Howitt, leikstjóri Out of thin air, svarar spurningum áhorfenda ...
Dylan Howitt, leikstjóri Out of thin air, svarar spurningum áhorfenda á heimildamyndahátíðinni HotDocs í Kanada.

Sýnd á RÚV og Netflix

Evrópufrumsýningin á Out of thin air verður á alþjóðlegu heimildaþáttahátíðinni SheffDocFest í Sheffield á Englandi. Hátíðin fer fram dagana 9.-14. júní. Tvö málþing á hátíðinni verða tengd myndinni og tileinkuð innihaldi hennar.

Myndin verður sýnt á RÚV í haust og fer svo í heimsdreifingu á Netflix.

„Við erum alveg í skýjunum með fyrstu viðbrögð við myndinni. Það verður hins vegar mest spennandi að frumsýna myndina hér á Íslandi, þar sem hér eru margir sem þekkja þessi mál afar vel. Væntanlega munu einhverjir sakna þess að ekki er farið nákvæmlega í smáatriði á þáttum málsins sem mikið hafa verið í umræðunni hér í tengslum við þessi mál bæði þá og nú.“

Margrét Jónasdóttir, framleiðandi hjá Sagafilm, var viðstödd sýningar Out of ...
Margrét Jónasdóttir, framleiðandi hjá Sagafilm, var viðstödd sýningar Out of thin air í Kanada. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sterkt myndmál

Margrét segir að það sé sýn leikstjórans Dylans Howitt sem ráði för og því séu efnistökin ef til vill önnur en ef Íslendingur hefði leikstýrt. „Það er hins vegar styrkur myndarinnar að hann tekur mjög ákveðna stefnu í myndinni eins og þá að láta frásögnina aðeins lifa í meðförum þeirra sem voru tilbúnir að koma í viðtöl og þeirra sem hafa á einn eða annan hátt tengst málunum. Eins er myndmálið mjög sterkt í myndinni og því hlökkum við aðstandendur myndarinnar mjög til að heyra viðbrögðin þegar að því kemur.“

Hvað var raunverulegt?

Andy Glynne, sálfræðingur og annar aðalframleiðandi myndarinnar segir í viðtali sem birt er á vefnum Realscreen að Guðmundar- og Geirfinnsmálin hafi samstundis náð taki á sér er hann las fyrst um þau á vef BBC. Þáttur minnisins og þar með játninganna, hafi honum þótt sérstaklega áhugaverður. „Hvað var raunverulegt og hvað var ekki raunverulegt?“ spyr hann.

„Það sem við reyndum að gera var að gera þetta ekki að sögu um réttarmorð. Þetta er ekki mynd byggð á rannsóknarblaðamennsku. Við vorum ekki að reyna að komast að niðurstöðu um hver gerði hvað, sakleysi eða sekt. Það sem við vildum fjalla um var minnið og skeikulleiki þess.“

Við tökur á leiknum atriðum myndarinnar Out of thin air.
Við tökur á leiknum atriðum myndarinnar Out of thin air. Mynd/​Sagafilm-MosaicFilms

Landslagið í stóru hlutverki

Tekin voru viðtöl við 24 við gerð myndarinnar. Þeir sem unnu að myndinni reyndu að gæta hlutleysis og að sögn Glynne tókst með því að halda góðum tengslum við viðfangsefnið.

Glynne segir að fagurt landslag Íslands leiki mikilvægt hlutverk í myndinni. Eitt stærsta vandamálið sem kvikmyndagerðarmennirnir stóðu frammi fyrir var nokkuð óvenjulegt: Það þurfti að bíða eftir snjókomu.

„Þessi vetur var einn sá hlýjasti í Íslandssögunni síðustu 200 ár,“ segir hann.

mbl.is

Innlent »

Kvarta yfir starfsháttum Sveins Andra

19:00 Kvörtun fjögurra félaga gegn lögmanninum Sveini Andra Sveinssyni verða tekin fyrir í héraðsdómi á morgun, en félögin telja að Sveinn Andri hafi ekki sem skiptastjóri þrotabúsins EK1923 upplýst kröfuhafa um mikinn áfallinn kostnað, meðal annars vegna málshöfðana gegn fyrrverandi eiganda félagsins. Meira »

Heimilar áframhaldandi hvalveiðar

18:07 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019–2023. Nær ákvörðunin til veiða á fimm ára tímabili, eins og fyrri reglugerð gerði. Meira »

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkar

17:58 Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,4% á milli mánaða í janúar að því er fram kemur í frétt á vef Íbúðalánasjóðs, sem byggir á nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands. Meira »

Oft eldri en þeir segðust vera

17:48 Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til þess að breyta framkvæmd aldursgreininga og álítur þær ekki siðferðislega ámælisverðar, enda sé gert ráð fyrir upplýstu samþykki umsækjanda í hvert sinn auk þess sem gerðar séu kröfur um að framkvæmdin sé mannúðleg og gætt að réttindum og reisn þeirra sem undir slíkar rannsóknir gangast. Meira »

Efla Lyfjaeftirlitið

17:36 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og dr. Skúli Skúlason formaður stjórnar Lyfjaeftirlits Íslands hafa skrifað undir langtímasamning um starfsemi Lyfjaeftirlitsins og fjármögnun þess að því er fram kemur í frétt á vef Stjórnarráðsins. Meira »

Boða nýtt 32,94% skattþrep

17:23 Nýtt neðsta skattþrep sem verður 4 prósentustigum lægra til þess að lækka skattbyrði og nýtt viðmið í breytingum persónuafsláttar ásamt afnáms samnýtingar þrepa eru helstu tillögur ríkisstjórnarinnar vegna yfirstandandi kjaraviðræðna. Meira »

Tíndu 22 tonn af lambahornum

17:08 Björgunarsveitin Heimamenn á Reykhólum fékk frekar óhefðbundið útkall í gær þegar liðsmenn sveitarinnar voru fengnir til að handtína 22 tonn af lambahornum sem voru um borð í flutningabíl sem valt á hliðina í Gufufirði á föstudag. Tæma þurfti hornin úr bílnum áður en hann var réttur við. Meira »

Sækja áfram að fullu fram til SA

16:50 Formaður Eflingar ætlar ekki að segja til um hvort hún sjái fram á að viðræðum félagsins og þriggja annarra stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins verði slitið á næsta fundi fyrr en hún hefur fundað með samninganefnd félagsins. Hún segir þó ljóst að staðan í viðræðunum sé orðin mjög erfið. Meira »

Segir bankann hafa miðlað lánasögunni

16:46 Það var bankinn sem miðlaði upplýsingum um lánasöguna úr viðskiptamannakerfi sínu, segir Sæv­ar Þór Jóns­son lögmaður í yfirlýsingu sem hann sendir frá sér vegna fréttar sem birt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sunnudag. Slíkt sé bankanum ekki heimilt að gera og málið verði sent Persónuvernd til meðferðar. Meira »

Ekki til að liðka fyrir kjaraviðræðum

16:20 „Það var full eining í samninganefnd ASÍ um að tillögur stjórnvalda hafi verið mikil vonbrigði. Við teljum þetta ekki verða til þess að liðka fyrir þeim kjaraviðræðum sem eru í gangi,“ sagði Drífa Snædal, formaður ASÍ, þegar blaðamaður mbl.is náði af henni tali eftir fund samninganefndar ASÍ. Meira »

Samninganefnd ASÍ fundar um tillögurnar

15:22 Samninganefnd Alþýðusambands Íslands fundar nú um þær tillögur sem ríkisstjórnin kynnti sambandinu í dag. Fundurinn hófst í höfuðstöðvum ASÍ nú klukkan 15. Meira »

Reiði og sár vonbrigði

15:16 Stéttarfélögin fjögur sem leitt hafa yfirstandandi kjaraviðræður, VR, Efling, VLFA og VLFG, lýsa reiði og sárum vonbrigðum með þær tillögur sem ríkisstjórnin lagði fram á fundi með forseta og varaforsetum ASÍ í dag. Meira »

Spurði hvar óhófið byrjaði

15:05 „Hvar er línan þar sem óhófið byrjar? Ég held að það væri mjög fróðlegt fyrir alla ef bankaráð Landsbanka Íslands myndi birta upplýsingar um hvað er óhóflegt að mati þess,“ spurði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, á Alþingi í dag. Meira »

Elti dreng á leið heim úr skóla

15:04 Drengur sem var á leið heim úr skólanum á Seltjarnarnesi á þriðja tímanum í dag var eltur af ökumanni á litlum, hvítum bíl með skyggðum rúðum. Atvikið hefur verið tilkynnt til lögreglu sem getur ekki veitt frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Meira »

Gul viðvörun um allt land

14:57 Gefin hefur verið út gul viðvörun vegna veðurs um allt land. Gengur í austanstorm í kvöld, nótt og í fyrramálið með úrkomu yfir landið frá suðri til norðurs. Veðrið gengur ekki niður fyrr en um miðjan dag á morgun, samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands. Meira »

Tillögurnar kynntar síðar í dag

14:50 „Fundirnir gengu heilt yfir ágætlega. Það voru misjöfn viðbrögð við einstaka þáttum og áherslur misjafnar eftir því við hverja var rætt hverju sinni,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í samtali við blaðamann mbl.is fyrir utan Stjórnarráðið. Meira »

31 sótti um embætti skrifstofustjóra

14:49 Alls barst 31 umsókn um embætti skrifstofustjóra á þremur skrifstofum félagsmálaráðuneytisins en umsóknarfrestur rann út 18. febrúar. Meira »

Fyrsti aflinn eftir breytingarnar

14:38 „Kerfið er komið upp og virkar fullkomlega, en hluti af stýringum er ekki tilbúinn,“ segir Þorgeir Einar Sigurðsson, vaktstjóri í fiskmjölsverksmiðju Loðnuvinnslunnar. Skip útgerðarinnar, Hoffell, kom til hafnar á dögunum með fullfermi af kolmunna sem var landað beint til bræðslu, en við aflanum tók nýtt innmötunarkerfi ásamt nýjum forsjóðara og sjóðara. Meira »

Hroki að hóta þingmönnum

14:30 „Það gengur ekki að Alþingi, okkur hér 63 þjóðkjörnum fulltrúum sem eigum eingöngu að fylgja lögum og okkar sannfæringu, sé hótað. Það er hroki,“ sagði Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag Meira »
Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu Löggiltir verktakar - Áratuga reynsla. Sm...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...