„Fjúkandi illur faðir vildi fá lausn“

Jón Ármann er ekki ánægður með WOW air.
Jón Ármann er ekki ánægður með WOW air.

Jón Ármann Steinsson segir nokkuð ljóst að kvörtunardeild Wow air sé eingöngu til að þreyta fólk og fæla það frá, frekar en að taka á móti kvörtunum „gesta“ flugfélagsins. Jón og dóttir hans lentu í þrætumáli við flugfélagið en höfðu að lokum sigur.

Málið hófst þannig að 19 ára dóttir Jóns var á leið heim frá Bandaríkjunum eftir þriggja vikna dvöl þar. Þegar hún kom á LAX-flugvöllinn í Los Angeles, á leið í flugvél Wow, var hún með meiri farangur en á leiðinni út og þurfti að borga aukalega fyrir hann.

„Samkvæmt vefsíðu Wow máttu bara borga með debet- eða kreditkorti en ekki peningum og hún er með íslenskt debetkort. Íslenska debetkortið er með árituðum númerum en ekki upphleyptum. Henni er sagt á flugvellinum að hún geti ekki borgað með debetkorti en hún var þá ekki búin að kanna hvað stendur á vefsíðunni og er ekkert að rífa kjaft,“ segir Jón. Dóttur hans var bent á að fara í 7/11 og kaupa fyrirframgreitt kreditkort.

Þurfti að taka næstu vél fjórum dögum síðar

Þegar þangað var komið voru kortin uppseld og henni var sagt að finna aðra búð í borginni, til að geta borgað fyrir farangurinn. „Hún fer þá aftur til LA í leigubíl, sem hún borgar með debetkortinu. Það tók langan tíma og þegar hún kemur til baka er búið að loka hliðinu.“

Jón segir að enginn á upplýsingaborðinu hafi getað fundið starfsmann Wow og flugvélin fór sína leið. „Stelpan hringdi í mig og ég næ í starfsmann Wow og útskýri málið. Þá er vélin löngu farin og starfsmaður Wow viðurkennir sök og segir að þeir komi henni heim með næstu vél, sem fer fjórum dögum síðar. Þeir sögðust ætla að gá hvað þeir gætu gert fyrir hana í fjóra daga en ekkert varð úr því.

Jón þurfti að útvega dóttur sinni gistingu í Los Angeles í fjóra daga en sendiráðið aðstoðaði hann við það. Þegar hún kom heim hafði hann aftur samband við Wow og krafði þá um bætur vegna þess, sem var neitað.

Viðurkenndu brot sitt

Ég sagði að þeir gætu ekki komið svona fram, sagst ætla að borga farið heim aftur og það er nóg. Það er ekki svoleiðis. Tala nú ekki um að stelpan fékk áfall við þetta og var alein og grátandi á flugvellinum og ég í stopulu símasambandi við hana að reyna að róa hana. Ríkið bjargaði stelpunni sem Wow hefði átt að gera. Þeir brutu á henni og viðurkenndu það þegar ég talaði við kvörtunardeildina.

Jón setti kvörtun í kvörtunarkerfi Wow þar sem hann varð var við það að honum var markvisst ekki svarað málefnalega. „Þegar ég skrifa hvað er að og bið um lausn og þá svara þeir út í hött, sem hefur ekkert með beiðnina að gera. Ég ítreka og þá svara þeir aftur út í hött. Hluttekning í starfrænu formi er þannig að þeir hafa ekkert lesið það sem ég var að skrifa.

Kerfið hannað til að losna við fólk

Hann gafst upp á kvörtunardeildinni og fór því næst með málið til Samgöngustofu. Hún sendi Wow fyrirspurn og þá tóku þeir við sér og færðu málið yfir í lögfræðideildina. „Þá hafði kvörtunarkerfið ekki borið þann árangur sem það er hannað til að gera; þreyta fólk til að losna við það. Þarna var fjúkandi illur faðir sem vildi fá lausn,“ segir Jón og bætir við að bróðir fyrrverandi eiginkonu hans hafi elst við kvörtunarkerfið í fjórar vikur áður en hann gafst upp. „Ég tel fullvíst að kerfið sé ekki hannað til að leysa úr vandamálum heldur til að losna við þau.“

Jón sagði lögfræðingum Wow að hann væri með bandarískan lögfræðing sem ætlaði að taka málið að sér og hann ætlaði í hart. „Ég ætlaði að fá upptökur af öllum mínum samtölum við Wow, vegna þess að samtöl við Wow eru tekin upp. Ég bíð í rúmlega mánuð og þeir segjast ekki finna upptökurnar. Kerfið var búið að koma í veg fyrir að ég næði lausn og eyðilagði gögn.“

Að lokum samþykktu Jón og dóttir hans skaðabætur. „Við samþykktum 100 þúsund kall, eftir sex til sjö mánuði. Svona á þetta ekki að vera og þetta sýnir að Wow er ekki að hjálpa okkur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Stórhættulegur framúrakstur

20:58 „Fólk er oft óþolinmótt að taka fram úr manni en þetta er langversta tilfellið sem ég hef séð,“ segir Guðmundur Kjartansson.  Meira »

Björgunarsveitir tilbúnar klukkan 6

20:30 Níu björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu verða með hópa í húsi í viðbragðsstöðu klukkan 6 í fyrramálið vegna óveðursins sem hefur verið spáð. Meira »

Óskar eftir aðstoð vegna barnaníðinga

20:17 Evrópulögreglan (Europol) hefur beðið almenning um að skoða myndir sem eru á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningunni segir að hlutir eða staðir á myndunum geti leitt yfirvöld á sporið í málum er varðar alvarleg brot gagnvart börnum. Meira »

Ákærður fyrir brot gegn dætrum sínum

19:47 Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni sem er gefið að sök að hafa beitt dætur sínar grófu kynferðisofbeldi um margra ára skeið. Meira »

Sökkti sér ofan í súrkálsgerð

19:37 Súrkál er sælkeramatur að mati Dagnýjar Hermannsdóttur súrkálsgerðarkonu. Hún sendi nýverið frá sér uppskriftabókina Súrkál fyrir sælkera til að breiða súrkálsfagnaðarerindið út til Íslendinga. Meira »

Ásakanirnar komu Kára á óvart

19:00 Verjandi Kára Sturlusonar segir að umbjóðandi sinn muni leita réttar síns gagnvart bæði Sigur Rós og Hörpu vegna ólögmætra riftana á gerðum samningum og ærumissis ef máli hans verður vísað frá. Kári fékk greiddar 35 milljónir af miðasölutekjum fernra tónleika, sem Harpa reynir að sækja til baka. Meira »

„Fólk noti hyggjuvitið“ í fyrramálið

17:02 „Fólk verður að nota hyggjuvitið. Það verður snjór og blint í efri byggðum og talsverðar líkur á því að umferðin verði hæg og því færri sem eru á vegunum því betra,“ segir Elín Jóhannesdóttir, veðurfræðingur Veðurstofu Íslands, um veðrið í fyrramálið þegar flestir fara til vinnu. Meira »

„Það er voða góður andi í þessum kór“

18:30 Kvennakór Suðurnesja hóf 50 ára afmælishátíð föstudaginn 9. febrúar með opnun sögusýningar í Duus Safnahúsum. Þar er saga kórsins rakin í máli, myndum og munum. Meira »

Megi móðga erlenda þjóðhöfðingja

16:47 Fjórir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hafa lagt fram lagafrumvarp þess efnis að ekki verði lengur refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum að móðga þjóðhöfðingja erlendra ríkja. Meira »

„Vonandi bara að deyja út“

16:25 Dregið hefur verulega úr tíðni jarðskjálftanna í kringum Grímsey frá því sem var í gær og enginn skjálfti yfir þremur að stærð hefur mælst síðan klukkan þrjú í nótt. Meira »

Flugfarþegar fylgist vel með veðri

16:11 Icelandair reiknar ekki með því að grípa til þess ráðs að flýta brottförum frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið vegna vonskuveðurs, sem spáð er að muni ganga hratt yfir suðvesturhorn landsins í fyrramálið. Meira »

Berst gegn limlestingum á kynfærum kvenna

16:10 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skrifaði í dag undir endurnýjun á samningi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) um stuðning til fjögurra ára við verkefni sem hefur það að markmiði að útrýma limlestingu á kynfærum kvenna og stúlkna. Meira »

Yngri börn fari ekki ein í skóla

15:54 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hvetur foreldra og forráðamenn til að fylgjast vel með veðri og tilkynningum í fyrramálið. Búið er að hækka viðvörunarstig fyrir höfuðborgarsvæðið upp í appelsínugult vegna morgundagsins og því hefur svokölluð tilkynning 1 verið virkjuð. Meira »

Varað við brennisteinsmengun

15:19 Lögreglan á Suðurlandi hvetur fólk í ferðaþjónustu, sem og einstaklinga í hálendisferðum, til þess að kynna sér mögulega hættu vegna íshellis í Blágnípujökli, suðvestur af Hofsjökli, sem verið hefur vinsæll á meðal ferðamanna á undanförnum vikum. Meira »

Umskurður drengja þegar refsiverður?

14:52 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hæstaréttarlögmaður, segir á Facebook-síðu sinni í dag að hann viti ekki til annars en að umskurður drengja sé þegar refsiverður hér á landi samkvæmt almennum hegningarlögum. Meira »

„Gott að fá þessa brýningu“

15:53 „Þetta er mjög gott fyrir okkur að fá þessa brýningu og ég veit það að utanríkisráðherra hefur tekið upp málefni Jemens á alþjóðavettvangi en það er mjög mikilvægt fyrir okkur að heyra frá ykkur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir að hafa tekið við áskorun frá Vinum Jemens í dag. Meira »

Kjartan og Áslaug sett út í kuldann

15:16 Hvorki Kjartani Magnússyni né Áslaugu Maríu Friðriksdóttur var boðið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, samkvæmt heimildum mbl.is. Þeim mun hafa verið hafnað af kjörnefnd. Meira »

Yfir 3.000 umsóknir bárust

14:51 Alls bárust 3.176 umsóknir um hreindýraveiðileyfi fyrir árið 2018 en veiða má 1.450 dýr, 389 tarfa og 1.061 kú, þar af skulu 40 kýr veiddar í nóvember. Meira »
BÍLAKERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
Herbegi í ágúst og september
Leita eftir herbegi til leigu á höfuðborgarsvæðinu frá 1. ágúst til 7. október n...
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Félagslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl 9, ...