Bannað að skrúfa fyrir kynþokkann

Árelía Eydís Guðmundsdóttir hefur brennandi áhuga á lífsskeiðum fólks, ekki ...
Árelía Eydís Guðmundsdóttir hefur brennandi áhuga á lífsskeiðum fólks, ekki síst fólks um miðjan aldur. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Út um gluggann á Ægisíðunni blasir úfið hafið við í allri sinni dýrð. Við Árelía höfum komið okkur vel fyrir í gömlum leðursófa með kaffi úr postulínsbollum og það er eins og við höfum hist í gær. Við könnumst við hvor aðra frá gamalli tíð en í þá daga hittumst við oft fyrir tilviljun úti á lífinu. Síðan er mikið vatn runnið til sjávar, börn bæst í heiminn og skilnaðir að baki; gleði og sorgir. Nýjar áskoranir blasa sífellt við og það er nóg sem þarf að ræða. Árelía er nýbúin að gefa út enn eina bókina, Sterkari í seinni hálfleik, en árin sem geta kallast miðja lífsins eru henni sérstaklega hugleikin.

Alltaf pláss fyrir fagþekkingu

Árelía segir að  fólk verði að passa sig að dragast ekki aftur úr og því sé nauðsynlegt að bæta sífellt við sig reynslu og þekkingu. „Á miðjum aldri þarftu að fara yfir málin; hver er mín fagþekking? Hvernig hef ég verið að bæta hana? Hvernig ætla ég að endurmennta mig? Og þá á ég ekki eingöngu um þá sem hafa farið hinn hefðbundna menntaveg,“ segir hún.

„Allt sem hægt er að vélvæða, mun verða vélvætt. Segja má að það séu mismunandi skoðanir hjá fræðimönnum um þessa þróun; annars vegar þeir sem segja: þessi þróun mun valda miklu atvinnuleysi og stéttaskipting aukast í kjölfarið. Svo eru hinir sem segja, og ég er kannski frekar þar, að ný störf sem ekki eru sýnileg núna verði til. Það er í rauninni þrennt sem mikilvægt er að byggja upp; það er sköpunarkraftur, það er „common sense“ og í þriðja lagi greiningarhæfni. Þegar upplýsingaflæðið er svona mikið og fólk er að gúggla allt, þá er mikilvægt að kunna að greina á milli réttra og rangra upplýsinga. Þannig að ég hef ekki þessar áhyggjur en ég tel mjög mikilvægt að byggja upp fagþekkingu,“ segir Árelía og telur hún að fólk eigi að vinna lengur en nú er gert. 

„Við munum lifa mikið lengur, jafnvel verða níutíu plús. Fólk verður að spyrja sig: Ætlarðu að hætta að vinna 67 ára? Á hverju ætlarðu að lifa?“ segir Árelía. „Að láta fólk hætta 67 ára er algör tímaskekkja og mun breytast. Mér finnst þetta bara mannréttindabrot!“

Konur eiga að ráða samfélaginu

Hvað finnst þér um íslenskar konur yfir fimmtugt í atvinnulífinu?

„Vandamálin okkar eru kannski að mörgu leyti lúxusvandamál,“ segir hún og á þá við að staða kvenna í fjölmörgum löndum sé verulega slæm. „Ég hef ákveðnar áhyggjur af því að konur á ákveðnum aldri nenna ekki lengur að vera á vinnustaðnum, það kemur þessi tilfinning „fokk it“, ég nenni ekki að taka þátt í þessari pólitík lengur. Þær hafa verið að hverfa úr leiðtogastörfum, konur á miðjum aldri sem er algjör synd því konur eftir fimmtugt, þegar þær eru búnar að fara í gegnum breytingaskeiðið, eru að mínu mati sterkir leiðtogar. Við eigum að ráða samfélaginu,“ segir hún bæði í gríni og alvöru.

„Vegna þess að við tökum svo góðar ákvarðanir, við erum oftast komnar yfir það að þóknast öllum. Við þorum í átök en erum samt alltaf með hópinn í huga. Ég vil sjá konur fara áfram, verða forstjórar, forsætisráðherra og ráðherrar. Við þurfum samt að gera það án þess að ganga of mikið á okkur, án þess að vinna alltof mikið.“

Að ganga inn í tómið

Af hverju ertu með ástríðu fyrir þessum aldurshópi? Er það af því að þú ert þar sjálf?
„Persónulega finnst mér þetta bara svo spennandi. Það eru svo óendanlega miklir möguleikar sem okkar kynslóð stendur frammi fyrir sem ekki áður hafa verið í boði. Ég kom heim með eina bók sem heitir Age is just a number. Þar greinir frá 97 ára gömlum manni sem hleypur ennþá maraþon. Þar bendir hann á, sem mér finnst spennandi, að lífskeiðið eftir sjötíu ára er lítið rannsakað.“

Finnst þér að við þroskumst áfram endalaust?

„Já, algjörlega. Eða nei, ekki allir! Fólk verður, á miðjum aldri, annaðhvort betra eða bitrara. Sumir staðna. Rannsóknir sýna að lífsánægja fólks er minnst í kringum 46 ára aldur. Á milli 40 og 65 lenda flestir í lífskreppu. Það virðist vera líffræðileg staðreynd fyrir bæði kynin,“ segir hún.
„Ég kalla þetta tómið. Við göngum inn í tómið og þurfum að takast á við okkur sjálf. Fyrir mér er þetta eðlilegur sársauki sem fylgir því að þroskast. Það er alltaf eitthvað sem þarf að leiðrétta, oft úr barnæsku og uppeldi, jafnvel þótt að aðstæður hafi verið til fyrirmyndar. Það er ekki óalgengt að fólk burðist með lélega sjálfsmynd eða lítið sjálfstraust, meðvirkni, fíknir, óuppgerð sár sem valda kvíða og þunglyndi. Eitthvað sem hefur haldið aftur af því. Svo kemur þú á einhvern stað þar sem þú horfist í augun við sjálfa þig og spyrð, hvert er ég komin? Þá er kannski ýmislegt sem fólk þarf að leiðrétta en það eru bara allt of margir sem ekki gera það. Fólk getur ekki sleppt takinu af reiði, getur ekki fyrirgefið sjálfu sér og öðrum, tekst ekki á við fíknina. Þá er auðvelt að flýja, fullt af flóttaleiðum.“

Er þetta ekki dæmigerð miðlífskrísa?

„Jú. Og það er ákveðin hætta á að fólk verði biturt. Ef fólk horfist ekki í augu við sjálft sig og tekur úr bakpokanum, er ekkert auðveldara að gera það þegar það er 65 eða 75 eða 85. Þá áttu að vera komin eitthvað allt annað. Þú verður að gangast við sjálfri þér. Við þekkjum alveg steríótýpurnar, sérstaklega þegar talað er um gráa fiðringinn hjá körlum, og það er stundum lítið úr þeim gert. En þeir fara í gegnum sína krísu og velja stundum auðvelda flóttaleið, sem er auðvitað klisjan líka, að yngja upp. Það er ein leið, til að vita hvort maður er ennþá sætur og sexí. En það er auðvitað engin lausn. En ég skil þörfina. Og það gera konur líka, svo við tölum ekki bara um karlana. En fyrir mér er þetta svolítið að endurtaka leikinn,“ segir Árelía.

Upplifi endurfæðingu eftir skilnað

Árelía er sjálf nýskilin og hefur nú verið einhleyp í tæpt ár. Þrátt fyrir tvo skilnaði hefur hún fulla trú á hjónabandinu.
„Ég er þeirra skoðunar að það séu rosalega margir kostir í góðu hjónabandi. Við vitum það samkvæmt rannsóknum að það er það sem veitir fólki mesta lífshamingju. Þess vegna er góður maki gulls ígildi en ef hjónabandið er heftandi þarf fólk að horfast í augu við það. Í mínu tilfelli var ákvörðunin mjög erfið og eftir skilnað þarf maður að endurraða lífinu. Það eru kostir í því líka, ég upplifi ákveðna endurfæðingu í þessu ferli. Mér finnst ég tengja aftur við ýmsa þætti í mér sem ég hef ekki verið að rækta undanfarið,“ segir Árelía.
„Ég er tiltölulega sjálfstæð og get raðað lífinu mínu nákvæmlega eins og ég vil.“

Hvað finnst þér um deitmenningu okkar aldurshóps?

„Mér finnst hún svo hrikalega fyndin,“ segir Árelía á innsoginu. Við skellihlæjum. 

„Ég hef ekki haft mikinn tíma en er nú að vakna til lífsins og alls konar skemmtilegir hlutir eru að koma til mín. Ef þú ert að leita að maka, þá áttu bara í fyrsta lagi að viðurkenna það fyrir sjálfri/sjálfum þér og það er mjög eðlilegt að vera á tinder og einkamál eða hvað það heitir. Mér finnst bara heilbrigt að fara á tinder og tala saman, hittast svo og ákveða framhaldið. Það er miklu betra heldur en í gamla daga þegar maður fór á djammið. Mér finnst ekkert smart og skemmtilegt að vera niðri í bæ eftir miðnætti komin yfir fimmtugt þó að það gerist að sjálfsögðu stundum. Það er mín persónulega skoðun. Við vorum þar fyrir tuttugu, þrjátíu árum, þetta hefur allt sinn tíma.“

Einhver sem bíður mín

Trúir þú á ástina?

„Já, ég er búin að eiga marga góða menn,“ segir hún og skellihlær en hún hefur búið með tveimur mönnum og á eina fullorðna stúlku, unglingstúlku og níu ára gamlan dreng.
„Það hvarflar ekki að mér að ég eigi eftir að vera ein það sem eftir er, mér finnst það fáránleg tilhugsun. Það er ekkert mál að vera ein, ég get alveg verið ein og akkúrat núna finnst mér það mjög skemmtilegt og gefandi. En ég veit bara hvað það gerir lífið fyllra að hafa einhvern með sér. En ég er ekki komin þangað. En ég efast ekki um að það sé einhver sem bíður mín. Ef maður lokar á ástina og kynveruna þá er maður að loka á alveg svakalega stóran hluta af sjálfum sér.“

Kynþokki spyr ekki um aldur

Hvað finnst þér um kröfur samfélagsins til útlits kvenna?

„Mér finnst mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að kynþokki hefur ekkert með það að gera að vera tuttugu ára eða fjörutíu kíló,“ segir hún og hlær.

„Mér finnst mikilvægt að konur haldi áfram að vera kynverur þangað til þær eru níutíu og eitthvað. Þetta snýst svolítið um hvernig þú sérð sjálfa þig og það er mjög mikilvægt að hafa fyrirmyndir. Ég sé fullt af konum sem mér finnst vera mjög kynþokkafullar, og ég er alveg hetrosexual, sem halda þessu bliki í augum og sveiflu í mjöðmum. Og við erum fyrirmyndir fyrir þær sem á eftir koma. Við þurfum að leyfa okkur að vera sexí, leyfa okkur að hugsa um og njóta kynlífs. Kynþokki er eitthvað sem skrúfast ekki fyrir en þú getur auðveldlega skrúfað fyrir hann.“

 Ætlarðu að skrifa íslenska útgáfu af Dating after fifty for Dummies?

„Það getur vel verið að ég geri það. En hins vegar er ég byrjuð á skáldsögu sem ég þarf að koma frá mér fyrst. Hún er um ástina, er það ekki klassískt? Ég get ekki sagt þér meira í bili,“ segir Árelía sposk og við látum það verða lokaorðin.

Viðtalið í heild má lesa í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Innlent »

Bregðast þarf við breyttum aðstæðum

15:08 Veiðar og vinnsla gengu vel hjá Síldarvinnslunni á nýliðnu fiskveiðiári. Veiðigjöld taka til sín 13% af aflaverðmæti fiskiskipanna og þensla á vinnumarkaði veldur því að áskorun verður að manna sum skip flotans ef fram heldur sem horfir. Meira »

Betra að klára áður en það er fagnað

14:10 „Það er jákvætt skref að það komi fjármagn inn í uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er yfirlýsing um að viðræður eru að hefjast. Það er það eina sem er skýrt af viljayfirlýsingunni,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við mbl.is. Meira »

Guðmundur Ingi á Global People’s Summit

13:55 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, tekur í dag þátt í alþjóðlegri netráðstefnuna The Global People’s Summit, sem haldin er í tengslum við Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann ræðir um loftslagsbreytingar. Meira »

Trúir því að bíó geti breytt heiminum

13:00 „Kvikmyndin er gríðarlega sterkur miðill og getur haft heilmikil áhrif á fólk,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stofnandi og stjórnanda RIFF. Ellefu daga kvikmyndaveisla er í vændum er fimmtánda Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík hefst næsta fimmtudag. Meira »

Svandís mun ekki áfrýja dóminum

12:06 Heilbrigðisráðuneytið mun ekki áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Ölmu Gunnarsdóttur. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í þættinum Vikulokin hjá Helga Seljan í morgun. Meira »

Kanna fingraför þjófanna

11:04 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu mun í dag skoða bílinn sem keyrt var inn í hjálpartækjaverslunina Adam og Evu aðfaranótt föstudags. Munu fingraför innbrotsþjófanna einna helst vera könnuð sem og annað sem kann að leiða til vísbendinga um innbrotið. Meira »

Verð aldrei Superman

11:00 Markmiðið var að taka þátt í því aðkallandi verkefni að breyta danskri kvikmyndagerð til frambúðar. Það tókst en allt sem á eftir kom hefur farið langt fram úr hans villtustu draumum. Í dag er Mads Mikkelsen með annan fótinn heima í Kaupmannahöfn en hinn í henni Hollywood og dregur að milljónir. Meira »

Frítt í strætó í dag

10:27 Frítt verður í strætó á höfuðborgarsvæðinu í dag í tilefni af alþjóðlega bíllausa deginum. Hvetur Strætó sem flesta til að halda upp á daginn með því að skilja bílinn eftir heima og nýta sér vistvæna samgöngumáta, með því að ganga, hjóla eða taka strætó. Meira »

„Ég gat ekkert gert“

09:18 Sálfræðingar eru komnir til starfa á öllum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu en ekki hefur enn verið samþykkt á Alþingi að skólasálfræðingar verði í framhaldsskólum. Mikilvægi forvarna verður seint oflofað og kona sem var í geðrofsástandi í tvö ár varar fólk við hættunni af neyslu kannabis. Meira »

Betur fór en á horfðist með kornið

08:18 Heldur hefur ræst úr með kornuppskeru á Suðurlandi eftir erfitt kornræktarsumar. Uppskeran verður þó væntanlega þriðungi minni en í meðalári. Meira »

Bjartviðri sunnan og vestanlands

08:17 Bjartviðri og hægur vindur verður á landinu sunnan- og vestanverðu í dag, á meðan hægt og rólega dregur úr norðanáttinni og úrkomunni fyrir norðan og austan. Dálítil slydda eða snjókoma verður þó norðan- og austanlands og rigning á láglendi, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Meira »

Deilt um mastur og útsýnispall

07:57 Borgarráð Reykjavíkur hefur fallist á tillögu umhverfis- og skipulagsráðs að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir svæði á toppi Úlfarsfells þar sem fyrirhugað er að reisa 50 metra hátt fjarskiptamastur fyrir loftnet og tækniskýli með útsýnispalli. Meira »

Mikil þörf á öflugri dráttarbáti

07:37 Faxaflóahafnir sf. undirbúa smíði á nýjum og öflugum dráttarbáti, meðal annars með gerð útboðsgagna. Á stjórnarfundi í gær var samþykkt að bjóða út smíði á dráttarbáti á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Meira »

Líkamsárás í Hafnarfirði

07:08 Karl og kona voru handtekin upp úr miðnætti í nótt í kjölfar líkamsárásar í Hafnarfirði. Karlmaðurinn var handtekinn eftir að hann hann hafði ráðist á mann með fólskulegum hætti og svo var kona tekin höndum er hún reyndi að tálma handtöku og réðist að lögreglumanni. Meira »

Áhersla á notkun hjálma

05:30 Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur líkur á að maður sem lést í hjólreiðaslysi á Nesjavallavegi í fyrravor hefði lifað slysið hefði hann verið með hjálm. Í umræddu slysi lést hjólreiðamaðurinn af völdum höfuðáverka. Meira »

Leyfi Þríhnúkagígs verður auglýst

05:30 Tillaga um að auglýsa eftir aðilum til að nýta Þríhnúkagíg og umhverfi hans til lengri tíma er til umfjöllunar hjá Kópavogsbæ. Tillaga þess efnis var ekki afgreidd á síðasta fundi skipulagsráðs bæjarins heldur frestað. Meira »

Heimilt að rífa stóra strompinn

05:30 Niðurrif á reit Sementsverksmiðjunnar á Akranesi, sem var reist á árunum 1956 til 1958, stendur yfir. Niðurrifinu á að ljúka fyrir 1. október næstkomandi. Meira »

Meðalverðið 110 milljónir

05:30 Nýjar íbúðir á Hafnartorgi í Reykjavík kosta að meðaltali 110 milljónir. Það kann að vera hæsta meðalverð sem um getur í fjölbýli á Íslandi. Meira »

Niðurgreiða póstsendingar frá Kína

05:30 Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu vekur athygli á því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag, að samkvæmt alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að beri póstþjónustufyrirtækjum í þróuðum ríkjum að greiða á bilinu 70-80% af kostnaði við póstsendingar frá þróunarríkjum. Meira »