Landvernd stefnir Landsneti

Kröfluvirkjun.
Kröfluvirkjun. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Landvernd hefur stefnt Landsneti vegna háspennulínu frá Kröfluvirkjun norður að Þeistareykjum. Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur fallist á flýtimeðferð vegna málsins. Framkvæmdir hafa ekki verið stöðvaðar. Þetta kemur fram á Rúv

Í apríl síðastliðinn komst úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna Kröflulínu 4 að þeirri niðurstöðu að Landsnet hefði gilt framkvæmdaleyfi sveitarfélaganna fyrir lagningu háspennulína frá Þeistareykjavirkjun til Kröflu annars vegar og til iðnaðarsvæðisins á Bakka hins vegar.

Þetta sætti Landvernd sig ekki við og ákvað að stefna Landsneti. 

Í fréttinni á Rúv er haft eftir Guðmundi Inga Ásmundssyni, forstjóri Landsnets sem segir stefnuna mikil vonbrigði og bendir á að þetta sé býsna seint í ferlinum þegar byrjað er í framkvæmdum að þetta kemur upp.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert