Meintur nauðgari áfram í varðhaldi

Héraðsdómur Suðurlands.
Héraðsdómur Suðurlands. mbl.is/Sigmundur Sigurgeirsson

Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað að karl­maður sem er grunaður um að hafa nauðgað tveim­ur kon­um á hót­eli á Sel­fossi um miðjan febrúar sitji áfram í gæsluvarðhaldi.

Manninum hafði verið gert að sæta gæsluvarðhaldi til gærdagsins en núna hefur það verið framlengt um fjórar vikur. 

Dóminum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. 

Maðurinn er einnig grunaður um kyn­ferðis­lega áreitni gagn­vart þriðju kon­unni. Lög­regla seg­ir sterk­an grun um að maður­inn hafi gerst sek­ur um öll brot­in þrjú.

Maður­inn, sem er spænsk­ur, var hneppt­ur í varðhald í kjöl­far hand­töku sinn­ar á vett­vangi mánu­dag­inn 13. fe­brú­ar. Hann hef­ur setið í gæslu­v­arðhaldi all­ar göt­ur síðan. 

Dóminum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar.
Dóminum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert