Hvar er reiknilíkanið?

Fjölbrautaskóli Suðurlands stendur nánast einn undir því að samanlögð eiginfjárstaða ...
Fjölbrautaskóli Suðurlands stendur nánast einn undir því að samanlögð eiginfjárstaða framhaldsskólanna er jákvæð. Mikið ójafnræði er því milli einstakra skóla og hvetur Ríkisendurskoðun ráðuneytið til að bæta úr því. mbl.is/Sigurður Jónsson

Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að ítreka ekki þrjár ábendingar sem beint var til mennta- og menningarmálaráðuneytis árið 2014 vegna rekstrarstöðu og reiknilíkans framhaldsskóla. Stofnunin mun þó fylgjast með þróun mála og taka málið upp að nýju verði þess þörf. Ráðuneytið er hvatt til að ljúka vinnu við endurskoðun reiknilíkansins, nýta það til að jafna stöðu framhaldsskóla og tryggja þeim fjármögnun samkvæmt raunhæfum áætlunum og raunverulegum launakostnaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun.

Einn skóli skarar fram úr

„Í lok árs 2016 var heildarrekstrarstaða framhaldsskólanna jákvæð auk þess sem gert er ráð fyrir 650 m.kr. árlegri hækkun á framlagi til framhaldsskóla í fjármálaáætlun 2017-21. Til samanburðar hafði samanlögð rekstrarafkoma framhaldsskóla verið neikvæð um 109 m.kr árið  2013 vegna samdráttar í fjárveitingum og var mennta- og menningarmálaráðuneyti hvatt til að bregðast við þeim vanda. Þess ber reyndar að geta að blikur gætu verið á lofti fyrir fjárhag framhaldsskólanna, þar sem áætlað er, samkvæmt ósamþykktri fjármálaáætlun 2018-22, að lækka framlög um 630 m.kr. vegna styttingar námstíma. Þá voru 11 af 27 framhaldsskólum reknir með halla í lok árs 2016 en einn skóli hafði áberandi jákvæða rekstrarafkomu og stóð nánast einn undir samanlagðri jákvæðri rekstrarafkomu framhaldsskóla. Mikið ójafnræði er því milli einstakra skóla og er ráðuneytið hvatt til að bæta úr því,“ segir í tilkynningu Ríkisendurskoðunar.

Fjölbrautaskóli Suðurlands var með jákvæðan höfuðstól sem nam 73 m.kr. og 84 m.kr. rekstrarafgang í lok árs 2016. Þannig stendur hann nánast einn undir því að samanlögð eiginfjárstaða framhaldsskólanna er jákvæð. Mikið ójafnræði er því milli einstakra skóla og hvetur Ríkisendurskoðun ráðuneytið til að bæta úr því.

Stærsti hluti hallans er vegna vanáætlaðs launakostnaðar

Ráðuneytið stefnir að því að taka upp nýtt reiknilíkan við fjárlagavinnu fyrir árið 2018 og á samsetning líkansins að leiða til réttlátrar skiptingar fjármagns milli framhaldsskóla. Þá hefur launastika líkansins verið hækkuð um 55,5% frá 2014-16, en nær samt ekki meðalárslaunum kennara, eins og kveðið er á um í reglugerð nr. 335/1999 um reiknilíkan. Ríkisendurskoðun bendir á að stærstan hluta rekstarhalla framhaldsskóla megi rekja til vanáætlaðs launakostnaðar.

Hér er hægt að lesa skýrsluna í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fasteignaviðskipti 20% minni en í fyrra

09:16 Í febrúar voru viðskipti með fasteignir á höfuðborgarsvæðinu töluvert minni bæði með fjölbýli og sérbýli en næstu mánuði þar á undan. Hluta af því má væntanlega skýra með því hve stuttur febrúarmánuður er, en engu að síður var fjöldi viðskipta nú í febrúar rúmlega 20% minni en var í febrúar í fyrra. Meira »

Hvetja foreldra að taka upplýsta ákvörðun

09:00 Í tilefni alþjóðadags Downs-heilkennis í dag 21. mars er fólk hvatt til að klæðast mislitum sokkum til að auka vitund og minnka aðgreiningu. Í fyrra tóku fjölmargir þátt og birtu myndir af sér á samfélagsmiðlum eins og íslenska karlalandsliðið í fótbolta og forseti Íslands svo dæmi séu tekin. Meira »

Geta tekið út hálfan ellilífeyri 65 ára

07:57 Sveigjanleiki hefur verið aukinn á töku ellilífeyris og verður 65 ára og eldri gert kleift á þessu ári að taka út hálfan ellilífeyri hjá Tryggingastofnun ríkisins á móti hálfum lífeyri hjá lífeyrissjóði. Meira »

Nýtt framboð í Garðabæ

07:57 Björt framtíð, Samfylking, Píratar, Viðreisn, Vinstri græn og óháðir ætla að taka höndum saman í sameiginlegu framboði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Garðabæ í vor. Meira »

Handtekinn á fæðingardeildinni

07:51 Karlmaður í annarlegu ástandi var handtekinn á fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri í nótt. Maðurinn kom fyrst inn á biðstofu á slysadeild og gekk þar berserksgang áður en hann lagði leið sína inn á sjúkrahúsið og komst inn á fæðingardeildina. Meira »

„Leiðindaveður“ í kortunum

07:03 Í dag og á morgun verður víða vætusamt og milt veður á landinu samfara suðlægum áttum. Þá mun norðaustanáttin ná inná vestanverðan Vestfjarðakjálkann með slyddu eða snjókomu annað kvöld Meira »

Lögðu hald á skotvopn

06:39 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á skotvopn og ætluð fíkniefni í húsleit í íbúð í Grafarvogi í gærkvöldi. Í dagbók lögreglunnar koma ekki fram frekari upplýsingar um málið. Meira »

Ók utan í lögreglubíl á flótta

06:43 Um klukkan þrjú í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að verið væri að reyna að brjótast inn í fyrirtæki á Stórhöfða. Er lögreglan kom á vettvang voru meintir þjófar í bifreið sem ekið var um Stórhöfða. Ökumanninum var gefið merki um að stöðva bílinn en þá var honum ekið áfram og utan í lögreglubíl sem á móti kom. Meira »

Metsala á lúxusíbúðum

05:30 Líklegt er að nýtt sölumet hafi verið sett á íslenskum fasteignamarkaði í Bríetartúni 9-11. Íbúðirnar fóru í sölu í síðustu viku og er nú tæplega helmingur seldur. Meira »

Umdeild próf ekki birt að sinni

05:30 „Við munum hlíta þessum úrskurði og gerum prófin opinber. Við munum birta sjálf prófin á heimasíðunni okkar. Svo erum við að skoða tæknilega útfærslu á því að birta niðurstöður nemenda eins og þær koma út úr prófakerfinu okkar.“ Meira »

Íslendingar leita sannleikans í DNA

05:30 Íslendingar eru góðir kúnnar danska fyrirtækisins DNAtest.dk, en um fimm Íslendingar eru vikulega í viðskiptum við fyrirtækið. Meira »

Fasteignagjöld hækkuðu um 35%

05:30 Dæmi eru um að fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði í Reykjavík hafi hækkað um 35% á árunum 2016 til 2018.  Meira »

Tekjulágir fái persónuafslátt

05:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að endurskoðun tekjuskattskerfisins sé nú að hefjast hjá hópi sérfræðinga, samanber yfirlýsingu um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þágu félagslegs stöðugleika í tilefni af mati á kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Meira »

Áskorun um að beita hlutarfjáreign

05:30 Stjórn Afls – starfsgreinafélags sendi frá sér ályktun í kjölfar stjórnarfundar seinni partinn í gær. .  Meira »

„Höfuðborgin heitir Reykjavík“

05:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, upplýsti í skriflegu svari á Alþingi í gær að opinbert nafn sveitarfélagsins þar sem höfuðborg Íslands er staðsett væri Reykjavíkurborg. Meira »

Kynna loftslagsáætlun síðar í ár

05:30 „Stjórnvöld munu að sjálfsögðu sinna ákallinu í loftslagsmálum. Það sést best á stjórnarsáttmálanum sem vitnar um mikinn metnað í þeim málum,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Meira »

Andlát: Guðmundur Sighvatsson

05:30 Guðmundur Rúnar Sighvatsson, fyrrverandi skólastjóri Austurbæjarskóla í Reykjavík, lést sl. mánudag á Landspítala, 66 ára að aldri. Meira »

Danskir læknar styðja umskurðarfrumvarp

Í gær, 23:16 Yfir eitt þúsund danskir læknar hafa sent nefndarsviði Alþingis bréf með undirskriftum þar sem umskurðarfrumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, fær stuðning. Meira »