8% nemenda féllu utan viðmiða

Skólar vinna eftir hæfniviðmiðum aðalnámskrár en lítill hluti af þeim ...
Skólar vinna eftir hæfniviðmiðum aðalnámskrár en lítill hluti af þeim kemur fyrir í prófunum, segir Rósa. mbl.is/Golli

Fyrstu niðurstöður úr samræmdum könnunarprófum í 9. og 10. bekk árið 2017 voru birtar í gær og kom í ljós að yfir 8% nemenda í 9.bekk fengu hæfnieinkunnina D í íslensku, ensku og stærðfræði.

Að sögn Sigurgríms Skúlasonar, próffræðings hjá Menntamálastofnun, endurspeglar hæfnieinkunnin D afar litla færni nemenda. Hæfnieinkunnirnar frá A-C eru skilgreindar með ákveðnum viðmiðum hjá menntamálastofnun en hæfnieinkunnin D fellur utan viðmiða.

„Það að fá D þýðir að nemandinn nær ekki þeim viðmiðum sem aðalnámskráin setur,“ segir Rósa Ingvarsdóttir, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, en hún situr einnig í samráðshóp Menntamálastofnunar um rafræn próf.

Fjölbreyttara skólasamfélag

Rósa telur líklegt að rekja megi skýringar á þessu til fjölbreyttara skólasamfélags en áður en hún segir tölurnar og fjölgun nemenda með of litla kunnáttu of háa.

„Að það séu tveir í hverjum bekk sem fá þessa einkunn og að þessi hópur fari stækkandi getur verið vegna þess að við erum komin með fjölbreytt skólasamfélag og erum enn að ná utan um það,“ segir Rósa en hún kennir einnig nemendum í 9. og 10. bekk.

Hún segir fjölda barna sem eru af erlendu bergi brotin augljóslega ekki hafa sömu íslensku kunnáttu og börn sem hafa alist hér upp hér á landi.

„Börnum sem eru af erlendu bergi brotin hefur fjölgað og hér er skóli án aðgreiningar, það gæti valdið því að margir ná ekki þessum viðmiðum. Það er ætlast til þess að allir nemendur fari í samræmd próf.“

Rósa bætir jafnframt við að þrátt fyrir að hópur barna fái undanþágur frá því að taka prófin sökum námsörðugleika, greiningar eða stuttrar búsetu hérlendis er stór hópur á jaðrinum sem tekur samt sem áður prófin. „Sumt á sér eðlilegar skýringar. Þeir sem eru með mestu greindarskerðinguna eða greiningar falla í undanþáguhópinn en svo er auðvitað hópurinn sem er á mörkunum. Það er allur gangur á því en foreldrar þurfa að sækja um undanþágu.“

Óróleiki meðal foreldra

Rósa segir að það þurfi að skilgreina samræmdu prófin betur en framvegis munu einungis nemendur í 9. bekk þreyta prófin. Samkvæmt nýlegri viðbót við reglugerð um innritun nemenda í framhaldsskóla geta framhaldsskólar nú sótt að eigin frumkvæði niðurstöður hvers nemanda.

„Það er mikill munur á því hvort þetta eigi að vera fyrir grunnskólann og nemendur til þess að taka stöðuna og bæta sig eða hvort þetta er aðgöngumiði í framhaldsskóla. Eftir að nemendur taka prófið í 9. bekk er liðið á annað ár þegar þeir sækja um framhaldsskóla,“ segir Rósa en hún vill opna á samtal milli kennarastéttarinnar og Menntamálastofnunar um samræmdu prófin og skilgreina hlutverk þeirra betur. „ Það er óróleiki í skólakerfinu, hjá nemendum og foreldrum, um hvað þessi próf þýða og hver tilgangurinn er. Það þarf að skýra það betur.“

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ný Hótel Örk opnuð í maí

07:37 Áformað er að taka nýja álmu á Hótel Örk í notkun 15. maí næstkomandi. Með henni tvöfaldast fjöldi herbergja á hótelinu. Verkið hefur unnist hratt en framkvæmdir hófust á síðari hluta árs í fyrra. Meira »

Tugum dýra bjargað - metfjöldi útkalla

07:18 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu ásamt björgunarsveit björguðu tugum dýra í Fjárborgum við Suðurlandsveg í nótt en flætt hafði inn í hesthús og fjárhús. Alls sinnti slökkviliðið um 100 útköllum frá því um miðjan dag í gær, sem er met. Meira »

Andlát: Jóhannes Sigmundsson í Syðra-Langholti

05:30 Jóhannes Sigmundsson, fyrrverandi bóndi og kennari í Syðra-Langholti 3 í Hrunamannahreppi, er látinn, 86 ára að aldri.  Meira »

Gefur kost á sér sem varaformaður

05:30 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur ákveðið að gefa kost á sér sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Meira »

Bíður eftir svörum

05:30 Umboðsmaður borgarbúa þarf að jafnaði að bíða í 80 daga eftir svörum frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.  Meira »

Nokkrar kannabisræktanir stöðvaðar

05:30 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði nokkrar kannabisræktanir í umdæminu.   Meira »

Vel veiðist af kolmunna við Írland

05:30 Uppsjávarskipin Guðrún Þorkelsdóttir SU og Beitir NK fengu góðan kolmunnaafla suðvestan við Írland í vikunni.  Meira »

Ekki vanhæf til að meta starfsfélaga

05:30 Guðlaug Kristjánsdóttir, sjúkraþjálfari og stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, var einn þriggja nefndarmanna sem mátu hæfi umsækjenda um stöðu landlæknis. Meira »

Genis í stórsókn

05:30 Hilmar Janusson forstjóri líftæknifyrirtækisins Genis á Siglufirði, sem er í eigu Róberts Guðfinnssonar athafnamanns, segir fyrirtækið undirbúi nú næstu stóru skrefin á markaði. Meira »

Þrýsta á byggingu nýrra hverfa

05:30 Tafir á „losun byggingarlands“ í Vatnsmýri hafa aukið þrýsting á flutning landfrekrar og grófrar iðnaðarstarfsemi úr Ártúnshöfða. Meira »

53 þúsund laxar drápust

05:30 Liðlega 53 þúsund laxar drápust í sjókví Arnarlax í Tálknafirði eftir skemmdir sem urðu á kvínni í óveðri í byrjun vikunnar. Það er svipað magn af laxi og stangveiðimenn veiddu í öllum ám landsins árið 2016. Meira »

„Staðan er hræðileg“

00:19 „Staðan er hræðileg. Við erum með allt úti, allar okkar dælur, allan okkar mannskap og við eru slá met í útkallafjölda. Það er allt á floti í bænum.“ Svo mörg eru orð fulltrúa slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir miðnætti í kvöld. Meira »

mbl.is tilnefndur

00:01 Morg­un­blaðið og mbl.is eru til­nefnd til blaðamanna­verðlauna fyr­ir árið 2017 en dóm­nefnd á veg­um Blaðamanna­fé­lags Íslands hef­ur birt til­nefn­ing­ar sín­ar til verðlaun­anna sem verða afhent í Hörpu laugardaginn 3. mars. Meira »

Skoða mál stúlku sem skilin var eftir

Í gær, 21:46 Strætó skoðar nú mál þar sem stúlka sem á við þroskahömlun að stríða var skilin ein eftir á röngum áfangastað. Ljóst er að pöntunin sem móðir stúlkunnar sendi inn var hárrétt en rangt skráð inn í kerfið af starfsmanni Strætó. Meira »

„Of margir stormar á þessu ári“

Í gær, 21:36 „Það hafa verið of margir stormar á þessu ári, þannig að það hljóta að hafa losnað skrúfur því neðri hlutinn losnaði,“ segir Klaus Ortlieb, einn eigenda Hlemmur Square, um skiltið sem hangir á bláþræði á húsinu. Hann óttaðist um öryggi vegfarenda og hafði því samband við lögreglu og björgunarsveit. Meira »

Flóð við N1 - myndband

Í gær, 22:38 Vatn flæðir upp á miðjar bensíndælur við N1 í Skógarseli. Vinnuvélar eru á svæðinu og verið er að reyna að fjarlægja ís frá niðurföllum. Meira »

Geimfaraþjálfun á Húsavík

Í gær, 21:44 Samstarfssamningur var í morgun undirritaður milli fulltrúa Könnunarsafnsins á Húsavík, ICEXtech á Húsavík og hins finnska fyrirtækis Space Nation um undirbúning geimfaraþjálfunar á Íslandi fyrir nema á vegum Space Nation. Meira »

Stórt skilti hangir á bláþræði

Í gær, 21:01 Lögreglan og björgunarsveit voru kölluð að hótelinu Hlemmur Square fyrr í kvöld vegna þess að stórt skilti hangir á bláþræði framan á húsinu í óveðrinu sem núna gengur yfir höfuðborgarsvæðið. Meira »
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
www.apartment-eyjasol.is - Reykjavik-
1 and 2 bedroom apartments in Reykjavik. Beds for 4-6 pers. Be welcome eyjasol@...
faglærðir málarar
Faglærðir málarar Tökum að okkur öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna...
 
Aðalfundur ramma hf. aðalfundur ra
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Ramma hf. ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Formannskjör
Fundir - mannfagnaðir
Formannskjör í Sjúkraliðafélagi Ísla...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...