Selja hlutabréf í VÍS

Fyrrverandi stjórnarformaður VÍS sagði sig úr stjórn í lok mars.
Fyrrverandi stjórnarformaður VÍS sagði sig úr stjórn í lok mars. mbl.is/Styrmir Kári

Þrír stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa ákveðið að minnka verulega stöðu sína í tryggingafélaginu VÍS í kjölfar þess að Herdís D. Fjeldsted, fyrrverandi stjórnarformaður félagsins, sagði sig úr stjórn þess.

Áreiðanlegar heimildir Morgunblaðsins herma að stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna, sem er stærsti eigandi félagsins, hafi ákveðið að selja umtalsverðan hlut í félaginu.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins hefur nú þegar selt hlut fyrir um 150 milljónir króna og þá hefur Gildi lífeyrissjóður losað um 4,4% í félaginu á síðustu vikum, en sjóðurinn átti ríflega 7% í félaginu áður en upp úr sauð. Nánar er fjallað um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »