Fagnar fleiri lokunum

Veginum við Vík var lokað á miðvikudag en núna er …
Veginum við Vík var lokað á miðvikudag en núna er ekki hægt að keyra frá Jökulsárlóni að Gígjukvísl. mbl.is/Jónas Erlendsson

Morguninn hefur verið tíðindalítill hjá björgunarsveitum landsins þrátt fyrir vonskuveður á Suðaustur- og Austurlandi. Hringvegurinn er lokaður á milli Gígju­kvísl­ar og Jök­uls­ár­lóns en stormviðvörun gildir fyrir þetta landsvæði.

Þorsteinn Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að þar sé fólk við öllu búið. „Sem betur fer hefur allt gengið vel og það skiptir afskaplega miklu máli að fá þessar viðvaranir svona tímanlega, eins og verið hefur að undanförnu,“ segir Þorsteinn en þetta er í annað skipti í vikunni sem hluta af hringveginum á suðurhluta landsins er lokað vegna veðurs.

Tilkynningar um lokun deginum áður auðveldar fólki bæði að skipuleggja sig og taka ákvörðun um að vera ekkert á ferðalagi að óþörfu,“ bætir Þorsteinn við.

„Einu sinni var aldrei lokað. Síðan hafa áherslur breyst og við fögnum því vegna þess að þetta dregur verulega úr bæði slysum og eignatjóni og óþarfa útköllum björgunarsveita.“

Veðurvefur mbl.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert