Láta hart mæta hörðu

Núverandi stjórnarformaður VÍS vildi að stjórn kæmi meira að fjárfestingum …
Núverandi stjórnarformaður VÍS vildi að stjórn kæmi meira að fjárfestingum félagsins að sögn fyrrverandi stjórnarformanns mbl.is/Kristinn Magnússon

Herdís D. Fjeldsted, fyrrverandi stjórnarformaður VÍS, segir í samtali í Morgunblaðinu í dag, að ein meginástæða þess að hún hafi sagt sig úr stjórn félagsins hafi verið það sjónarmið Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, núverandi stjórnarformanns félagsins, að stjórn ætti í ríkari mæli að koma að fjárfestingarákvörðunum á vettvangi þess.

„Þær hugmyndir fólu sömuleiðis í sér að forstjóri félagsins myndi einvörðungu koma að vátryggingastarfsemi þess,“ segir Herdís.

Svanhildur Nanna segir fullyrðingar Herdísar úr lausu lofti gripnar. Hún viðurkennir hins vegar að ágreiningur hafi verið uppi um hæfi hennar til að fjalla um eignarhlut VÍS í Kviku banka en félag sem er í hennar eigu á 2,4% hlut í VÍS og 8% hlut í Kviku. Hún fullyrðir hins vegar í Morgunblaðinu í dag, að ágreiningur um þau mál hafi verið leystur farsællega.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »