Lítil trú á því að nefndin nái samstöðu um breytingar

Þingmenn segja enga byltingu á stjórnkerfinu í boði.
Þingmenn segja enga byltingu á stjórnkerfinu í boði. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Skipun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, fyrr í mánuðinum í nefnd sem ætlað er að móta tillögur í frumvarpsformi eigi síðar en 1. desember nk. um það hvernig tryggja megi sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni virðist leggjast misjafnlega vel í þingmenn Sjálfstæðisflokksins, án þess þó að hafa valdið verulegum áhyggjum innan þingflokksins.

Sjávarútvegsráðherra, sem er þingmaður Viðreisnar, skipaði flokksbróður sinn, Þorstein Pálsson, fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins, til formennsku í nefndinni. Aðrir nefndarmenn eru Hanna Katrín Friðriksson fyrir Viðreisn, Logi Einarsson fyrir Samfylkingu, Mörður Ingólfsson fyrir Pírata, Páll Pálsson fyrir Framsóknarflokk, Svandís Svavarsdóttir fyrir VG, Teitur Björn Einarsson fyrir Sjálfstæðisflokk og Theodóra S. Þorsteinsdóttir fyrir Bjarta framtíð.

Ákveðnir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem rætt hefur verið við eru þeirrar skoðunar að óeðlilegt sé að Viðreisn, sem fékk sjö menn kjörna á þing, sé með tvo nefndarmenn, en Sjálfstæðisflokkurinn, sem fékk 21 mann kjörinn, sé með einn nefndarmann. Þarna sé ekki rétt hlutfall, þegar tekið er mið af niðurstöðum kosninganna í haust.

Aðrir þingmenn flokksins gera sér ekki mikla rellu út af þessu hlutfalli og segja sem svo: Þetta er nú ekki í fyrsta skipti sem svona lagað er reynt og þeir spá því að ekki komi neitt út úr starfi nefndarinnar sem byggjandi verði á,að því er fram kemur í fréttaskýringu um nefndarskipanina í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert