Bíleigendur orðnir „brjálaðir“

Athafnasvæði Eimskips er orðið smekkfullt af bílum. Verulegar tafir hafa …
Athafnasvæði Eimskips er orðið smekkfullt af bílum. Verulegar tafir hafa orðið á skráningu vegna skorts á mannafla hjá Samgöngustofu. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta þýðir bara aukinn kostnað fyrir innflytjendur bílanna og viðskiptavinir bílaumboðanna hafa eðlilega ekki mikinn skilning á þessum töfum. Allir í þessum bransa eru eiginlega orðnir brjálaðir út af þessu. Á meðan Umferðarstofa var með skráningarnar var þetta í mjög góðu horfi en eftir að Samgöngustofa varð til hefur þetta ekkert gengið.“

Þetta segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, í Morgunblaðinu í dag en Samgöngustofa hefur ekki haft undan við að forskrá öll þau ökutæki sem flutt eru inn til landsins. Eru dæmi um allt að mánaðarbið eftir skráningu ökutækja. Innflutningur hefur aukist um tugi prósenta á síðustu árum.

Samgöngustofa ber við fjárskorti, ekki hafi verið til fjárheimildir til að bæta við mannafla hjá stofnuninni. Hafa Bílgreinsambandið og Samgöngustofa rætt þennan vanda við Jón Gunnarsson samgönguráðherra, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert