Ekki leyfi fyrir lokun brautar

Neyðarbrautin og lokun hennar er stórt álitaefni margra
Neyðarbrautin og lokun hennar er stórt álitaefni margra mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Formlegt leyfi fyrir lokun svonefndrar neyðarbrautar á Reykjavíkurflugvelli hefur ekki verið gefið út af Samgöngustofu, enda hefur áhættumat viðvíkjandi lokuninni ekki verið gert.

Þetta kemur efnislega fram í svari stofnunarinnar til öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna, sem á fyrri stigum hafði óskað eftir því hvort áhætta vegna lokunarinnar hefði verið metin.

Samgöngustofa svaraði öryggisnefnd FÍA síðastliðinn fimmtudag, 11. maí, þar sem fram kom að stofnunin hefði bent á að Isavia þyrfti formlegt samþykki hennar fyrir þeirri breytingu að loka flugbrautinni. Samgöngustofa fór því fram á að svonefnt Notam-skeyti um lokun flugbrautarinnar yrði afturkallað og nýtt gefið út þar sem brautin er lokuð tímabundið. Slíkt verður væntanlega í gildi þar til samþykki Samgöngustofu liggur fyrir, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert