Fær ekki bætur fyrir að senda sms á 80 km hraða

Dómstóllinn taldi sök konunnar vera mikla og að framferði hennar ...
Dómstóllinn taldi sök konunnar vera mikla og að framferði hennar hefði orsakað tjónið sem hún varð fyrir. AFP

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær tryggingafélagið VÍS af bótakröfu konu, sem krafðist þess að fá slysabætur greiddar vegna umferðarslyss sem hún lenti í árið 2014.

Konan var á leið eftir Reykjanesbraut til fundar við vinkonur sínar að kvöldi til 4. október 2014. Þegar hún var í nágrenni Hafnafjarðar fór bíll hennar yfir á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að hann lenti framan á öðrum bíl.

Konan varð fyrir meiðslum við slysið og var flutt með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítala.

Lögregla mætti á vettvang slyssins og tók niður framburði ökumannanna. Greindi konan þá frá því að hún hefði ekið bifreið sinni á um 80 km hraða. Hún hefði verið á leið að hitta vinkonur sínar og verið að senda smáskilaboð úr farsíma sínum og hefði af þeim ástæðum ekki fylgst nógu vel með veginum. Ökumaður hins bílsins sagðist hafa séð bíl konunnar fara yfir á rangan vegarhelming. Hann hefði þá hægt á sér og ekið eins langt út í kant og hann hefði komist. Hefði hann verið á 60 km hraða þegar bílnum var ekið á hann.

Konan var með tryggingar sínar hjá VÍS þegar slysið átti sér stað, en tryggingafélagið hafnaði bótakröfu hennar á grundvelli þess að hún hefði verið að senda sms-skilaboð undir stýri. Hefði hún sýnt af sér stórkostlegt gáleysi sem leiddi til þess að bótaskylda væri ekki fyrir hendi. Konan skaut málinu til úrskurðarnefndar í vátryggingarmála í febrúar 2015 og komst nefndin að þeirri niðurstöðu, að konan ætti rétt á bótum úr slysatryggingu ökumanns og eiganda bifreiðarinnar sem næmu 1/3 af tjóni hennar.

Taldi nefndin þó einnig að hún hefði sýnt af sér stórkostlegt gáleysi.

VÍS hafnaði niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar og fór með málið fyrir dómstól, en dómkvaddir matsmenn mátu árið 2016 varanlega örorku konunnar  8%. Stefndi konan þá tryggingafélaginu sem ákvað í kjölfar matsgerðarinnar að greiða konunni 1/3 bóta í samræmi við niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar. Konan höfðaði þá mál gegn VÍS og krafðist fullra bóta.

Í úrskurði dómstólsins þar sem VÍS er sýknað af kröfu konunnar um fullar skaðabætur segir að sök hennar hafi verið mikil þegar hún ákvað að senda smáskilaboð úr farsíma sínum á 80 km hraða og óumdeilt sé að framferði hennar hafi orsakaði tjónið.

mbl.is

Innlent »

Aðgerðir standa enn yfir á Fimmvörðuhálsi

23:05 Björgunaraðgerðir vegna manns sem situr fastur á syllu í Goðahrauni á Fimmvörðuhálsi standa enn yfir, en aðgerðirnar eru tæknilega erfiðar að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Meira »

„Þetta skal aldrei verða“

22:42 „Ég vil sem minnst gefa upp, en þetta skal aldrei verða,“ segir Hrafn Jökulsson umhverfissinni um fyrirhugaða Hvalárvirkjun. Framkvæmdir vegna virkjunarinnar hófust í dag á Ófeigsfjarðarvegi og segir Hrafn von á aðgerðum í vikunni. Meira »

Taka þurfti blóðsýni með valdi

22:30 Ökumaður var handtekinn í Kópavogi á fimmta tímanum í dag vegna ölvunar- og fíkniefnaaksturs. Hann var mjög ölvaður og reyndist einnig vera sviptur ökuréttindum ævilangt. Meira »

Þokuský eins og jökulbreiða

21:45 Berja mátti augum nokkuð sérkennilegt skýjafar yfir austanverðum Skaga við Skagafjörð í dag og tók Einar Gíslason á Sauðárkróki myndir af því þar sem hann var staddur á Höfðaströnd hinum megin við fjörðinn. Meira »

Togarinn „hættulegur staður“

20:55 „Ætli þeir hafi ekki bara verið að for­vitn­ast eins og krakka er oft siður. Ef þú ert á svæði sem er óstöðugt og get­ur valdið skaða þá ertu alltaf í hættu,“ segir hafnarstjóri í Reykjaneshöfn um fjóra táninga sem voru um borð þegar togarinn Orlik byrjaði að sökkva í Njarðvíkurhöfn í nótt. Meira »

Aðgerðinni ítrekað frestað

20:20 Reynir Guðmundsson, sem liggur á hjarta- og lungnadeild Landspítalans, hefur sent opið bréf til stjórnmálamanna, þar á meðal heilbrigðisráðherra. Þar óskar hann eftir því að farið verði yfir stöðuna sem er uppi á gjörgæsludeild. Meira »

Ölvaður starfsmaður fékk bretti í höfuð

20:00 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um vinnuslys í Árbænum á öðrum tímanum í dag. Þar hafði vörubretti fallið á höfuð starfsmanns og blæddi mikið úr höfðinu. Meira »

Situr fastur á Fimmvörðuhálsi

19:45 Fimm hópar björgunarsveitarfólks eru nú á leið upp á Fimmvörðuháls til að aðstoða göngumann í sjálfheldu í Goðahrauni. Félagi mannsins tilkynnti um atvikið klukkan 18, en maðurinn hafði verið að klifra þegar hann rann niður á syllu og festi fótinn á milli steina. Meira »

Ekið á 16 ára dreng

19:38 Ekið var á sextán ára gamlan dreng sem var að hjóla yfir gangbraut í Garðabæ á tólfta tímanum í morgun. Drengnum varð ekki meint af en hjól hans skemmdist við áreksturinn. Meira »

ESB vill banna gúmmíkurl

19:25 Evrópusambandið er með til skoðunar að banna gúmmí á gerivgrasvöllum til íþróttaiðkunar frá og með árinu 2022. Heilu tonnin af örplasti af fótboltavöllum hverfa á ári hverju og enda í sjónum og jarðvegi. Meira »

Siðanefnd skilar áliti um Klaustursmál

18:25 Siðanefnd Alþingis hefur lokið áliti sínu um Klausturmálið og sent forsætisnefnd. Fá þeir sex þingmenn sem málið varðar frest út vikuna til að bregðast við álitinu og mun forsætisnefnd líklega ljúka málinu í næstu viku. Meira »

Eldur í bifreið í Reykjanesbæ

18:02 Eldur kom upp í mælaborði bifreiðar á Þjóðbraut í Reykjanesbæ skömmu fyrir klukkan 17 í dag og var slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kallað á staðinn. Meira »

Icelandair deili bótum með farþegum

17:50 Neytendasamtökin fara fram á að farþegar Icelandair, sem neyðst hafa til að fljúga með staðgengdarflugvélum félagsins, fái hlutdeild í væntanlegum bótum sem Boeing greiðir félaginu vegna kyrrsetningar á 737 MAX-vélunum. Meira »

„Nú þarf ekki lengur Stasi“

17:40 Brynjar Níelsson segir orðið hatursorðræða vera vinsælt á meðal þeirra sem „vilja losna við gagnrýni og andstæðar skoðanir“. Þetta segir Brynjar á Facebook-síðu sinni í dag, en þar kemur meðal annars fram að ekki þurfi lengur Stasi til að upplýsa um hatursglæpi, „netið og Bárur þessa lands sjá um það“. Meira »

Leiðinni breytt til að auka stemningu

17:15 Þeir sem hyggja á að hlaupa heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ágúst mega búast við því að stemningin í hlaupinu verði meiri en undanfarin ár. Meira »

„Eitt stærsta vandamálið innan flokksins“

16:47 „Hinn svokallaði flati strúktúr verður að byggjast á einhvers konar strúktúr,“ segir Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata. Hann segir strúktúrleysið eitt helsta vandamálið innan flokksins. Meira »

Brynjar Elefsen tekinn við sölusviði BL

16:45 Brynjar Elefsen Óskarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri sölusviðs BL ehf. við Sævarhöfða og tók hann við af Skúla Kristófer Skúlasyni sem lét af störfum í júní. Meira »

„Er mönnum alvara?“

15:19 Blaðamaður DV og höfundur langrar umfjöllunar um Gunnar Rúnar Sigurþórsson segir firringu fólgna í því að telja að þær upplýsingar sem fram hafi komið í umfjöllun hans eigi ekki erindi við almenning. Meira »

Hvaltönn fyrir lengra komna „lovera“

15:12 Skartgripasalar hafa lýst yfir áhuga á að smíða skartgripi úr tönnum og beinum grindhvalanna sem strönduðu í Löngufjörum á Snæfellsnesi. Meira »
Eldhússtólar
Til sölu 6 stk eldhússtólar,hvítir á stálfótum Vel útlítandi..Verð kr 2500 stk....
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Útsala!!! Kommóða ofl.
Til sölu kommóða 3 skúffú,ljós viðarlit..lítur mjög vel út.. Verð kr 2000. Einn...