Margar milljónir fyrir mjaðmarliði

Skurðaðgerð á Landspítala.
Skurðaðgerð á Landspítala. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Þeir sjúklingar sem velja að fara í aðgerðir erlendis frekar en hér heima ákveða sjálfir hvaða sjúkrastofnun þeir fara á með því skilyrði Sjúkratrygginga Íslands að um viðurkennda stofnun sé að ræða og meðferðin sem sótt er um sé meðferð sem almannatryggingar í því landi sem um ræðir greiði fyrir.

Þeir fimm einstaklingar sem fóru í liðskiptiaðgerðir í Svíþjóð í síðustu viku, samkvæmt biðtímaákvæðinu, fóru allir til einkareknu klíníkurinnar Capio Movement í Halmstad. Í samningi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) við sjúklingana kemur fram að greiðsluþátttakan sé samþykkt með þeim fyrirvara að meðferðin fari þar fram.

„Þetta tiltekna sjúkrahús er einkarekið en það er með samning við ríkið um slíkar meðferðir. Þar af leiðandi fellur það undir ákvæðið,“ segir Halla Björk Erlendsdóttir, deildarstjóri alþjóðadeildar Sjúkratrygginga Íslands, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

1,3 milljónir fyrir mjaðmarlið

Fimmmenningarnir sem fóru til Svíþjóðar óskuðu fyrst eftir samþykki Sjúkratrygginga Íslands fyrir greiðsluþátttöku í meðferð á Klíníkinni í Ármúla og höfðu Capio Movement til vara. Ekki er samningur til staðar milli ríkisins og Klíníkurinnar svo sjúklingarnir fóru til Svíþjóðar, en Hjálmar Þorsteinsson, bæklunarskurðlæknir hjá Klíníkinni, starfar líka hjá Capio Movement og gerði aðgerðirnar á einstaklingunum þar.

Mjaðmarliðsskipti kosta 1.158.462 kr. hjá Klíníkinni, samkvæmt verðskrá á heimasíðunni, þar segir ennfremur að Klíníkin fylgi verðskrá Landspítalans með 5% afslætti. Hjá Capio Movement kosta mjaðmarliðsskipti um 1,3 m.kr. m.v fimm legudaga en á Íslandi eru legudagar einn til tveir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert