Stefna á háskólasjúkrahús á Akureyri

Sjúkrahúsið á Akureyri.
Sjúkrahúsið á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Við stefnum að því að á næstu árum verði Sjúkrahúsið á Akureyri að háskólasjúkrahúsi,“ segir Sigurður Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri, en með nýjum samningi við Háskólann á Akureyri á að efla rannsóknir í heilbrigðisvísindum og bæta aðstöðu háskólanema við sjúkrahúsið.

„Samningurinn við Háskólann á Akureyri gerir starfsmönnum okkar kleift að bera akademískar nafnbætur og hvetur þá til frekari vísindastarfa.“

Sigurður segir að sjúkrahúsið sinni nú þegar kennslu bæði lækna- og hjúkrunarfræðinema og sinni vísindalegum rannsóknum. Með nýjum samningi sé hins vegar verið að leggja enn frekari áherslu á þessa þætti í þeirri viðleitni að sjúkrahúsið fái nafnbótina háskólasjúkrahús.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert