Augljós fingraför stjórnvalda

Ólafur Ólafsson á fundinum.
Ólafur Ólafsson á fundinum. mbl.is/Golli

Jón Steindór Valdimarsson, varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, spurði Ólaf Ólafsson hvort hann hafi annað hvort verið þátttakandi eða fórnarlamb pólitískrar spillingar. Hann svaraði því neitandi en fundinum er nýlokið. 

Þá var Ólafur spurður hvort hann teldi að pólitísk afskipti hafi eitthvað haft um það að segja að S-hópurinn keypti Búnaðarbankann. Ólafur sagði að það yrði að spyrja þáverandi stjórnvöld að því.

Hann bætti svo við að það væru augljós fingraför stjórnvalda á einkavæðingarferli bankanna.

Þrátt fyrir að hiti hafi verið á fundinum lauk honum á léttu nótunum og nefndarmenn og Ólafur göntuðust sín á milli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert