Nefndarfundinum frestað um stund

Ólafur Ólafsson mætir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Ólafur Ólafsson mætir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. mbl.is/Golli

Fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur verið frestað um einhvern tíma á meðan verið er að finna nýjan sal fyrir fundinn. Í fyrstu stóð til að meina nokkrum fjölmiðlum aðgengi að fundinum, þar sem aðeins var gert ráð fyrir 11 í sæti en mun fleiri mættu.

Fréttamenn mbl.is og RÚV voru meðal þeirra sem fengu þau skilaboð að viðhafa ætti þá reglu að „fyrstir koma fyrstir fá“ en eftir hörð mótmæli var ákveðið að finna aðra aðstöðu til að koma öllum fyrir.

Ólafur Ólafsson er mættur í hús.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert