Andlát: Elín Friðriksdóttir

Elín Friðriksdóttir.
Elín Friðriksdóttir.

Elín Friðriksdóttir, húsfreyja og hússtjórnarkennari á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu, er látin á 94 aldursári.

Elín var fædd á Miklabæ í Blönduhlíð í Skagafirði, en ólst upp á Sunnuhvoli í sömu sveit og var elst þrettán barna Friðriks Kristjáns Hallgrímssonar og Unu H. Sigurðardóttur.

Elín var gagnfræðingur frá Héraðsskólanum á Laugum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu, tók svo húsmæðrakennarapróf frá Húsmæðrakennaraskóla Íslands árið 1948 og stundaði m.a. framhaldsnám í hússtjórnar- og hótelfræðum í Kaupmannahöfn.

Elín bjó og starfaði á Laugum, þar sem hún rak Sumarhótelið á Laugum ásamt manni sínum Óskari Ágústssyni íþróttakennara og kenndi við Húsmæðraskólann á Laugum. Óskar lést árið 2011 á 91. aldursári. Elín og Óskar bjuggu síðari búskaparár sín á Kvisthaga í Reykjavík, en fluttu svo í Sunnuhlíð í Kópavogi.

Börn þeirra eru Ágúst Óskarsson, Hermann Óskarsson, Knútur Óskarsson og Una María Óskarsdóttir. Afkomendur Elínar eru á fjórða tuginn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert