Áratugirnir hrannast upp hjá bænum

Hjónin Sverrir Marinósson og Margrét Hannesdóttir hafa bæði unnið hjá …
Hjónin Sverrir Marinósson og Margrét Hannesdóttir hafa bæði unnið hjá bænum í rúm 25 ár. Margrét í 32 ár og Sverrir í 25 ár.

Í Hafnarfirði var 45 einstaklingum veitt viðurkenning fyrir að hafa starfað hjá bænum í 25 ár eða meira eða samanlagt í 1.316 ár. Starfsaldursviðurkenningarnar til starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar voru veittar við hátíðlega athöfn í Hafnarborg í gær. 

Þær Erla Guðríður Jónsdóttir, stuðningsfulltrúi í Setbergsskóla, og Eygló Hauksdóttir, deildarstjóri fjárreiðu, hafa unnið lengst hjá bænum eða í 40 ár. Hjónin Sverrir Marinósson og Margrét Hannesdóttir hafa bæði unnið hjá bænum í rúm 25 ár. Margrét í 32 ár og Sverrir í 25 ár. 

Ekki er hægt að segja annað en að það gefi ágætlega í aðra hönd að starfa hjá bænum í þetta langan tíma. Auk kaffisamsætis í boði bæjarins fyrir þá sem hafa náð 25 ára starfsaldri eru veittar viðurkenningar auk blómvandar og gjafar í formi 50.000 króna gjafabréfs. 

Þetta er annað árið í röð sem Hafnarfjarðarbær veitir starfsfólki viðurkenningu þegar það hefur náð 15 ára og 25 ára starfsaldri.

Samanlagður starfsaldur 45 starfsmanna sem fengu viðurkenningu Hafnarfjarðarbæjar í gær …
Samanlagður starfsaldur 45 starfsmanna sem fengu viðurkenningu Hafnarfjarðarbæjar í gær er 1.316 ár. Hér má sjá hópinn sem unnið hefur í 25-40 ár hjá bænum.
Erla Guðríður Jónsdóttir, stuðningsfulltrúi í Setbergsskóla, og Eygló Hauksdóttir, deildarstjóri …
Erla Guðríður Jónsdóttir, stuðningsfulltrúi í Setbergsskóla, og Eygló Hauksdóttir, deildarstjóri fjárreiðu, hafa unnið lengst hjá bænum eða í 40 ár.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert