Lægir og léttir til sunnanlands

Ferðamenn við Tjörnina. Vind lægir smám saman í dag og …
Ferðamenn við Tjörnina. Vind lægir smám saman í dag og léttir til um landið sunnanvert. mbl.is/Golli

Vind lægir smám saman í dag og léttir til um landið sunnanvert. Fremur svalt verður fyrir norðan, en milt syðra og verður hiti á bilinu 1-13 stig. Slydda eða snjókoma verður til fjalla norðan til á landinu fram eftir morgni og biður lögreglan á Akureyri þá ökumenn sem verða á ferð á fjallvegum að hafa varann á sér.

Í nótt og á morgun léttir einnig til um norðanvert landið. Víða verður fínasta veður á morgun, en þó gæti þoka sums staðar verið til ama við ströndina að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings. Eins verða hitatölurnar á uppleið og er útlit fyrir 6-15 stiga hita á morgun.

Útlitið um helgina er einnig með vænsta móti eftir fremur kalda daga.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert