Þungir dómar yfir smyglurum staðfestir

Mennirnir eru dæmdir fyrir smygl.
Mennirnir eru dæmdir fyrir smygl. mbl.is/Júlíus

Hæstiréttur dæmdi í dag fjóra karlmenn í fimm til átta og hálfs árs fang­elsi fyr­ir stór­felld­an inn­flutn­ing á fíkni­efn­um til lands­ins. Voru þeir fundn­ir sek­ir um að flytja inn 19,5 kíló af am­feta­míni og 2,6 kíló af kókaíni frá Hollandi.

Frétt mbl.is: Þungir dómar í fíkniefnamáli

Hæstiréttur staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því í september. Menn­irn­ir sem um ræðir heita Jef­frey Felice Ang­elo Uy­lem­an (5 ára dóm­ur), Peter Schmitz (5 ára dóm­ur), Bald­ur Guðmunds­son (8 ára dóm­ur) og Davíð Berndsen Bjarka­son (8 ára og 6 mánaða dóm­ur).

Málið vakti nokkra athygli en fjölskylda Angelo hóf leit að honum á meðan hann var í einangrun hér á landi. Kom fram í héraði að Hol­lend­ing­arn­ir tveir hafi ein­vörðungu komið að inn­flutn­ingi efn­anna meðan Bald­ur og Davíð séu sak­felld­ir fyr­ir að hafa lagt á ráðin um inn­flutn­ing fíkni­efn­anna og fjár­magnað að hluta kaup á þeim og kostnað við inn­flutn­ing.

Ákærðu Baldur Guðmundsson, Jeffrey Felice Angelo Uyleman og Peter Schmitz greiði hver fyrir sitt leyti málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti 1.860.000 krónur til hvers verjanda. Ákærði Davíð Berndsen Bjarkason greiði málsvarnarlaun verjanda síns fyrir Hæstarétti 2.108.000 krónur svo og 4.083.878 krónur í matskostnað. Ákærðu greiði allir sameiginlega annan áfrýjunarkostnað, 277.424 krónur.

Dómur Hæstaréttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert