„ÁTVR heldur stöðu sinni“

Sérverslanir munu geta selt áfengi, líkt og ÁTVR, verði frumvarpið …
Sérverslanir munu geta selt áfengi, líkt og ÁTVR, verði frumvarpið samþykkt. mbl.is/Heiddi

„Breytingatillögurnar sem framsögumaður lagði fram voru ræddar og þær voru samþykktar af meirihluta,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, í samtali við mbl.is.

Miklar breytingar á áfengisfrumvarpinu voru ræddar á fundi allsherjar- og menntamálanefndar í dag. Þar er meðal ann­ars gengið út frá því að áfengi verði ein­ung­is selt í sér­versl­un­um og að rekstri Áfeng­is- og tób­aksversl­un­ar rík­is­ins (ÁTVR) verði haldið áfram.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er verið að leyfa einkaaðilum að selja vín í sérvöruverslunum. ÁTVR heldur stöðu sinni,“ segir Áslaug Arna. „Nú er þingsins að setja málið á dagskrá.“

Gert er ráð fyr­ir því að ald­urs­mörk þeirra sem selji áfengi verði hækkað upp í 20 ár og að af­greiðslu­tími verði stytt­ur frá fyrri frum­varps­drög­um þannig að áfeng­issala verði heim­il á tíma­bil­inu 11-22. Þá er lagt til að lög­in taki gildi 1. júlí 2018.

mbl.is