Engar ákvarðanir teknar um sameiningu

Engar ákvarðanir voru teknar um sameiningu Tækniskólans og FÁ á …
Engar ákvarðanir voru teknar um sameiningu Tækniskólans og FÁ á fundinum í morgun Ljósmynd/Af vef Tækniskólans

Engar ákvarðanir voru teknar á fundi í menntamálaráðuneytinu í morgun varðandi sameiningar framhaldsskóla, að sögn Ingu Hrefnu Sveinbjarnardóttur, aðstoðarmanns Kristjáns Þórs Júlíussonar menntamálaráðherra. Jón B. Stefánsson, skólameistari Tækniskólans, sagði í samtali við Rúv í morgun að sameining Tækniskólans og Fjölbrautaskólans í Ármúla yrði rædd á fundinum.

Það var ráðherra sem boðaði til fundarins en hann var mjög stuttur að sögn Ingu Hrefnu. Það var í raun eingöngu verið að taka stöðuna.

Eftir hádegi fer fram fundur í allsherjar- og menntamálnefnd þar sem staða framhaldskólanna er á dagskrá og munu gestir koma fyrir nefndina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert