Kona í sjálfheldu á Esjunni

Konan lenti í vandræðum á Esjunni.
Konan lenti í vandræðum á Esjunni. mbl.is/Sigurður Bogi

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út um eittleytið í dag vegna konu sem var í sjálfheldu á Esjunni.

Konan var á hefðbundinni gönguleið en var komin efst í Þverfellshornið í klettabelti og komst hvorki lönd né strönd, að því er kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg.

Svo vel vildi til að á gönguleiðinni var björgunarsveitarmaður og fór hann strax til aðstoðar ásamt félaga sínum.

Þeir komu konunni úr klettunum og eru þau nú á leið niður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert