Sumarveður í vændum víða

Gera má ráð yrir að fólk víða um landið muni …
Gera má ráð yrir að fólk víða um landið muni nýta sér góða veðrið sem spáð er yfir helgina. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það er mjög góð spá fyrir helgina, það er hæðasvæði að koma yfir okkur, hlýnandi veður í kortunum og stefnir í að hitinn fari í tveggja stafa tölu um land allt,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Spáð er góðu veðri um helgina og sól víðast hvar um land allt, þar sem hitinn gæti náð allt að 17 stigum þegar líða tekur á helgina. Búast má við hægum vindi og léttskýjuðu almennt yfir landið þó að möguleiki sé á smáþokulofti við ströndina austan til.

„Það stefnir í mjög gott veður, þessi skammvinna norðanátt sem hefur verið hérna er að líða undir lok,“ segir Einar Sveinbjörnsson, sjálfstætt starfandi veðurfræðingur. Hann segir að lægðin sem verið hefur hérna skammt suður af Hornafirði láti í minni pokann eða fjarlægist landið og við taki háþrýstisvæði. Til að byrja með mun það liggja ílangt yfir landinu en síðar meir einungis norður og vestur af landinu, þessu háþrýstisvæði fylgir hlýrra loft og hæglætisveður víðast hvar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert