Tjónið hleypur á milljónum

Mest virðist tjónið hafa verið á Kirkjubæjarklaustri.
Mest virðist tjónið hafa verið á Kirkjubæjarklaustri. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Sextán viðskiptavinir Rarik höfðu um miðjan dag í gær tilkynnt tjón á rafmagnstækjum vegna spennusveiflu að morgni miðvikudags þegar truflanir urðu á flutningskerfi Landsnets.

Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri Rarik, segir að mesta tjónið virðist hafa verið á Kirkjubæjarklaustri og í nágrenni en einnig séu að berast tilkynningar um tjón í kringum Egilsstaði, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Tryggvi segir að umfangið sé enn ekki orðið ljóst. Það taki tíma fyrir fólk að átta sig á tjóni sínu og síðan að setjast niður til að skrá það og senda tilkynningu. Hægt er að tilkynna tjón með því að fylla út eyðublað sem finna má á vef Rarik.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert