Bestu launin hér á landi

Læknar eru með 70% hærri laun á Íslandi en Norðurlöndunum.
Læknar eru með 70% hærri laun á Íslandi en Norðurlöndunum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Læknar og hjúkrunarfræðingar eru með hærri laun hér á landi en kollegar þeirra annars staðar á Norðurlöndum.

Samkvæmt greiningu Samtaka atvinnulífsins eru íslenskir hjúkrunarfræðingar með 25% hærri regluleg laun, sem eru án yfirvinnugreiðslna, en kollegar þeirra eru að meðaltali með á Norðurlöndum. Þá eru hjúkrunarfræðingar með 50% hærri regluleg heildarlaun, þ.e. yfirvinnugreiðslur meðtaldar, samanborið við regluleg laun kollega þeirra annars staðar á Norðurlöndum.

Læknar á Íslandi eru með 30% hærri regluleg laun og 70% hærri heildarlaun en regluleg laun kollega þeirra í hinum Norðurlandaríkjunum, að því er fram kemur í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert