Áfengisfrumvarpið „rifið“ út úr nefnd

Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Eggert

Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að áfengisfrumvarpið hafi verið „rifið“ út úr allsherjar- og menntamálanefnd eftir að flutningsmenn þess höfðu gefið því nánast falleinkunn miðað við hve breytingartillögur þeirra við málið voru viðamiklar.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu Eyglóar en hún er fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni.

„Ekki var orðið við óskum minnihlutans um að fá ráðrúm til að kynna sér tillögurnar, en þær bárust rétt fyrir fund. Hafnað var að fá gesti á nýjan leik í ljósi þess hversu viðamiklar breytingarnar voru,“ skrifar Eygló.

„Enginn tími né áhugi var á að bíða eftir umsögnum velferðar- og fjárlaganefndar um málið. Auk þess hefur nefndinni ekki borist skriflegt svar forsætisnefndar við beiðni um skýrslu frá Hagfræðistofnun um úttekt á þjóðhagslegum áhrifum breytinganna.“

Bendir hún í framhaldinu á kosningaáherslur Viðreisnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert