Vilja lágmarksútsvar í Reykjavík

Auka þarf framboð lóða í Reykjavík, segir Sjálfstæðisflokkurinn.
Auka þarf framboð lóða í Reykjavík, segir Sjálfstæðisflokkurinn. mbl.is/RAX

Sjálfstæðisflokkurinn vill að útsvar verði lækkað í áföngum og komið niður fyrir meðalútsvar á landsvísu á kjörtímabilinu.

Markmið til lengri tíma er að útsvarið fari í lögbundið lágmark, þ.e. úr 14,52% í 12,44%, segir í ályktun Reykjavíkurþings flokksins sem um er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

„Lækkun útsvars með þessum hætti þýðir milljarða kjarabót fyrir borgarbúa en til þess að það sé hægt verður að taka á rekstri borgarinnar og hætta óþarfa gæluverkefnum á borð við þrengingu gatna,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og bætir því við að Reykjavík eigi að vera fyrsti kostur fyrir alla þá sem vilja búa á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert