„Allt útpælt“ hjá Costco

Umræður um Costco vekja upp miklar tilfinningar hjá fólki.
Umræður um Costco vekja upp miklar tilfinningar hjá fólki. mbl.is/Ófeigur

„Þetta er allt útpælt og með vilja gert,“ segir Einar Benedikt Sigurðsson, framkvæmdastjóri framleiðslufyrirtækisins Tjarnargatan, betur þekktur sem Einar Ben. Hann trúir ekki öðru en að það sé einhver snillingur sem sér um kynningar- og markaðsmál hjá Coscto á Íslandi. „Ég skora á þann aðila sem vinnur í markaðs og PR-starfinu hjá Costco að stíga fram. Ég vil bóka hann á fyrirlestur. Ef maður myndi reyna að meta umfjöllunina sem þeir hafa fengið, bæði í fjölmiðlum og hjá neytendum, til fjár í auglýsingum, þá erum við að tala um háar upphæðir.“

Einar vill meina að um sé að ræða útpælda markaðsherferð sem snýst í raun um að gera sem minnst. Auglýsa sem minnst og sleppa öllum íburði, hvort sem er í heimasíðumálum eða öðru.

Fyrirtækið hefur ekki mikið verið að auglýsa sig, heldur hafa viðskiptavinir og fjölmiðlar séð um það. Heimasíðan þeirra er mjög hrá og textarnir á sumum stöðum eins og þeim hafi verið rennt í gegnum Google Translate. En þetta er að virka. Viðskiptavinir tala um heimasíðuna og hlæja að henni, en vekja þannig athygli á Costco.

Einar er sannfærður um að einhver snillingur sé að baki ...
Einar er sannfærður um að einhver snillingur sé að baki markaðsherferð Costco á Íslandi. Mynd/Marinó Flóvent

„Þetta er ekkert nema ímyndarvinna. Þeir eru að sýna að þeir eyði ekki peningum í óþarfa. Þetta fer allt í verðlagninguna. Það að „copy/paste-a“ heimasíðuna sýnir fólki að þeir eru svo ódýrt félag að þeir eyði ekki einu sinni peningum í heimasíðuna.“

40 þúsund manns í Facebook-hóp 

Stofnaðir hafa verið nokkrir Facebook-hópar í tengslum við Costco á Íslandi, en langfjölmennastur þeirra er „Keypt í Costco Ísl. Myndir og verð.“ Hópurinn telur tæplega 40 þúsund félaga og fjölgar þeim mjög ört. Þar deilir fólk myndum og upplýsingum um verð á vörum. Spyrst fyrir um vörur. Ræðir um gæði vara og fleira. Áhuginn er gríðarlegur og skoðanirnar sterkar. Annar og fámennari hópur ber nafnið „Costco verðvaktin“. Hann telur um 3.000 félaga og nafnið á hópnum segir í raun allt um það sem fer þar fram.

Einar segir fjölmiðla og neytendur í raun vinna saman að því að auglýsa Costco. Áhuginn er svo mikill, þess vegna fjalli fjölmiðlar um málið, og það vindi upp á sig.

„Þetta eru mest lesnu fréttirnar, bæði djókfréttirnar og alvörufréttirnar. Það er stór hópur fólks sem hefur sterkari skoðanir á verðlagningu í Costco en öllum pólitískum ákvörðunum sem teknar hafa verið á Íslandi. Það var einhver sem skrifaði í Facebook-hópinn: „Það fæst allt í Costco nema sjálfsvirðingin.“ Margir voru reiðir yfir þessu innleggi og sögðu til að mynda að það væri sjálfsvirðing að ráðstafa þeim aurum sem stritað væri fyrir á sem bestan máta. Þannig að það er ljóst að það eru miklar tilfinningar í spilinu.“

Allir þjóðfélagshópar fara í Costco 

Einar bendir á að Costco komi vissulega inn á markaðinn með bullandi forgjöf. Það sé erfitt fyrir hvaða fyrirtæki sem er að keppa við slíkan risa sem í flestum tilfellum er með besta verðið.

Costco virðist heilla landann upp úr skónum.
Costco virðist heilla landann upp úr skónum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þeirra ímynd og orðspor sem fyrirtæki sem selur ódýrar vörur er það sterkt að þeir gátu haldið viðburð sem fólk mætti á áður en það mátti versla. Það skal enginn segja mér að einhver hefði mætt á slíkan viðburð hjá einhverri annarri verslun. Þetta er svo mikil upplifun fyrir fólk. Það er allt svo stórt. Við erum að fá smá áminningu um það hve lítil við erum í raun og veru.“

Meirihluti Íslendinga virðist fagna komu Costco og telja að tilkoma verslunarinnar muni hafa jákvæð áhrif á vöruverð á Íslandi. Verslunin virðist ekki eingöngu vera að höfða til ákveðins hóps, heldur er fólk úr öllum þjóðfélagshópum að versla í Costco. Þarna úti er engu að síður hópur sem telur að Costco-áhrifin verði ekki til góðs til lengri tíma litið. Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, er ein þeirra. Hún birti hugleiðingar um málið á Facebook-síðu sinni þar sem hún sagði meðal annars: „Þessi þróun hefur vond áhrif á vöruverð, skipulag, samgönguhætti og mannlíf í byggð til lengri tíma og það verður alltaf erfiðara og erfiðara að vinda ofan af henni.“

Íslendingar virðast upp til hópa mjög ánægðir með Costco.
Íslendingar virðast upp til hópa mjög ánægðir með Costco. mbl.is/Kristinn Magnússon

Einar bendir á að einmitt vegna svona skoðana fólks sé bæði ímyndarvinna og kynningar- og markaðsfulltrúar nauðsynlegir. „Ef það er í alvöru enginn í PR-málum hjá þeim þá er það líka ákveðinn skellur. Þetta hefði alveg geta farið í hina áttina. Ef tónninn hjá meirihlutanum hefði verið meira í áttina að því sem Sóley Tómasdóttir benti á, þá hefðu þeir þurft að taka krísustjórnun á þetta. Það eru svo miklir peningar undir og þetta er svo stórt að það hlýtur einhver að vera að fylgjast með til að gera gripið inn í ef þess er þörf.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Flugfarþegar fylgist vel með veðri

16:11 Icelandair reiknar ekki með því að grípa til þess ráðs að flýta brottförum frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið vegna vonskuveðurs, sem spáð er að muni ganga hratt yfir suðvesturhorn landsins í fyrramálið. Meira »

Berst gegn limlestingum á kynfærum kvenna

16:10 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skrifaði í dag undir endurnýjun á samningi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) um stuðning til fjögurra ára við verkefni sem hefur það að markmiði að útrýma limlestingu á kynfærum kvenna og stúlkna. Meira »

Yngri börn fari ekki ein í skóla

15:54 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hvetur foreldra og forráðamenn til að fylgjast vel með veðri og tilkynningum í fyrramálið. Búið er að hækka viðvörunarstig fyrir höfuðborgarsvæðið upp í appelsínugult vegna morgundagsins og því hefur svokölluð tilkynning 1 verið virkjuð. Meira »

„Gott að fá þessa brýningu“

15:53 „Þetta er mjög gott fyrir okkur að fá þessa brýningu og ég veit það að utanríkisráðherra hefur tekið upp málefni Jemens á alþjóðavettvangi en það er mjög mikilvægt fyrir okkur að heyra frá ykkur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir að hafa tekið við áskorun frá Vinum Jemens í dag. Meira »

Varað við brennisteinsmengun

15:19 Lögreglan á Suðurlandi hvetur fólk í ferðaþjónustu, sem og einstaklinga í hálendisferðum, til þess að kynna sér mögulega hættu vegna íshellis í Blágnípujökli, suðvestur af Hofsjökli, sem verið hefur vinsæll á meðal ferðamanna á undanförnum vikum. Meira »

Kjartan og Áslaug sett út í kuldann

15:16 Hvorki Kjartani Magnússyni né Áslaugu Maríu Friðriksdóttur var boðið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, samkvæmt heimildum mbl.is. Þeim mun hafa verið hafnað af kjörnefnd. Meira »

Yfir 3.000 umsóknir bárust

14:51 Alls bárust 3.176 umsóknir um hreindýraveiðileyfi fyrir árið 2018 en veiða má 1.450 dýr, 389 tarfa og 1.061 kú, þar af skulu 40 kýr veiddar í nóvember. Meira »

Umskurður drengja þegar refsiverður?

14:52 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hæstaréttarlögmaður, segir á Facebook-síðu sinni í dag að hann viti ekki til annars en að umskurður drengja sé þegar refsiverður hér á landi samkvæmt almennum hegningarlögum. Meira »

Farþegar mæti fyrr upp á flugstöð

14:44 WOW air hvetur farþega sem eiga bókað flug með félaginu í fyrramálið að mæta snemma upp á flugstöð þar sem flug muni taka fyrr af stað en upprunalega var áætlað. Félagið grípur til þessara ráðstafana vegna yfirvofandi óveðurs sem mun ganga yfir landið. Meira »

„Við erum að ræða almannahagsmuni“

14:28 „Ég hélt í augnablik að ég væri kominn aftur í Icesave-umræðuna þar sem menn stóðu og vöruðu við því að farið væri gegn alþjóðavaldinu eða gegn stórum ríkjum og svo framvegis. Háttvirtur þingmaður Óli Björn Kárason stóð og flutti nákvæmlega sömu ræðuna og hefði verið hægt að flytja í Icesave-umræðunni allri saman.“ Meira »

Felldu kjarasamning í annað sinn

13:09 Flugfreyjur hjá flugfélaginu WOW felldu kjarasamning við félagið í annað sinn á tæpum þremur mánuðum. Félagsmenn kusu um samninginn í gær. 54,5% sögðu nei, 44% sögðu já en 1,5% tók ekki afstöðu. Kjörsókn var 74% eða 360 af 486 félagsmönnum greiddu atkvæði. Meira »

Hildur Björnsdóttir í öðru sætinu

12:44 Hildur Björnsdóttir, lögfræðingur og fyrrverandi formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, skipar annað sæti lista uppstillingarnefndar Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, eru ekki á lista. Meira »

Þessum vegum verður lokað

12:41 Á morgun má búast við því að fjöldi vega verði ófær og lokaður er „veðurhvellur“ fer yfir landið.  Meira »

Skylda Hörpu að sækja fjármunina

11:59 „Það eru þarna 35 milljónir sem hafa farið í þennan ágæta umboðsmann og hans fyrirtæki. Við verðum auðvitað að komast að því hvað varð um þessa fjármuni og ég trúi nú ekki öðru en að þetta greiðist til baka,“ segir Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður Hörpu. Meira »

Vara við „veðurhvelli“

11:23 Vegagerðin vekur athygli á „veðurhvelli“ sem spáð er að gangi hratt yfir landið í fyrramálið.   Meira »

Farþegarnir loks á leið til Íslands

12:31 Flestir farþegar sem ætluðu með flugvél Icelandair frá París, höfuðborg Frakklands, til Reykjavíkur í hádeginu á sunnudaginn eru nú á leið til landsins samkvæmt heimildum mbl.is en áætluð koma flugvélarinnar til Keflavíkur er um tvöleytið í dag. Meira »

Gerðu tilraun til ráns á hóteli

11:45 Par ógnaði starfsmanni hótels með hnífi um miðnættið og reyndi að ræna af honum tölvu. Öskrandi maður barði heimili í miðbænum að utan í nótt. Þá var bíl ekið á móti umferð eftir Kringlumýrarbraut um miðja nótt. Meira »

„Þeir geta ekkert farið“

11:20 „Þeir geta ekkert farið, ekkert flúið undan stríðinu,“ segir Arwa Ahmed Hussein Al-Fadhli um ástandið í Jemen. Hún hefur búið á Íslandi í áratug og segir líf sitt hafa byrjað er hún fékk hér ríkisborgararétt. Hún hvetur íslensk stjórnvöld til að beita sér í málefnum Jemen. Meira »
Suzuki Jimny
Til sölu Suzuki Jimny, upphækkaður um 5cm á 29" dekkjum. Ekinn 73 þúsund km. B.s...
Herbegi í ágúst og september
Leita eftir herbegi til leigu á höfuðborgarsvæðinu frá 1. ágúst til 7. október n...
VÖNDUÐ OG VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Aðalfundur heimssýnar
Fundir - mannfagnaðir
???????? ??????? ???????????????? ? ???...