Yngvi hættir sem rektor Lærða skólans

Yngvi hélt sína síðustu útskriftarræðu sem rektor MR í dag.
Yngvi hélt sína síðustu útskriftarræðu sem rektor MR í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Yngvi Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykjavík, hélt í dag sína síðustu útskriftarræðu sem rektor skólans. Staðfesti hann þetta á skólaslitum menntaskólans. Í ræðunni vék hann að styttingu framhaldsskólanna en hann hefur verið afar andsnúinn henni. Í ávarpi sínu til nýstúdenta hvatti Yngvi nemendur til hamingjuleitar.

Yngvi tók við starfi sínu sem rektor árið 2001 en áður hafði hann sinnt störfum konrektors skólans. Hann hefur þó alls starfað við skólann í 45 ár en hann hóf störf sem kennari við Menntaskólann í Reykjavík árið 1972. Þrátt fyrir að láta nú af starfi sem rektor hyggst Yngvi hins vegar halda áfram kennslu.

Búinn að berjast eins og hann gat

„Ég er nú að verða háaldraður en það má segja að meginástæðan fyrir því að ég tók þessa ákvörðun hafi verið sú að mér finnst ég vera búinn að berjast eins og ég get og leggja alla mína krafta í þessi tvö mál sem ég hef barist fyrir,“ segir Yngvi í samtali við mbl.is, og á þar við baráttu fyrir bættum húsakosti skólans og gegn styttingunni.

Segir hann það miður að hafa ekki náð þessum málum í gegn en er vongóður um að í hans sæti komi kraftmeiri einstaklingur sem geti fylgt málunum eftir. „Ég hef fundið mikinn samhljóm hjá nemendum og kennurum skólans um þessi mál,“ segir hann.

Frá útskriftinni í dag.
Frá útskriftinni í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Baráttan við ríkisvaldið skólanum erfið

Í útskriftarræðu sinni í dag sagði Yngvi frá erfiðri baráttu skólans við yfirvöld um svigrúm til þess að tryggja nemendum áfram fjölbreytta og góða menntun og góðan undirbúning til náms á háskólastigi. Sagði hann svo frá þeim þrengingum sem skólinn hefur staðið frammi fyrir varðandi styttingu náms til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú.

Nýnemar skólans hófu síðastliðið haust nám í samræmi við nýtt þriggja ára námskerfi. Yngvi sagði þetta afar vandasamt. „Þriggja ára kerfinu fylgir aukið álag vegna aukinnar tímasóknar og kemur skerðingin niður á breidd námsins. Það er vandséð hvernig nemendur geta samhliða því að stunda þetta krefjandi nám tekið áfram þátt í tómstundastarfi, íþróttastarfi eða stundað listnám,“ sagði Yngvi.

Forsvarsmenn skólans hafi lagt fram tillögu til að mæta þessum vanda. „Þrátt fyrir mjög góðar undirtektir borgaryfirvalda vildi ríkisvaldið ekki taka undir þessa lausnartillögu okkar og það hryggir mig óneitanlega að horfast í augu við þá staðreynd að þetta sé nú fullreynt,“ sagði Yngvi.

Hagræðingin getur reynst dýrkeypt

Yngvi segist nú binda vonir sínar við nýja valdhafa landsins. „Það er von mín að nýju valdhafarnir sem tóku við stjórnartaumum landsins í vetur geri sér betur grein fyrir mikilvægi menntunar unga fólksins okkar en forverar þeirra gerðu.“

Yngvi sagði að lokum að hagur nemenda þurfi að njóta forgangs í ákvörðunum um menntamál. Stjórnvöld þurfi að hætta að einblína einungis á hagræðingar í rekstri menntakerfisins. „Slíkur sparnaður mun nokkuð örugglega á endanum reynast okkur dýrkeyptur,“ sagði rektor.

Frábærir nemendur standa upp úr

En hvað stendur upp úr eftir árin 16 sem rektor? „Það sem stendur upp úr hjá mér eru nemendur. Frábærir nemendur,“ segir Yngvi. „Það hefur verið sérstaklega yndislegt að hafa þessa nemendur. Þeir eru svo efnilegir og hafa lagt svo mikið á sig til að ná sínum árangri.“

Hann mun þó ekki kveðja nemendurna fyrir fullt og allt enda mun hann áfram sinna kennslu eins og fram hefur komið. „Ég er bara að skipta um hæð,“ segir hann að lokum og hlær.

mbl.is

Innlent »

Húsvísku sjóböðin á lista Time

Í gær, 23:35 Sjóböðin á Húsavík (GeoSea) hafa ratað á árlegan lista tímaritsins Time Magazine sem einn af 100 áhugaverðustu stöðum í heiminum til að heimsækja á árinu 2019. Meira »

Lýkur hringferðinni við Laugardalshöll

Í gær, 23:07 Ein­ar Hans­berg Árna­son, lýkur á morgun 500.000 metra langri hringferð sinni um landið. Frá því síðasta föstudag hefur Einar stoppað í 36 sveit­ar­fé­lög­um og róið, skíðað eða hjólað í sér­stök­um þrek­tækj­um 13.000 metra á hverj­um stað, einn metra fyr­ir hvert barn sem brotið er á. Meira »

Bólusetning kæmi í veg fyrir krabbamein

Í gær, 22:50 Hægt yrði að koma í veg fyrir um 92% af krabbameins tilvikum af völdum HPV-veirunnar með bólusetningu. Talið er að um 34.800 slík tilvik hafi greinst á árunum 2012-2016, samkvæmt nýrri rannsókn. Meira »

Hleypur sitt 250. maraþon

Í gær, 21:30 Fáir komast með tærnar þar sem Bryndís Svavarsdóttir er með hælana þegar kemur að fjölda maraþonhlaupa. Á laugardaginn hyggst hún hlaupa sitt 250. maraþon. Þetta verður 23. Reykjavíkurmaraþon hennar í röð og 12. maraþonið á þessu ári sem hún hleypur. Meira »

Keyrsla á Söndru Rún

Í gær, 21:15 Kennsla á haustönn í Borgarholtsskóla byrjaði í vikubyrjun og Sandra Rún Ágústsdóttir heldur áfram í bílamálun og bifvélavirkjun þar sem frá var horfið í vor. Í sumar keyrði hún 18 hjóla trukk frá morgni til kvölds og hefur hug á að halda áfram á þeirri braut í vetur með náminu. Meira »

Hafa safnað 10% hærri upphæð en í fyrra

Í gær, 20:55 5.300 hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu í ár fyrir 190 góðgerðafélög og hafa aldrei verið fleiri. Áheitasöfnunin á hlaupastyrkur.is gengur mjög vel og er búið að safna 10% hærri upphæð nú en á sama tíma í fyrra. Reykjavíkurmaraþonið fer fram í 36. sinn í ár. Meira »

Útskýrðu starfsumhverfi lögreglu

Í gær, 20:40 „Við fórum yfir verklag á borgarhátíðum og útskýrðum okkar starfsumhverfi,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri LRH. Sigríður Björk mætti í dag á fund mann­rétt­indaráðs Reykja­vík­ur­borg­ar, þar sem verklag lög­reglu á hátíðum á veg­um borg­ar­inn­ar var til umræðu. Meira »

Stúdentar hætta að selja vatn

Í gær, 20:25 Tekin hefur verið ákvörðun um að hætta að selja vatn í plastflöskum í mötuneyti Félagsstofnunar stúdenta, Hámu. Sömuleiðis hefur úrval vegan-matar í Hámu tekið stakkaskiptum og standa nú tveir heitir vegan-réttir stúdentum til boða í hádeginu. Meira »

„Flæði af lyfseðilskyldum lyfjum“

Í gær, 19:56 „Það sem gerðist í fyrra var að við vorum allt í einu með þetta flæði af lyfseðilskyldum lyfjum sem krakkarnir voru allt í einu komin á fullt í,“ svarar Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, spurður um fækkun leitarbeiðna vegna týndra barna og ungmenna. Meira »

Drengnum ekki vikið úr FÁ

Í gær, 19:10 „Honum hefur ekki verið vikið úr skólanum. Það er ekki rétt. Við megum ekki víkja nemendum úr skóla sem ekki eru orðnir 18 ára gamlir,“ segir skólameistari FÁ spurður um mál fatlaðs drengs sem greint var frá að hefði verið vikið úr sérdeild skólans eftir tveggja daga skólavist. Meira »

„Sókn og vörn íslenskunnar í fortíð, nútíð og framtíð“

Í gær, 18:48 „Við erum að efla rannsóknir á ritmenningu okkar sér í lagi frá miðöldum. Ég legg mikla áherslu á sókn og vörn íslenskunnar, í fortíð, nútíð og framtíð. Að kunna góð skil á bókmenntaarfinum hjálpar okkur að horfa til framtíðar,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Meira »

Stöðvuðu kannabisrækt í Kópavogi

Í gær, 18:33 Vinnueftirlitið óskaði eftir aðstoð lögreglu í Grafarholti um ellefuleytið í morgun vegna erlendra verkamanna sem voru þar í vinnu án allra réttinda. Þá stöðvaði lögregla kannabisræktun í Kópavogi. Meira »

Fatlaður drengur rekinn eftir tvo daga

Í gær, 18:08 Freyr Vilmundarson er fatlaður drengur sem var rekinn úr sérdeild Fjölbrautaskólanum í Ármúla fyrir fötluð börn eftir aðeins tvo daga í námi. Fyrri daginn var hann með fylgdarmann með sér en sagt að hann þyrfti hann ekki með seinni daginn. Meira »

„Ekki margar konur úr að velja“

Í gær, 17:59 „Hann hefur sagst ætla að gera tillögu innan þingflokksins, en ómögulegt a segja hver hún verður,“ svarar Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, er blaðamaður spyr hvort hægt sé að spá fyrir hver tillaga Bjarna Benediktssonar verður um skipun nýs dómsmálaráðherra. Meira »

Opna netverslun fyrir íslenskan fisk

Í gær, 17:21 Captain's Box hyggst selja hágæða sjávarafurðir í áskrift og senda vítt og breitt um Bandaríkin í umhverfisvænum umbúðum sem halda fiskinum köldum. Meira »

Ólík tíðni banaslysa í umferðinni

Í gær, 17:07 Sviðsljós Tíðni banaslysa í umferðinni í Evrópu er afar misjöfn eftir löndum samkvæmt nýjum samanburði Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins á fjölda þeirra sem létust í umferðinni í 32 Evrópulöndum á árinu 2017. Meira »

Hlé gert á formlegri leit að sinni

Í gær, 16:47 Lögreglan á Suðurlandi hefur ákveðið að gera hlé á formlegri leit að belgíska ferðamanninum sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn 10. ágúst. Áfram verður fylgst með vatninu, en komi ekkert nýtt upp verða bakkar þess gengnir að þremur til fjórum vikum liðnum. Meira »

Skora á Katrínu að lýsa yfir neyðarástandi

Í gær, 16:39 Píratahreyfingin tekur undir áskorun helstu náttúruverndarsamtaka landsins og skorar á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Meira »

Hvetur Breta til EES-aðildar

Í gær, 16:34 „Ég efast ekki um að Bretlandi mun farna vel eftir útgöngu úr Evrópusambandinu, hvort sem það er með samningi eða ekki,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og leggur til að Bretland gangi tímabundið í EES í aðsendri grein sem birt hefur verið á vef Spectator í Bretlandi. Meira »
Fasteignir
Leitar þú að fasteignasala? Ég sel fyrir þig. Vertu í sambandi. Sigrún Ma...
Greinakurlari
Greinakurlari sem drifinn er með bensínmótor. Öflugur og meðfærilegur kurlari w...
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra..(Kerruvagn) Vel með farinn.. Tilboð óskast...Sí...
Til sölu byggingarkrani
Byggingarkrani. Liebherr 112 EC-H árg. 1992, með skoðun og í notkun. Áhugasamir ...