Fjölmenni á fundi Framfarafélagsins

Fjölmenni er á fyrsta fundi Framfarafélagsins.
Fjölmenni er á fyrsta fundi Framfarafélagsins. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Fullt er út úr dyrum á framhaldsstofnfundi Framfarafélagsins sem hófst í Rúgbrauðsgerðinni klukkan 11. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og áður forsætisráðherra, boðaði stofnun félagsins. Á félagið að stuðla að framförum á öllum sviðum samfélagsins.

Frétt mbl.is: Sig­mund­ur boðar stofn­un nýs fé­lags

Á fundinum eru að minnsta kosti tvö hundruð saman komnir; framsóknarmenn, fólk úr öðrum stjórnmálaflokkum og fólk sem ekki hefur haft formleg afskipti af stjórnmálum. Meðal þeirra sem eru á svæðinu eru Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, sem var einn þeirra sem stóð að framboði flokksins Samstöðu, og Gústaf Níelsson, fyrrverandi oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavík.

Í viðtali við Morgunblaðið á dögunum sagði Sigmundur um félagið: „Það má lík­lega segja að þetta sé nokk­urs kon­ar sam­bland þjóðmála­fé­lags og hug­veitu og til­gang­ur þess er að skapa vett­vang fyr­ir frjálsa umræðu fyr­ir hin ýmsu sam­fé­lags­mál, þar sem hægt verður að koma á fram­færi hug­mynd­um og lausn­um við þeim vanda­mál­um sem sam­fé­lagið stend­ur frammi fyr­ir og hvernig við get­um nýtt sem best þau tæki­færi sem okk­ur bjóðast.“

mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is

Bloggað um fréttina