Snúist um þörf Sigmundar fyrir völd

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á stofnfundi Framfarafélagsins í gær.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á stofnfundi Framfarafélagsins í gær. mbl.is/Ófeigur

Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að borgarastyrjöld ríki innan Framsóknarflokksins. Þetta sagði hann í Silfrinu á RÚV í hádeginu þar sem meðal annars var rætt um nýtt Framfarafélags Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins og áður forsætisráðherra.

Velti Egill Helgason, stjórnandi þáttarins, því þar upp hvort stofnun félagsins væri fyrsta skrefið í klofningi flokksins. Eiríkur sagði að framtakið væri mjög áhugavert komandi frá Sigmundi, sem var helsti forystumaður flokksins.

Klókt ef Sigmundur ætlar sér aftur í forystu

„Þetta getur verið feykilega klókt hjá Sigmundi ef hann ætlar sér aftur í forystu,“ sagði Eiríkur og benti á að Sigmundur geti þá skorað Sigurð Inga Jóhannsson, núverandi formann flokksins, á hólm á flokksþingi Framsóknarflokksins í janúar. „Tapi hann er hann tilbúinn með tæki sem hægt er að breyta í flokk.“

Sigmundur hefur sjálfur greint frá því að með stofnun félagsins sé hann ekki að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Eftir stofnfundinn í gær sagðist hann frekar líta á félagið sem hreyfingu fyrir stjórnmálaflokkana sem myndi nýtast sem nokkurs konar hugmyndaverksmiðja.

Framfarafélagið; að fara fram?

„Þetta tiltæki Sigmundar að stofna sinn eigin vettvang virðist litast af hans skoðunum að hann verði að leiða eitthvað,“ sagði Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, sem var einnig gestur í þættinum. „Manni sýnist þetta snúast um hans þörf til að hafa völd.“

Þá velti hann því upp hvort nafnið, Framfarafélagið, væri orðaleikur og vísaði til þess að fara fram, þ.e. bjóða fram í næstu kosningum.

„Hlutir sem minna á stjórnmál Donalds Trump“

Þá vísaði Jón Trausti í ræðu Sigmundar á fundinum í gær þar sem hann fjallaði um það að stjórnmál væru að breytast í grundvallaratriðum og slíkt kallaði á viðbrögð. „Hann stillir kerfinu upp sem vandamálinu og stillir fjölmiðlum upp sem hluta af kerfinu. Þetta eru hlutir sem minna á stjórnmál Donalds Trump, en svo varar hann sjálfur við öfgaöflum í samlíkingu við Trump,“ sagði hann og hélt áfram: „Hann nýtir sér sambærilegar aðferðir og Trump, en þó ekki eins róttækar.“

Sagði hann Sigmund þegar vera með vettvang til að koma fram sínum hugmyndum. Sá vettvangur væri Alþingi. „Síðast þegar ég vissi hafði hann ekki mætt í eina atkvæðagreiðslu á þinginu. Og af 19 fundum í utanríkismálanefnd þar sem hann er aðalmaður hefur hann mætt fimm sinnum og þar af fjórum sinnum of seint,“ sagði Jón Trausti. „Ef hann væri í skóla væri búið að reka hann.“

Uppgjörið fari fram í janúar

Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður var einnig gestur í þættinum og sagði hann að Sigmundur væri með stofnun félagsins að búa til vettvang og uppgjörið færi fram á flokksþinginu í janúar. Sagðist hann þó myndu fagna því að stjórnmálaflokkar byggju til hugmyndir og langtímastefnumótun.

Þá var Heiða Kristín Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og núverandi framkvæmdastjóri, einnig gestur í þættinum og sagði hún að ræða Sigmundar hefði verið þversagnakennd. „Hann sagði það vont ef niðurstaðan í þinginu væri 63-0 sem er skrítin hugmynd út frá öðru sem hann var að tala um. Mér finnst skrítið að við skulum líta svo á að ef þú fáir ekki allt sem þú baðst um tapir þú,“ sagði hún. „Pólitískt ertu alltaf að færa þig aðeins áfram og það er óheiðarlegt við kjósendur að halda því fram að þú getir alltaf fengið allt.“

mbl.is

Innlent »

Það helsta frá liðinni viku

07:00 Það besta, í það minnsta, skemmtilegasta og áhugaverðasta í liðinni viku, var rætt síðdegis í Magasíninu með Ragnheiði Elínu Árnadóttur og Einari Bárðasyni. Meira »

Fagnaði 100 ára afmælinu

07:00 Áslaug Helgadóttir, fyrrverandi hárgreiðslukona og húsmóðir, hélt í gær upp á 100 ára afmæli sitt, en Áslaug er talin fyrsta íslenska hárgreiðslukonan sem nær hundrað ára aldri. Meira »

Saga ársins 1918 á Twitter

07:00 Á dögunum birtust Twitter skilaboð frá ungri dömu í Suðursveit, Gyðu Fanneyju Guðjónsdóttur, sem sagðist ætla að fylgja eftir metnaðarfullu og klikkuðu verkefni í vetur. Það að skrásetja ár frosta, fjöldagrafa og fullveldis. @Frostaveturinn2 verður örblogg sem fylgir tímamótaárinu 1918. Meira »

Á leið til Los Angeles í boði K100 og WOW air

06:34 Það voru glaðir hlustendur sem mættu til hátíðlegrar athafnar í Hádegismóum í gær. Þær Aðalheiður G. Hauksdóttir, Eirún Eðvaldsdóttir og Þóra Kjartansdóttir mættu ásamt mökum og börnum í hljóðver K100 til þess að taka við flugmiðum til ævintýraborgarinnar Los Angeles, í boði K100 og WOW air. Meira »

Samkeppni um heimsendingar á matvöru

06:23 Heimsending á matvöru virðist vera orðin raunverulegur valkostur á Íslandi. Tilraunir hafa verið gerðar með slíkt undanfarin misseri en nú stefnir í samkeppni á þessum markaði og það eru góð tíðindi fyrir neytendur. Meira »

Innviðir að þolmörkum

06:18 Vísbendingar eru um að innviðir Suðurnesja séu komnir að þolmörkum. Það kann að hamla vexti ferðaþjónustunnar á næstu árum.  Meira »

Eldur kom upp í sumarbústað í Eyjafirði

Í gær, 22:31 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út í kvöld vegna bruna í sumarbústað inni í Eyjafirði í kvöld. Engan sakaði og að sögn lögreglunnar á Akureyri gekk slökkvistarf vel. Meira »

Þörf á betri stuðningi við þolendur

06:18 „Mér finnst vera vöntun á betri stuðningi við unga krakka sem lenda í þeim aðstæðum sem ég lenti í,“ segir Embla Kristínardóttir, sem steig fram í viðtali við RÚV í fyrrakvöld og sagði frá því þegar fullorðinn afreksmaður í frjálsum íþróttum nauðgaði henni. Meira »

Dómur kveðinn upp í lok mánaðar

Í gær, 21:18 Dómur verður kveðinn upp yfir íslenska karlmanninum sem situr í fangelsi í Tirana í Albaníu fyrir smygl á kanna­bis­efn­um í lok janúar eða byrjun febrúar. Hann mætir fyrir rétt í Tirana, höfuðborg Albaníu, í lok þessa mánaðar og dómur verður kveðinn upp fljótlega eftir það. Meira »

Fjórir með annan vinning

Í gær, 21:02 Fyrsti vinn­ing­ur í EuroJackpot gekk ekki út í kvöld en fjórir miðahaf­ar hrepptu ann­an vinn­ing. Hljóta þeir hver um sig tæp­ar 60 millj­ón­ir króna í sinn hlut, en fjórir miðanna voru keyptir í Þýskalandi og einn á Spáni. Meira »

Stór verkefni í húfi fyrir norðan

Í gær, 20:54 Stór verkefni í millilandaflugi eru í hættu ef ekki fæst vilyrði fyrir svokölluðum blindbúnaði (ILS) á Akureyrarflugvöll, innan mánaðar. Þetta segir Arnheiður Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Meira »

Blóm og út að borða með bóndanum

Í gær, 20:43 Konur virðast ætla að gleðja bóndann sinn í dag í tilefni bóndadagsins. Blóm og góð máltíð á veitingastað mun eflaust kæta margt mannsefnið því blóm seljast í ríkari mæli og konur eru í meirihluta þeirra sem bóka borð fyrir kvöldið á veitingastöðum borgarinnar. Meira »

Leita leiða til að auka útflutning ufsa

Í gær, 20:33 Nemendur Háskólans í Reykjavík leita nú leiða til að auka útflutning á sjófrystum ufsa til Bandaríkjanna, en Hnakkaþon 2018, útflutningskeppni HR og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hófst í gær. Áskorun Hnakkaþonsins í ár felst í að finna leiðir til að auka sölu á sjófrystum ufsa til hótela og veitingahúsakeðja í Bandaríkjunum. Meira »

Segir sínar sögur síðar

Í gær, 20:11 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að Metoo-byltingin hafi haft áhrif á allt samfélagið. Karlmenn hafa beðið hana afsökunar á atvikum úr fortíðinni. Meira »

Ef maður gerir ekki neitt gerist heldur ekki neitt

Í gær, 19:19 „Allt of margir eru áhorfendur en ekki þátttakendur í eigin lífi vegna þess að þá skortir kjark til að spyrja sjálfa sig hvað þá í alvörunni langar til að gera, eignast og verða,“ segir Ingvar Jónsson, markþjálfi og höfundur nýútkominnar bókar, Sigraðu sjálfan þig – Þriggja vikna áskorun fyrir venjulegt fólk sem vill meira! Meira »

Allt um Söngvakeppnina

Í gær, 20:18 Tólf lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Tilkynnt var um flytjendurna í kynningarþætti RÚV nú fyrir stundu. Mörg kunnugleg nöfn eru meðal keppenda, þar á meðal Þórunn Antonía og félagarnir í Áttunni auk þess sem Júlí Heiðar snýr aftur í keppnina. Meira »

Mótmæla mengandi iðnaði

Í gær, 19:40 Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar hefur lýst yfir áhyggjum sínum vegna fyrirhugaðrar stækkunar á athafnasvæði á Esjumelum norðan við Leirvogsá. Meira »

Lögunum lekið á netið

Í gær, 18:57 Lögum sem frumflytja átti í upphitunarþætti á RÚV vegna Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva var lekið á netið í dag. Var til að mynda hægt að hlusta á brot úr lögunum á Youtube. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
3 sófaborð til sölu
Til sölu 3 sófaborð úr massífum við, bæði lítil og stærri. Seljast ódýrt. Egger...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...