Dúx FÁ gagnrýnir sameininguna

Hilmar Snorri Rögnvaldsson er dúx Fjölbrautarskólans við Ármúla.
Hilmar Snorri Rögnvaldsson er dúx Fjölbrautarskólans við Ármúla. Ljósmynd/Aðsend mynd.

Dúx Fjölbrautarskólans við Ármúla segir of mikil völd vera í höndum eins aðila, ef breyta eigi menntakerfi landsins í skólaiðnað. Tilefni ummælanna er fyrirhuguð sameining Tækniskólans og Fjölbrautarskólans í Ármúla. Hilmar Snorri Rögnvaldsson, fæddur árið 1993, er dúx skólans af bóknámsbrautum og hlaut hann viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í raungreinum og þýsku.

Hilmar Snorri mætti á mótmæli kennara og nemenda FÁ vegna sameiningar Tækniskólans og FÁ í morgun, en mótmælt var á Austurvelli. Hann sagði að þar hefði verið mikill fjöldi starfsmanna skólans og megi þar skynja mikla óánægju. „Það finnst ekki sá einstaklingur innan veggja skólans sem býr yfir blendnum tilfinningum,“ segir Hilmar um fyrirhugaða sameiningu. „Það eru einfaldlega allir á móti þessum áætlunum, hver einasta sál.“

Hann segir það aldrei hafa verið markmið hjá sér að útskrifast sem dúx eða hljóta viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. „Almenna markmiðið er alltaf að útskrifast með sóma. Þannig á það að vera. Þar sem nám er stundað má aldrei myndast vettvangur fyrir samkeppni á milli nemenda þegar kemur að námi hvers og eins. Við erum öll í sama liði og markmið okkar allra er það sama,“ segir Hilmar Snorri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert