Ráðþrota, þreytt, sár og reið

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Steinunn Hannesdóttir steig fram í fyrirspurnatíma á ráðstefnu um veggjatítlur og myglusveppi í í morgun og spurði hver réttur kaupenda væri í kjölfar þess að hún og maðurinn hennar sitja uppi með einbýlishús sem kostaði 71 milljón króna sem þau hafa aldrei búið í. Ástæðan er sú að myglusveppur greindist þar eftir undirritun kaupsamnings.

Um er að ræða 225,1 fermetra einbýlishús með bílskúr sem var byggt árið 1967. Í söluyfirlitinu sagði: „Húsið er mikið endurnýjað, allar innréttingar, baðherbergi, gólfefni, rafmagn, skolp, allt gler og opnanleg fög, ofnar og vatnslagnir að mestu. Húsið var málað og steypuviðgert árið 2006. Þak málað 2013.“

Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Reykjaness í febrúar síðastliðnum þess efnis að Steinunn og hennar maður þurfi að greiða seljanda eignarinnar tæpar 27 milljónir króna, eða eftirstöðvar afborgana af láninu sem þau tóku. Einnig þurfa þau að greiða tvær milljónir króna í lögfræðikostnað seljandans.

Fyrir utan það þurfa þau að halda áfram að greiða af lánum hússins eins og þau hafa gert undanfarin þrjú ár, á sama tíma og þau borga fyrir leigu á öðru húsnæði.

„Hver ber ábyrgðina? Sá sem seldi húsið, sá sem keypti það, sá sem bjó það til? Ég kem alls staðar að lokuðum dyrum,“ spurði Steinunn á ráðstefnunni en þar var fátt um svör. „Nú er maður orðinn ráðþrota, þreyttur, sár og reiður.“

Raki og mygla geta verið til mikilla vandræða í híbýlum ...
Raki og mygla geta verið til mikilla vandræða í híbýlum fólks. mbl.is/Golli

„Svo byrjar boltinn að rúlla“

Við kaupin á einbýlishúsinu 30. júní 2014 var samið um að fimm milljónir króna yrðu greiddar við undirritun kaupsamnings, 10 milljónir króna yrðu greiddar 1. ágúst 2014, 28.270.000 krónur með yfirtöku láns við afhendingu, 25.100.000 krónur 5. september 2014 og 2.630.000 1. október sama ár.

Tveimur dögum fyrir afhendinguna upplýsti seljandinn um vatnsleka í þvottahúsi hússins. Smiður og pípulagningamaður á vegum tryggingafélags seljandans komu til að meta tjónið. Þeir opnuðu hurðarop á milli þvottahúss og eldhúss og kom mygla þá í ljós. Í framhaldinu fannst mygla undir korki á eldshúsgólfinu. Frekari mygla í eldhúsinu kom einnig í ljós.

„Seljandinn tilkynnir þegar við komum inn í húsið og erum að fá afhent að það hafi verið vatnsleki í þvottavélinni. Svo byrjar boltinn að rúlla,“ segir Steinunn. „Út frá því segir tryggingafélag seljanda að þetta komi sér ekki við og labbar í rauninni í burtu.“

Í dóminum kemur einnig fram að niðurstöður greininga sveppafræðings hjá Náttúrfræðistofnun Íslands hafi staðfest myglusvepp víðs vegar um fasteignina, en „einna helst í kringum eldhús og inntaksklefa“.

Seljandi hússins mótmælti því að hafa ekki veitt allar upplýsingar um ástand hússins sem honum hafi verið kunnugt um. Þá hafi upplýsingar í söluyfirliti verið réttar.

Seljandinn krafðist þess að þau greiddu síðustu tvær greiðslurnar en Steinunn og hennar maður sögðu að vegna „verulegra galla“ á fasteigninni hafi þeim verið heimilt að rifta kaupunum. Seljandinn skyldi jafnframt endurgreiða þeim kaupverðið sem þau höfðu þegar innt af hendi og greiða þeim skaðabætur.  

Héraðsdómur hafnaði riftunarkröfu Steinunnar og mannsins hennar og þurfa þau því að inna af hendi tvær síðustu greiðslurnar sem kaupsamningurinn kveður á um.

Málinu hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar Íslands.
Málinu hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar Íslands. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Engin ábyrgð seljanda

Steinunn er afar ósátt við dóm héraðsdóms, sem hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar Íslands. „Ábyrgð seljanda virðist ekki vera nein þegar upp er staðið, alls engin,“ segir hún og bætir við að sönnunarbyrðin sé algjörlega hjá kaupandanum. „Það er enginn sem heldur í hendurnar á kaupandanum. Það er enginn sjóður sem bakkar upp húseigendur eða kaupendur.“

Steinunn hefur hingað til ekkert viljað tjá sig um þessa þriggja ára baráttu í málinu. „Við höfum haldið þessu út af fyrir okkur af því að við trúðum á réttlætið,“ segir hún og telur niðurstöðu dómsins „óskiljanlega“.

Henni líst vel á hugmyndir sem Katrínar Júlíusdóttir, framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja, frá fundinum í morgun um að eins konar „húsbók“ fylgi með hverju húsnæði sem selt er. Þannig geti nýir eigendur séð þær endurbætur sem hafi verið gerðar á húsnæðinu og allt það tjón sem hefur orðið. „Ég leyfi mér að kalla þetta sjúkraskýrslu fasteigna,“ segir hún.

Engu að síður segir Steinunn seinagang stjórnvalda í myglumálum sem þessum vera algjöran. Allt sé sett í nefndir en ekkert gerist þegar upp er staðið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Stór áfangi að leiðrétta „rangláta dóma“

18:26 Lögmenn Al­berts Kla­hn Skafta­sonar, Kristjáns Viðars Júlí­us­sonar og Tryggva Rúnars Leifssonar eru allir ánægðir með kröfu setts saksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu um að þeir verði sýknaðir. Meira »

Dæmdir fyrir 100 milljóna skattsvik

18:20 Héraðsdómur dæmdi í gær tvo karlmenn, Örn Björnsson og Kristján Ólason í 14 og 15 mánaða fangelsi fyrir meiriháttar brot á skattalögum upp á samtals tæplega 100 milljónir króna. Brotin tengjast rekstri einkahlutafélagsins Endurbætur. Meira »

Ungi hælisleitandinn farinn úr landi

18:15 Átján ára pilturinn sem ráðist var á íþróttahúsi Litla-Hrauns í síðasta mánuði hefur verið sendur úr landi.  Meira »

Sýknaður af ákæru um líkamsárás

18:03 Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag mann af ákæru um líkamsárás. Manninum var gefið að sök að hafa á vormánuðum 2015 ráðist á annan mann Meira »

„Ósjálfráð viðbrögð að beygja frá“

17:54 „Sem betur fer fer ég til vinstri en ekki hægri. Ég beið eftir skellinum en þetta slapp fyrir horn,“ segir Gunnlaugur Helgason, sem starfar sem verkstjóri á Steypustöðinni á Selfossi. Meira »

Vantar 88 lögregluþjóna í Reykjavík

17:41 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, segir 88 lögregluþjóna vanta í Reykjavík til að fjöldi þeirra sé í samræmi við mannfjöldaaukningu svæðisins frá aldamótum. Meira »

„Sárt að faðir minn skuli ekki lifa“

16:46 „Það er sárt að faðir minn hafi ekki fengið að lifa þennan dag,“ segir Hafþór Sævarsson sonur Sævars Ciesi­elski sem hlaut þyngsta fang­els­is­dóm­inn í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu: Ævi­langt fang­elsi í saka­dómi sem stytt var í 17 ár í Hæstarétti. Meira »

Flóð á Sæbraut

17:10 Það er erfitt að lýsa ástandinu sem var á Sæbraut undir brúnni á Miklubraut öðruvísi en að þar hafi verið flóð í morgun þegar vatnselgurinn var sem mestur. Starfsmenn Vegagerðarinnar gerðu sitt besta til að losa um stíflur í niðurföllum og ökumenn þurftu að sýna þolinmæði á meðan. Meira »

Skiptir máli fyrir almenning og dómstóla

16:20 „Þessi niðurstaða kom ekki mjög á óvart. Sérstaklega eftir að skýrslur endurupptökunefndar lágu fyrir að settur ríkissaksóknari skyldi fara að þeim niðurstöðum og gera kröfu um sýknu af þessum ákærum á mannshvörfunum tveimur,“ segir verjandi í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Meira »

Ekkert meira en sæmilegur stormur

16:08 „Hann er búinn að rjúka upp síðustu klukkustundina hjá okkur,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri í Skútustaðahreppi. Óveður sem gekk yfir suðvesturhluta landsins í morgun hefur haldið för sinni áfram og er mesti vindurinn núna á Norðaustur- og Austurlandi. Meira »

Þingið væri sent heim vegna hráefnisskorts

15:49 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, gerði málafæð ríkisstjórnarinnar að umtalsefni í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Sagði hann þingmálaskrána ekki mjög beysna. Meira »

Bifreið elti barn á heimleið

15:31 Foreldrar barna í Fossvogsskóla í Reykjavík hafa fengið tölvupóst frá skólayfirvöldum þar sem greint er frá því að bifreið hafi elt stúlku, sem er nemandi við skólann, þegar hún var á leið heim til sín um kvöldmatarleytið í gær. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Krefst sýknu að öllu leyti

15:02 Davíð Þór Björgvinsson, full­trúi ákæru­valds­ins í end­urupp­töku Guðmund­ar- og Geirfinns­máls­ins og sett­ur rík­is­sak­sókn­ari, krefst sýknu að öllu leyti í málinu. Davíð Þór, skilaði greinargerð sinni vegna málsins til Hæstaréttar í dag. Meira »

Læknar ánægðir með umskurðarfrumvarp

14:55 Rúmlega 400 íslenskir læknar lýsa yfir ánægju með frumvarp sem banna á umskurð drengja nema læknisfræðilegar ástæður liggja til grundvallar. Segja læknarnir málið ekki flókið, þó það hafi ýmsar hliðar. Telja þeir þær aðgerðir sem gerðar séu án læknisfræðilegra ástæðna ganga gegn Genfaryfirlýsingu lækna. Meira »

„Við erum í góðum málum“

14:32 Vorið er komið á Siglufirði ef marka má fréttaritara mbl.is og bæjarstjórann í Fjallabyggð, Gunnar Birgisson. Hitastigið í bænum er rétt tæpar tíu gráður og þar bærist vart hár á höfði. Meira »

Stálu 600 tölvum - þrír í haldi

14:57 Tveir íslenskir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð þar sem samtals 600 tölvum var stolið. Meira »

Forsendur kjarasamninga brostnar

14:35 Forsendur kjarasamninga eru brostnar að mati ASÍ en samkvæmt ákvæði í samningunum koma þeir til endurskoðunar fyrir lok þessa mánaðar. Meira »

Vegurinn um Súðavíkurhlíð opinn

14:23 Veðrinu hefur slotað og ófanflóðahætta sem skapaðist yfir Súðavíkur- og Kirkjubólshlíð er talin liðin hjá að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum. Vegurinn er því opinn. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
START/BYRJA: 2018: 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6, 3/9, 1/10, 29/10, 26/11: 4 weeks...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...
Herbegi í ágúst og september
Leita eftir herbegi til leigu á höfuðborgarsvæðinu frá 1. ágúst til 7. október n...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Útkeyrsla - lagermaður
Lager/útkeyrsla
Útkeyrsla/ Lagermaður óskast E...
L helgafell 6018022119 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...