Leiguverð hækkað um 73,8% frá 2011

Leiguverð hefur hækkað um 73,8% á höfuðborgarsvæðinu að nafnverði síðan ...
Leiguverð hefur hækkað um 73,8% á höfuðborgarsvæðinu að nafnverði síðan 2011. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Leiguverð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um tæplega 74% frá því í janúar 2011. Þetta kemur fram í tölum frá Þjóðskrá Íslands og er þróun leiguvísitölunnar sýnd hér að neðan. Vísitölunni var ýtt úr vör 2011 og skýrir það viðmiðunartímabilið.

Yngvi Harðarson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri hjá Analytica, bendir á að verð á fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað enn meira en leiguverð á þessu tímabili.

Þannig hafi fasteignaverð hækkað um 93,5% að meðaltali frá janúar 2011 til apríl 2017. Þetta þýðir að fermetraverð íbúðar sem nú er 575.800 krónur var í janúar 2011 um 297.500 krónur. Þessar tölur vísa til nafnverðs. Raunverð er fengið út með því að taka tillit til verðlagsbreytinga.

Mynd/mbl.is

Sé fært til verðlags nú í apríl miðað við vísitölu neysluverðs svarar fermetraverðið í janúar 2011 til tæplega 362.000 króna. Á núvirði er hækkunin frá janúar 2011 til apríl 2017, úr 362.000 krónum í 575.800 krónur, því 59%.

Meiri hækkun í pípunum

Yngvi segir að í ljósi þessarar þróunar – að fasteignaverð hafi hækkað meira en leiguverð á höfuðborgarsvæðinu – megi reikna með enn frekari hækkun leiguverðs. „Þetta segir manni að það er undirliggjandi þrýstingur til enn frekari hækkunar leiguverðs,“ segir Yngvi.

Hann rökstyður það með því að benda á að fasteignaeigendur geti valið um að taka eignir úr leigu og selja þær á góðu verði, eða að nýta sér eftirspurnina og leigja þær áfram á góðu verði. Þeir sem kaupi eignir þurfi að leigja íbúðirnar út á háu verði til að fá viðunandi ávöxtun.

Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, segir útlit fyrir áframhaldandi verðhækkanir á húsnæðismarkaði á höfuðborgarsvæðinu.

Mynd/mbl.is

Hún segir að hækkanir á íslenskum fasteignamarkaði skýrist fyrst og fremst af auknum kaupmætti og framboðsskorti. Það sé ólíkt stöðunni á þensluárunum fyrir hrun, þegar aukin skuldsetning dreif áfram hækkun fasteignaverðs.

„Ný útlán eru lítið að aukast. Heimili hafa nýtt uppsveifluna í að greiða niður skuldir. Verðhækkanir eru því drifnar áfram af auknum kaupmætti. Það ýtir undir aukna eftirspurn en á sama tíma hefur myndast framboðsskortur. Það hefur í mörg ár verið varað við þeirri stöðu sem nú er uppi. Það varð algert frost á byggingarmarkaðnum eftir hrun og lítið byggt af nýjum eignum. Nú er verið að bregðast við þeim vanda sem upp er kominn en það er of lítið og of seint. Það hefur safnast upp mikil þörf.“

Ásdís segir útlit fyrir frekari hækkun fasteignaverðs. Hagvaxtarhorfur séu góðar, sem muni styðja við eftirspurn. Þrátt fyrir áætlanir um aukið framboð þá muni áfram vera framboðsskortur á næstu árum.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Þetta er adrenalínfíkn

Í gær, 22:33 Detta. Velta niður fjallshlíð. Rotast. Slást. Vera skotin/n með byssu. Bera sig að eins og þrautþjálfaður og þungvopnaður sérsveitarmaður. Meira »

„Allt gekk upp og allir voru glaðir“

Í gær, 21:55 Mýrdalshlaupið var hlaupið í dag og mikil lukka var meðal þátttakenda. Nýlunda í ár var sú að boðið var upp á 23 kílómetra leið. Það var uppselt fyrir viku í þann flokk. Meira »

Margrét Friðriksdóttir kveður

Í gær, 21:41 Síðasta útskriftarathöfn Margrétar Friðriksdóttur sem skólameistara MK var haldin í Digraneskirkju í gær. Þar brautskráðust alls 218 nemar úr skólanum. Meira »

Tuttugu stúdentar útskrifaðir

Í gær, 21:26 Tuttugu stúdentar voru útskrifaðir í dag frá Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu. Þá lauk einn nemandi námi í fjallamennsku, tveir nemendur luku framhaldsskólaprófi, einn útskrifaðist af fisktæknibraut, einn útskrifaðist úr tækniteiknun og einn nemandi A stigi vélstjórnar að því er segir í fréttatilkynningu frá skólanum. Meira »

Tveimur milljónum króna ríkari

Í gær, 20:55 Heppinn lottóspilari er tveimur milljónum króna ríkari eftir að dregið var í Lottóinu í kvöld en hann var með allar fimm tölurnar réttar í Jókernum. Meira »

Rokkhrokinn settur í aftursætið

Í gær, 20:00 Hann er leikari og þungarokkari, trommari og fjölskyldumaður. Björn Stefánsson, oft nefndur Bjössi í Mínus, hefur nú stimplað sig inn í leikhúsheiminn. Hann hefur verið edrú í áratug, lært leiklist í Danmörku og sýnt og sannað að hann á heima uppi á sviði, og ekki bara á bak við trommurnar. Meira »

Þingmenn að „bregðast þjóð sinni“

Í gær, 18:42 Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, vandaði ráðamönnum ekki kveðjurnar á útifundi á Austurvelli í dag. Hann sagði þá vera að „bregðast þjóð sinni“ og að Alþingi væri ekki treystandi. Meira »

Eineggja tvíburar dúx og semídúx

Í gær, 18:00 Við útskrift í Flensborgarskólann á fimmtudaginn reyndust dúx og semídúx vera tvíburasystur. Þær eru á sömu námsbraut, í sömu íþrótt og líta eins út. Þær gera allt saman. Meira »

Barðsvíkin kjaftfull af rusli

Í gær, 17:45 Félagið Hreinni Hornstrandir stendur fyrir hreinsunarferð í Barðsvíkina helgina 14.-16. júní og segir forsprakki hópsins Barðsvíkina kjaftfulla af rusli. Sjálfur hóf hann að hreinsa rusl á Hornströndum eftir að franskur ljósmyndari setti upp sýningu erlendis á ruslinu við strendurnar. Meira »

Þakklátur pabba að hafa rekið mig í iðnnám

Í gær, 17:17 Myndlistarmaðurinn Daníel Magnússon er mikill hagleikssmiður og þekktur fyrir sérstaka stóla sína. Hann segir góða endingu nytjahluta á vissan hátt vera fegurð ef hún sé skynsamlega útfærð. „Í mínum huga eru nytjahlutir eitthvað sem allir listamenn ættu að hafa skoðun á.“ Meira »

Riðin árleg tvídreið

Í gær, 16:51 Þau voru gleðileg að sjá, fólkið sem klæddi sig í sitt fínasta púss upp úr hádegi í dag og kom saman við Hallgrímskirkju til þess að hjóla uppstrílað um miðbæ Reykjavíkur. Það var í hinni árlegu tvídreið, sem er kölluð Tweed Ride Reykjavík. Meira »

Vilja meiri umfjöllun um afstöðu sína

Í gær, 16:04 Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, gagnrýndu fjölmiðla, og þá aðallega ríkisfjölmiðilinn, fyrir skort á umfjöllun um þau efnisatriði sem Miðflokksmenn hafa lagt áherslu á í málflutningi sínum um innleiðingu þriðja orkupakkans, í þingræðum sínum um málið í morgun. Meira »

Eyþór tók Krúnuleikastefið á Selló

Í gær, 15:46 Á sjötta hundrað manns mættu á 90 ára afmælishátíð Sjálfstæðisflokksins í dag en um þessar mundir eru 90 ár liðin frá samruna Íhaldsflokksins og frjálslynda flokksins. Meira »

Glöð ef þau komast inn fyrir jólin 2021

Í gær, 14:47 Það er öryggi að þetta bjargræði er til staðar. Fólk treystir því að það er í lagi að eldast hér,” segir Guðrún Dadda Ásmundardóttir framkvæmdastjóri HSU í Hornafirði. Meira »

Íslenskur sundknattleikur að lifna við

Í gær, 14:15 Ármenningar eru Íslandsmeistarar í sundknattleik 2019, en þeir lögðu keppinauta sína úr Sundfélagi Hafnarfjarðar (SH) með 13 mörkum gegn 8 í Laugardalslaug fyrir hádegi. Leikurinn var liður í alþjóðlegu tíu liða móti sem fram fer í Laugardalnum um helgina. Meira »

Rannsakar malavísk börn með malaríu

Í gær, 12:50 „Ég heillaðist af landi, þjóð og sér­staka­lega börn­un­um,“ seg­ir Guðlaug María Svein­björns­dótt­ir sál­fræðinemi um fyrstu kynni sín af Mala­ví. Í loka­verk­efni sínu í klín­ískri sál­fræði við HÍ skoðar hún úrræði fyrir mala­vísk börn sem hafa greinst með heilahimnubólgu af völdum malaríu. Meira »

Breytingar á leiðakerfi Strætó

Í gær, 12:37 Leiðakerfi Strætó mun taka lítilsháttar breytingum á morgun, 26. maí. Sumaráætlun verður tekin upp á þremur leiðum á höfuðborgarsvæðinu og nokkrum landsbyggðarleiðum, leið 18 verður breytt og akstur mun hætta klukkustund fyrr á sunnudögum í sumar. Meira »

Segir dóm MDE „umboðslaust at“

Í gær, 11:35 „Ég treysti því að þegar frá líður verði litið á þessa at­lögu frá póli­tísk kjörn­um dómur­um í Strass­borg með sömu aug­um og minni­hlut­inn gerði. Sem umboðslaust póli­tískt at,“ segir Sigríður Á. Andersen þingkona og fyrrverandi dómsmálaráðherra í aðsendri grein sinni í Morgunblaðinu í morgun. Meira »

Ekki farinn að hugleiða umræðustöðvun

Í gær, 11:20 Þingmenn hafa komið að máli við forseta Alþingis og spurt hann að því hvort ekki sé orðið tímabært að stöðva umræðu þingmanna Miðflokksins með því að beita ákvæði í 71. gr. þingskaparlaga. Steingrímur segist hafa verið „tregur til að gangast inn á“ að hann sé farinn að hugleiða það, ennþá. Meira »
Sumarhús í Biskupstungum, Velkomin...
Eigum laust í MAI - Leiksvæði og fallegt umhverfi. Stutt að Geysi, Gullfossi og ...
Til sölu kvk Hjól
2 ára kvk reiðhjól með háu stýri.Comfort style eins og nýtt. Keypt hjá Erninum....
Tæki fyrir fjórhjólið
Fjölmörg tæki í boði fyrir fjórhjólið www.hardskafi.is...
Húsnæði óskast í sumar í Hafnarfirði.
Húsnæði óskast frá 15/06-15/09, í 221 Hafnarfjarði, 3-4 svefnherbergi. Helst með...