United Silicon fékk 30 milljónir í ríkisstyrki

United Silicon í Helguvík. Fyrirtækið hlaut um 30 milljónir króna …
United Silicon í Helguvík. Fyrirtækið hlaut um 30 milljónir króna í ríkisaðstoð á árunum 2015-2016. Ljósmynd/United Silicon

Kísilmálmsmiðja United Silicon hlaut um 30 milljónir króna í ríkisaðstoð á árunum 2015-2016. Þetta kom fram í svari Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, við fyrirspurn frá Einari Brynjólfssyni, þingmanni Pírata, á Alþingi í dag.

Í svari ráðherra sagði að United Silicon hefði fengið rúmar 16 milljónir í ríkisaðstoð 2015 og tæpar 14 milljónir í fyrra. Engin ríkisaðstoð hefði hins vegar verið veitt fyrirtækinu árið 2014.

United Silicon hafi þá skilað ráðuneytinu tveimur skýrslum um framvindu fjárfestingaverkefnisins, en samningurinn kveði á um að árlegar skýrslur séu sendar ráðuneytinu. Í svari ráðherra segir að fyrri skýrslan hafi borist í janúar á þessu ári og sú síðari 19. maí sl.  Skýrslurnar séu aðgengilegar, í samræmi við ákvæði upplýsingalaga, og verði birtar á heimasíðu ráðuneytisins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert