Nafnið á nærri 100 ára sögu

Vél Air Iceland Conect, enn með merkjum Flugfélags Íslands, á ...
Vél Air Iceland Conect, enn með merkjum Flugfélags Íslands, á Akureyrarflugvelli í síðustu viku. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Næstum hundrað ár eru liðin síðan frumherjar flugs hér á landi gerðu heitið Flugfélag Íslands að tákni fyrir hina miklu samgöngubyltingu sem flugferðum fylgdi. Nafnið hefur verið notað á fjögur félög, fyrst 1919 til 1920, síðan 1928 til 1931, þá 1940 til 1973 og loks frá 1997 þar til nú að nafnið Air Iceland Connect leysir það af hólmi.

Flugfélag Íslands hið fyrsta var stofnað í mars árið 1919. Fyrsta flugvélin sem Íslendingar fengu að kynnast kom hingað á vegum félagsins ósamsett með millilandaskipinu Villemoes um sumarið þetta sama ár. Hún var af svonefndri Avro-gerð 504K. Það tók sinn tíma að skrúfa hana saman en þegar því verki var lokið um haustið var henni flogið sitt fyrsta flug umhverfis Reykjavík. Þetta fyrsta flug Íslandssögunnar var 3. september. Vakti það óskipta athygli bæjarbúa. Flugmaðurinn var danskur, Cecil Faber að nafni; enginn Íslendingur hafði enn lært á þetta undratæki háloftanna. Með Faber voru tveir enskir vélamenn.

„Faber er listaflugmaður af fyrsta flokki,“ sagði Morgunblaðið í frétt sinni um flugið, daginn eftir að Avro-vélin hafði hringsólað yfir bænum. Flugfélagið fékk leyfi til að nota landspildu í Vatnsmýrinni sem flugvöll. Saga Reykjavíkurflugvallar er því orðin alllöng.

Meðal forgöngumanna þessa fyrsta flugfélags á Íslandi voru nokkrir af frumkvöðlum Eimskipafélagsins, sem stofnað hafði verið fimm árum fyrr, m.a. Sveinn Björnsson, síðar forseti, Eggert Claessen hæstaréttarlögmaður, Garðar Gíslason stórkaupmaður og Pétur A. Ólafsson konsúll. Ekki voru tengsl á milli félaganna en greinilegt var að stofnendur Eimskipafélagsins voru vakandi fyrir öllum nýjungum í samgöngum og flutningum. Framkvæmdastjóri félagsins var Halldór Jónsson kennari.

Flugfélag Íslands hélt til að byrja með uppi skemmtiferðum til ýmissa staða utan Reykjavíkur eftir því sem lendingarskilyrði leyfðu. Fyrsti farþeginn var Ólafur Davíðsson, útgerðarmaður í Hafnarfirði, sem var mikill áhugamaður um nýjungar og einn af fyrstu bílaeigendum hérlendis. Hugmyndin var að koma á föstum flugferðum um landið. Sumarið 1920 flaug Kanadamaður af íslenskum ættum, Frank Fredrickson, vélinni nokkrar ferðir. Þetta reyndist hins vegar dýrt sport og fjárskortur og erfið lendingarskilyrði víðast hvar komu í veg fyrir að mögulegt væri að hleypa föstum stoðum undir reksturinn til frambúðar. Hætti félagið starfsemi haustið 1920. Tími flugs á Íslandi var enn ekki runninn upp.

Flugfélag Íslands er líklega eitt þekktasta vörumerki hér á landi.
Flugfélag Íslands er líklega eitt þekktasta vörumerki hér á landi. mbl.is/Árni Sæberg

Samstarf við Þjóðverja

Tæpum áratug seinna var ný tilraun gerð til að hefja flugrekstur hér á landi og aftur undir nafninu Flugfélag Íslands. Var félagið stofnað 1. maí 1928 með 20 þúsund króna hlutafé. Var doktor Alexander Jóhannesson helsti frumkvöðull að stofnun félagsins í samstarfi við þýska flugfélagið Lufthansa. Fékk félagið síðsumars 1928 hingað vél af gerðinni Junkers F13 og fylgdu henni þrír Þjóðverjar; flugmaðurinn Fritz Simon, vélamaður og flugrekstrarstjóri. Flugvélin var nefnd Súlan og var fyrsta flugvél sem bar íslenska fánaliti.

Súlan fór í reglubundið farþega- og póstflug fimm sinnum á viku til ýmissa staða á landinu. Auk þess var hún um tíma leigð stjórnvöldum til síldarleitar og landhelgisgæslu. Sumarið 1929 fékk félagið aðra vél, sem nefnd var Veiðibjallan, og flaug henni Þjóðverjinn Arthur Neumann. Sumarið 1930 voru fluttar inn tvær nýjar vélar og fengu þær sömu nöfn og hinar eldri, sem seldar voru úr landi. Annarri vélinni flaug Sigurður Jónsson, fyrsti íslenski atvinnuflugmaðurinn. Hann hafði lært flug í Þýskalandi. Sumarið 1931 hóf annar íslenskur flugmaður störf hjá Flugfélagi Íslands, Björn Eiríksson, sem lært hafði í Bandaríkjunum. Óhöpp urðu til þess að félagið lagði upp laupana þetta sama ár; Veiðibjöllunni hvolfdi á Sundunum við Reykjavík og Súlunni á Pollinum við Akureyri. Félagið mátti ekki við þessum skakkaföllum í upphafi kreppunnar miklu og var starfseminni slitið.

Nafnið endurvakið 1940

Þriðja Flugfélag Íslands var stofnað á Akureyri 1937 en starfaði fyrst undir nafninu Flugfélag Akureyrar. Var Agnar Kofoed-Hansen helsti frumkvöðull þess og fékk stuðning Vilhjálms Þórs kaupfélagsstjóra. Tilgangur félagsins var að halda uppi flugferðum á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Keypti félagið landvél af Waco-gerð og lét breyta henni í sjóflugvél. Fékk hún einkennisstafina TF-Örn. Agnar varð fyrsti flugmaður félagsins og jafnframt framkvæmdastjóri. Fyrsta flug Arnarins var með póst í byrjun maí 1938, en upp frá þeim degi hefur atvinnuflug verið stundað óslitið hér á landi.

Árið 1940 var nafni félagsins breytt í Flugfélag Íslands og hélst það nafn til 1973 þegar félagið var sameinað Loftleiðum undir nafninu Flugleiðir, nú Icelandair. Nafnið Flugfélag Íslands var svo endurvakið í febrúar árið 1997, þegar innanlandsflug Flugleiða og Flugfélag Norðurlands, sem hafði aðsetur á Akureyri, voru sameinuð.

Flugfélag Íslands breytir um nafn og heitir nú Air Iceland ...
Flugfélag Íslands breytir um nafn og heitir nú Air Iceland Connect. mbl.is/Árni Sæberg

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kalt um allt land á morgun

Í gær, 22:32 Kalt verður á öllu landinu á morgun en spár gera ráð fyrir allt að tólf gráðu frosti. Áttin verður norðlæg eða breytileg, 8-15 metrar á sekúndu og víða léttskýjað. Meira »

Gjafagjörningur dæmdur ólöglegur

Í gær, 22:03 Sala hjóna á fasteign í Garðabæ árið 2011 sem var í sameiginlegri eigu þeirra og kaup samdægurs á annarri eign sem var alfarið í eigu konunnar var samkvæmt héraðsdómi gjafagjörningur í þeim tilgangi að koma eignum undan banka sem hafði lánað manninum rúmlega 80 milljónir til að byggja fyrra húsið. Meira »

„Þetta birtist ekki allt í einu einn daginn“

Í gær, 21:26 Borgarlínan er langtímaverkefni og enn á undirbúningsstigi segir Hrafn­kell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem kynnti verkefnið og forsendur þess á fundi á vegum Hafnarfjarðarbæjar í dag. Meira »

Laus úr vaðhaldi en er í farbanni

Í gær, 21:24 Karlmaður, sem úrskurðaður hafði verið í gæsluvarðhald til til 9. fe­brú­ar á grund­velli al­manna­hags­muna í tengslum við skipulagða brotastarfsemi, er laus úr varðhaldi. Landsréttur sneri úrskurði héraðsdóms en maðurinn var þess í stað úrskurðaður í farbann. Meira »

Minnisvarði kom til bjargar í hálkunni

Í gær, 20:41 Ökumaður bifreiðar missti stjórn á bifreið sinni í hálku á veginum við Neðri-Staf á leiðinni til Seyðisfjarðar í gær með þeim afleiðingum að bifreiðin endaði á minnisvarða sem stendur í beygjunni við veginn. Meira »

Undirbúa opnun neyslurýma

Í gær, 19:58 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett af stað vinnu í velferðarráðuneytinu til að undirbúa opnun neyslurýma fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Neyslurými sem þessi eru þekkt úrræði erlendis og byggjast á hugmyndafræði skaðaminnkunar. Meira »

Tekst á við fyllibyttuna og dópistann

Í gær, 19:23 Við trúðum þessu varla þegar við fengum að vita að myndin okkar hefði verið valin til sýningar á Berlinale, aðalkvikmyndahátíðinni hér í Berlín. Hún er stór og alþjóðleg, ein af A-hátíðunum í heiminum. Þetta er gríðarlega góð kynning fyrir myndina okkar.“ Meira »

Nauðgað af íþróttamanni og fékk samfélagið á móti sér

Í gær, 19:27 „Af því að hann var svo flottur og mikil fyrirmynd í sinni íþrótt og landsliðsmaður, þá var þetta allt mér að kenna,“ segir Embla Kristínardóttir, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Keflavíkur í körfuknattleik, en hún hefur stigið fram og sagt frá því þegar fullorðinn frjálsíþróttamaður nauðgaði henni. Meira »

Grunur um íkveikju í Stardal

Í gær, 19:18 Lögregluna grunar að kveikt hafi verið í bænum Stardal á Mosfellsheiði í byrjun janúar. Bærinn brann til kaldra kola að morgni laugardagsins 6. janúar. Ekki var föst búseta á bænum og hafði ekki verið í nokkur ár. Meira »

30 kílómetrar malbikaðir í fyrra

Í gær, 19:14 Malbikað var fyrir tæpar 1.300 milljónir króna í Reykjavík á síðasta ári. Fyrir það fengust 30 kílómetrar af malbiki sem er um 7,1% af heildarlengd gatnakerfisins. Meira »

Reyndi að smygla stinningarlyfi til landsins

Í gær, 18:57 Karlmaður var í gær dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsómi Reykjavíkur fyrir að hafa reynt að smygla 2.1999 stykkjum af stinningarlyfinu Kama­gra til landsins. Meira »

Fimm áskrifendur til Stokkhólms

Í gær, 18:40 Fimm heppn­ir áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins unnu ferð fyr­ir tvo til Stokkhólms í gær en þá var dregið í annað sinn af tíu úr áskriftarleik Árvakurs og WOW air. Meira »

Rannsókn á leka úr Glitni hætt

Í gær, 18:02 Rannsókn á leka úr Glitni banka hefur verið hætt af hálfu embætti héraðssaksóknara. Fjár­mála­eft­ir­lit­ið kærði gagnaleka úr þrota­búi Glitn­is í október í fyrra. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir í samtali við mbl.is að rannsókn hafi verið hætt, en Rúv greindi frá málinu fyrr í dag. Meira »

„Íslandsmet í tollheimtu“

Í gær, 17:55 Niðurstaða Hæstaréttar þess efnis að ríkinu hafi verið heimilt að leggja 76% toll á franskar kartöflur á árunum 2010-2014 eru Félagi atvinnurekenda mikil vonbrigði. „Allur málflutningur íslenska ríkisins í þessu máli er afar öfugsnúinn,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Meira »

Arnar Þór aðstoðar Ásmund

Í gær, 17:14 Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ráðið Arnar Þór Sævarsson, fráfarandi sveitarstjóra á Blönduósi aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Meira »

Viðraði áhyggjur vegna lánveitinga

Í gær, 18:01 Ákæruvaldið og verjendur í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis greinir á um það hvort eðlismunur sé á sjálfvirkum pörunarviðskiptum í Kauphöllinni og tilkynntum viðskiptum, svokölluðum utanþingsviðskiptum. Innri endurskoðandi Glitnis viðraði áhyggjur af háum lánum til lykilstarfsmanna í júlí árið 2008. Meira »

Fundað um borgarlínu í beinni

Í gær, 17:25 Fyrsti opni íbúa- og kynningarfundur um borgarlínu, nýtt kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, fer fram í dag í Hafnarborg í Hafnarfirði. Hér er hægt að fylgjast með beinu streymi frá fundinum. Meira »

Þyrlan sótti slasaðan vélsleðamann

Í gær, 17:08 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til um miðjan daginn en sækja þurfti slasaðan vélsleðamann skammt suður af Klukkuskarði. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

TIL LEIGU Í 101
Björt 110 m2 , 3-4 herbergja íbúð, í 101 til leigu. Mikil lofthæð ,gott útsýn...
https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
Cummins/Stamford Ljósavélar í skip og báta einnig landstöðvar.
Cummins /Stamford ljósavélar í skip og báta 100 -1000 kw Vélaverkst/sala Holt...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
 
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...