Stefnt að þingfrestun í dag

Þingmenn komast hugsanlega í frí í dag.
Þingmenn komast hugsanlega í frí í dag. mbl.is/Golli

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fundar áfram í dag um tillögu dómsmálaráðherra um skipan dómara í væntanlegan Landsrétt.

Njáll Trausti Friðbertsson, starfandi formaður nefndarinnar, sagðist í gærkvöldi eiga von á að niðurstaða fengist í dag. Stefnt er að þingslitum í kvöld.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundaði í gær um tillögu Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra til Alþingis um skipun fimmtán dómara í Landsrétt. Ráðherra hyggst víkja frá tillögu sérstakrar dómnefndar um hæfi umsækjenda með því að skipa fjóra umsækjendur sem nefndin taldi ekki í hópi þeirra hæfustu.

Deilt var um það í gær hvort ráðherrann færi að lögum.

Sigríður kom á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndarinnar sem einnig kallaði til formann dómnefndarinnar, sérfræðinga í stjórnskipunarrétti og formenn Lögmannafélags Íslands og Dómarafélags Íslands.

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sem tekur þátt í störfum nefndarinnar í þessu máli, lagði til í gær að Alþingi myndi fresta afgreiðslu tillögunnar og óska eftir frekari gögnum.

Ef greiða á atkvæði um tillögu ráðherrans þarf það að gerast í dag.

Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, segir stefnt að þingfrestun í dag.

Í gær lauk umræðu um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018-2022 auk fjölmargra annarra mála en atvæðagreiðslu var frestað. Fundað var fram eftir kvöldi í gærkvöldi og halda umræður áfram í dag og þá verða jafnframt greidd atkvæði um þau mál sem útrædd eru.

helgi@mbl.is 38

Landsréttur
» Nýr áfrýjunardómstóll, Landsréttur, á að taka til starfa 10. janúar 2018.
» Skipaðir verða 15 dómarar. 37 sóttu um embættin en þrír drógu umsóknir sínar til baka.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert