Uppsagnir hjá Vefpressunni

Blaðamennirnir sem sagt var upp eru allir reynslumiklir.
Blaðamennirnir sem sagt var upp eru allir reynslumiklir. Photo: Sverrir

Að minnsta kosti þremur starfsmönnum hefur verið sagt upp hjá Vefpressunni síðustu daga vegna skipulagsbreytinga. Um er að ræða reynda blaðamenn af DV, Eyjunni og Bleikt.is. Þetta staðfestir Ragnheiður Haralds og Eiríksdóttir í samtali við mbl.is, en hún var ein þeirra sem fengu uppsagnarbréf í dag. Samkvæmt heimildum mbl.is var Sigurði Mikael Jónssyni og Frey Rögnvaldssyni einnig sagt upp störfum.

Ragnheiði var sagt um störfum vegna skipulagsbreytinga, að hennar sögn.
Ragnheiði var sagt um störfum vegna skipulagsbreytinga, að hennar sögn. Aðsend mynd

„Það er bara talað um skipulagsbreytingar. Fólki hafa verið boðnar launalækkanir, en ég sætti mig ekki við það. Það er eins og það sé verið að segja upp þeim sem eru launamenn hjá fyrirtækinu,“ segir Ragnheiður. Aðspurð segir hún uppsögnina ekki hafa komið sér á óvart miðað við hvað gengið hafi á hjá fyrirtækinu síðustu vikur. 

Kaup­um eig­enda Press­unn­ar á öllu hluta­fé í út­gáfu­fé­lag­inu Birtíngi var rift núna í maí. Í yfirlýsingu frá Birtíngi kom fram að forsendur kaupanna hefðu brostið því Pressan hefði ekki verið fær um að standa við skuldbindingar sínar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka