Alvarlega slasaður eftir bílslys

Einn er alvarlega slasaður eftir að bíll valt út af …
Einn er alvarlega slasaður eftir að bíll valt út af veginum við Freysnes fyrr í dag. mbl.is/Þórður

Erlendur ferðamaður er alvarlega slasaður eftir að jeppi sem hann var í fékk á sig vindhviðu og valt út af veginum skammt vestan við Freysnes í Öræfasveit, skömmu eftir hádegi í dag. Jeppinn var með hjólhýsi í eftirdragi.

Tvennt var í bílnum, hvorutveggja erlendir ferðamenn. Fólkið var flutt til móts við þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flutti það á sjúkrahús í Reykjavík. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi.

Ekki þurfti að loka veginum vegna slyssins, en umferðartafir hafa verið vegna rútu sem lokar hluta þjóðvegar 1, austan við slysstaðinn. Hún mun hafa snúist á veginum, en tildrög málsins er enn óljós. Neyðarumferð hefur komst þar framhjá.

Auk þessa hafa verið umferðartafir vegna rútu sem lokar hluta þjóðvegar 1 austan við slysstaðinn en hún mun hafa snúist á veginum. Ekki hefur gefist tími til að kanna tildrög þess máls ennþá en neyðarumferð hefur komist þar framhjá.

Mjög hvasst hefur verið á þessu svæði í dag og hafa verstu hviður verið 35 til 40 metrar á sekúndu á Suðausturlandi og undir Eyjaföllum. Vegagerðin beinir þeim tilmælum til vegfarenda sem ferðast á húsbílum, með kerrur og ferðavagna að hafa varann á.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert