Fer fyrir Hæstarétt á næstunni

Sex­menn­ing­arn­ir sem voru sak­felld­ir. Efri röð f.v.: Sæv­ar Ciesi­elski, Erla …
Sex­menn­ing­arn­ir sem voru sak­felld­ir. Efri röð f.v.: Sæv­ar Ciesi­elski, Erla Bolla­dótt­ir og Kristján Viðar Viðars­son. Neðri röð f.v.: Tryggvi Leifs­son, Al­bert Kla­hn Skafta­son og Guðjón Skarp­héðins­son.

Guðmundar- og Geirfinnsmálið fer fyrir Hæstarétt núna í lok vikunnar eða í næstu viku, að sögn Davíðs Þórs Björgvinssonar, setts saksóknara í málinu. Reiknað er með að málflutningur fari ekki fram í málinu fyrr en í vetur. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu

Þar kemur einnig fram að Davíð Þór verður væntanlega skipaður dómari við Landsrétt sem tekur til starfa um áramótin. Ekki liggur fyrir hvaða áhrif sú skipan hefur á stöðu hans sem setts saksóknara. 

Fyr­ir­köll eru til­bú­in í Guðmund­ar- og Geirfinns­mál­um. End­urupp­töku­nefnd féllst í fe­brú­ar á end­urupp­töku­beiðnir er varða fimm menn sem sak­felld­ir voru í tengsl­um við manns­hvarfs­mál­in tvö á átt­unda ára­tugn­um. Nefnd­in féllst ekki á end­urupp­töku sjötta sak­born­ings­ins, Erlu Bolla­dótt­ur, sem var sak­felld á sín­um tíma fyr­ir að bera rang­ar sak­ir á menn við rann­sókn mál­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert