Konurnar fyrstar á Ísafirði

Björn Helgason var fyrsti landsliðsmaður Ísfirðinga í fótbolta.
Björn Helgason var fyrsti landsliðsmaður Ísfirðinga í fótbolta.

Verið er að leggja lokahönd á bók um sögu knattspyrnunnar á Ísafirði og er gert ráð fyrir að hún komi út 23. júní nk. Sömu helgi verður haldið Púkamót á Ísafirði, þar sem „heldri“ knattspyrnumenn á og frá Ísafirði koma saman.

Það er einmitt Félag um Púkamót á Ísafirði sem gefur bókina út og fékk það Sigurð Pétursson sagnfræðing til þess að taka saman söguna og vinna efnið til prentunar.

Ungir menn byrjuðu að leika knattspyrnu á Ísafirði upp úr aldamótunum 1900. Sigurður bendir á að þá hafi kaupstaðurinn verið annar stærsti bær landsins ásamt Akureyri og mikið um að vera. Vélbátarnir hafi verið að ryðja sér til rúms, menningar- og félagslíf hafi verið í blóma og fótboltinn hafi verið hluti af því.

„Fyrsti opinberi fótboltaleikurinn, sem við vitum um, fór fram á þjóðhátíð í byrjun ágúst 1905,“ segir hann. „Fyrirliðarnir höfðu báðir gengið í Lærða skólann í Reykjavík og kynnst þar íþróttinni, en eins og fyrir sunnan voru það einkum skólapiltar og iðnaðarmenn, sérstaklega prentarar, sem voru áberandi í fyrstu fótboltaliðunum.“

Meistarar í 1. tilraun

Fyrsta knattspyrnufélagið á Ísafirði, Fótboltafélag Ísafjarðar, var stofnað 1914. „Sama ár var líka stofnað Kvennaknattspyrnufélagið Hvöt, fyrsta knattspyrnufélag kvenna á landinu,“ segir Sigurður. Hann vekur athygli á að Brynjólfur Jóhannesson leikari, síðar Íslandsmeistari með Fram, hafi verið á meðal fyrstu liðsmanna karlaliðsins.

Sigurður Pétursson.
Sigurður Pétursson.

Knattspyrnufélagið Hörður var stofnað 1919 og er enn starfandi. Eftir að Fótboltafélagið lagðist niður og konurnar voru hættar í fótbolta var Knattspyrnufélagið Vestri stofnað 1926, en þegar Ísfirðingar tóku fyrst þátt í Íslandsmóti 1. flokks 1939 tefldu þeir fram sameiginlegu liði. Þeir urðu Íslandsmeistarar og voru aftur með 1940 en síðan ekki fyrr en 1955, þegar 2. deild var stofnuð. Þeir léku til úrslita um sæti í 1. deild fimm ár í röð og náðu loks takmarkinu, léku í efstu deild 1962 og svo aftur 1982 og 1983. Kvennaknattspyrnan var endurvakin um svipað leyti og áttu Ísfirðingar lið í efstu deild í þrjú ár á níunda áratugnum.

„Það hefur gengið á ýmsu en bókin fjallar um félögin, bæjarlífið og hvernig þau tengjast,“ segir Sigurður. „Saga fótboltans er hluti af okkar nútímamenningu og knattspyrnuhefðin er gríðarlega rótgróin á Ísafirði.“

Hörður og Vestri hafa gengið í gegnum endurnýjun lífdaga. Vestri er nafn sameiginlegs íþróttafélags á norðanverðum Vestfjörðum, stofnað í fyrra, og Hörður var endurreistur og hefur spilað í 4. deild frá 2014. „Sagan er því komin í hring,“ segir Sigurður.

Margir snillingar

Margir góðir knattspyrnumenn hafa komið frá Vestfjörðum og spilað með Ísfirðingum og öðrum liðum. Björn Helgason var fyrsti landsliðsmaður Ísfirðinga en auk þess má nefna að Ísfirðingurinn Jón Ólafur Jónsson var fjórum sinnum Íslandsmeistari með Keflavík eftir að hafa spilað með Ísfirðingum í efstu deild. Ómar Torfason lék meðal annars með Víkingi, Magni Blöndal með Val og Matthías Vilhjálmsson, Noregsmeistari með Rosenborg, og Emil Pálsson, leikmaður FH, sem báðir eiga landsleiki að baki, eru uppaldir Ísfirðingar og hófu ferilinn á Ísafirði. „Við eigum okkar knattspyrnuhetjur, bæði karla og konur, og þær fá sitt rými í bókinni,“ segir Sigurður.

Fyrir hönd Félags um Púkamót vann útgáfunefnd með höfundi að bókinni. Í henni eru Halldór Jónsson, Stefán Jóhann Stefánsson, Haraldur Leifsson, Guðmundur Ólafsson og Frímann Sturluson. Þrír síðastnefndu ásamt Jóhanni Torfasyni eru frumkvöðlar Púkamótsins. Það hefur verið haldið árlega síðan 2005 og styrkt uppeldisstarf knattspyrnunnar á Ísafirði. Í formála bókarinnar segir Halldór Jónsson að bókin sé gefin út fótboltamönnunum, ósérhlífnum forystumönnum og þolinmóðum stuðningsmönnum til heiðurs.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Rykmökkur frá Sahara á leiðinni

07:57 „Nú hefur mikill rykmökkur tekið sig upp úr Sahara-eyðimörkinni og leggst yfir Miðjarðarhafið“, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur í pistli á bloggsíðu sinni Hungurdiskum. Meira »

Snjókoma á Egilsstöðum

07:10 Í nótt nálguðust hitaskil landið úr austri. Fremst í skilunum er úrkoman ýmist snjókoma eða slydda og sem dæmi má nefna að í veðurathugun nú kl. 6 var snjókoma bæði á Egilsstöðum og Dalatanga. Meira »

Sóttu veikan sjómann

06:49 Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sótti veikan sjómann um borð í erlendu skipi í um 30 sjómílna fjarlægð frá landi seint í gærkvöldi. Meira »

Dópaðir og drukknir ökumenn á ferðinni

06:27 Flest málanna sem rötuðu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og í nótt tengjast akstri undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Einn ökumaður er vistaður í fangageymslum lögreglunnar en hann var stöðvaður í miðborginni í nótt.   Meira »

Geymsla dekkja í fjölbýli varasöm

05:30 Talið er að eldsvoði í fjölbýli við Sléttuveg 7 hafi átt upptök sín í dekkjum eða rusli. Slökkviliðið segir varasamt að geyma mikið af dekkjum saman þar sem þau séu mikill eldsmatur. Slökkviliðið fær reglulega útköll þar sem kviknað hefur í dekkjum. Meira »

Mikið eftir í kjaraviðræðum

05:30 „Þeir albjartsýnustu segja að við semjum í byrjun júní en ég er hræddur um að við gefum þessu tíma fram í júní. Það er mikið eftir,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður stéttarfélagsins Sameykis. Meira »

Aukningin mest frá Þeistareykjum

05:30 Þeistareykjavirkjun framleiddi 671 GWh af raforku á árinu 2018 en virkjunin komst í fullan rekstur á því ári. Fyrri vélasamstæðan var tekin í notkun í nóvember 2017 og samkvæmt upplýsingum Orkustofnunar framleiddi virkjunin um 71 GWh á því ári. Meira »

Hætta á árekstrum

05:30 Kauphöllin, Nasdaq Iceland hf., leggst gegn því að eftirlit með hegðun á fjármálamarkaði verði fært undir Seðlabankann.  Meira »

Katrín í 17. sæti þeirra launahæstu

05:30 Katrín Jakobsdóttir er í 17. sæti lista bandaríska dagblaðsins USA Today yfir tuttugu launahæstu þjóðarleiðtoga heimsins.  Meira »

Árásirnar á Srí Lanka ráðgáta

Í gær, 22:31 Jón Óskar Sólnes, sjónvarpsmaður og fyrrverandi yfirmaður norrænu friðargæslunnar á Srí Lanka, segir í samtali við mbl.is að hryðjuverkin í landinu koma sér mjög á óvart, sérstaklega vegna þess hversu mikið skipulag þarf að vera að baki samstilltum árásum eins og á Srí Lanka í gær. Meira »

Tvö ár á leiðinni til Þorbjargar

Í gær, 21:12 „Við fórum í göngutúr í fjörunni á Mýrum í Borgarfirði fyrir neðan Akra. Við vorum þarna í sumarbústað,“ segir Þorbjörg Erla Jensdóttir. Í göngutúrnum fannst flöskupóstur frá sex ára stúlku og var hann ritaður á norsku. Sendandinn er fundinn, en skeytið var sent fyrir tveimur árum. Meira »

Sex vikna leysingar á tíu dögum

Í gær, 21:10 „Þetta er óvenjulega snemmt, það er óhætt að segja það. Yfirleitt er ennþá verið að ganga á snjó,“ segir Guðmundur Ögmundsson, þjóðgarðsvörður í Ásbyrgi, í samtali við mbl.is um snöggan leysing í Jökulsárgljúfri nálægt Dettifossi. Meira »

Töluverðar reykskemmdir í sumarhúsi

Í gær, 18:59 Búið er að slökkva eld sem kom upp í sumarhúsi við Tjarn­ar­götu, Grafn­ings­meg­in við Þing­valla­vatn á fimmta tím­an­um. Húsið verður vaktað fram eftir kvöldi til að tryggja að engar glæður lifi þar enn. Meira »

Páskahátíð í afskekktasta bæ Grænlands

Í gær, 17:49 Þrettándu páskahátíð Hróksins í Ittoqqortoormiit, afskekktasta bæ Grænlands, lauk á mánudag með Air Iceland Connect-hátíðinni ,,Dagur vináttu Íslands og Grænlands". Meira »

Eldur í sumarhúsi á Þingvöllum

Í gær, 17:26 Tilkynnt var um eld í sumarhúsi við Tjarnargötu, Grafningsmegin við Þingvallavatn á fimmta tímanum og eru slökkviliðsmenn frá Selfossi og Laugarvatni á vettvangi. Meira »

Sungu af gleði í hádeginu

Í gær, 17:09 Heimilislausum var boðið til hádegisverðar í dag og mættu um 40. „Þetta var algjör páskaveisla og þvílík gleði í mannskapnum,“ segir Guðrún Hauksdóttir Schmidt, skipuleggjandi viðburðarins. „Þetta var alveg stórkostlegur matur. Þetta var lamb og svínakjöt með öllu tilheyrandi.“ Meira »

Kveðst hafa haft samráð við AFL

Í gær, 17:03 Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða ehf., segist hafa haft gott samráð við stéttarfélagið AFL í öllum þeim breytingum sem voru gerðar á samningum starfsmanna í síðustu viku. Meira »

Umferðin inn í Reykjavík þyngist

Í gær, 16:30 Umferðin ætti að þyngjast inn í Reykjavík núna síðdegis og með kvöldinu. Veður var gott í dag þannig að ætla má að fólk hafi staldrað lengur við en ella í sumarbústöðum til að njóta sólarinnar. Meira »

Dísa farin til dýpkunar

Í gær, 15:47 Dýpkunarskipið Dísa er á leið í Landeyjahöfn til að dýpka höfnina en eins og kom fram fyrr í dag er dýpið í höfninni minnst um 3,7 metr­ar en Herjólf­ur rist­ir 4,2 metra. Meira »
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
Greinakurlari
Greinakurlari sem drifinn er með bensínmótor. Öflugur og meðfærilegur kurlari w...
Vélbörur
Það er ekkert sem stoppar þennan nema klaufaskapur. Skoðaðu öll tækin á www.har...
til sölu volvo
Volvo XC V70 til sölu Volvo V70 station. Árg. 2000. Mjög góður bíll. Vel viðhald...