Konurnar fyrstar á Ísafirði

Björn Helgason var fyrsti landsliðsmaður Ísfirðinga í fótbolta.
Björn Helgason var fyrsti landsliðsmaður Ísfirðinga í fótbolta.

Verið er að leggja lokahönd á bók um sögu knattspyrnunnar á Ísafirði og er gert ráð fyrir að hún komi út 23. júní nk. Sömu helgi verður haldið Púkamót á Ísafirði, þar sem „heldri“ knattspyrnumenn á og frá Ísafirði koma saman.

Það er einmitt Félag um Púkamót á Ísafirði sem gefur bókina út og fékk það Sigurð Pétursson sagnfræðing til þess að taka saman söguna og vinna efnið til prentunar.

Ungir menn byrjuðu að leika knattspyrnu á Ísafirði upp úr aldamótunum 1900. Sigurður bendir á að þá hafi kaupstaðurinn verið annar stærsti bær landsins ásamt Akureyri og mikið um að vera. Vélbátarnir hafi verið að ryðja sér til rúms, menningar- og félagslíf hafi verið í blóma og fótboltinn hafi verið hluti af því.

„Fyrsti opinberi fótboltaleikurinn, sem við vitum um, fór fram á þjóðhátíð í byrjun ágúst 1905,“ segir hann. „Fyrirliðarnir höfðu báðir gengið í Lærða skólann í Reykjavík og kynnst þar íþróttinni, en eins og fyrir sunnan voru það einkum skólapiltar og iðnaðarmenn, sérstaklega prentarar, sem voru áberandi í fyrstu fótboltaliðunum.“

Meistarar í 1. tilraun

Fyrsta knattspyrnufélagið á Ísafirði, Fótboltafélag Ísafjarðar, var stofnað 1914. „Sama ár var líka stofnað Kvennaknattspyrnufélagið Hvöt, fyrsta knattspyrnufélag kvenna á landinu,“ segir Sigurður. Hann vekur athygli á að Brynjólfur Jóhannesson leikari, síðar Íslandsmeistari með Fram, hafi verið á meðal fyrstu liðsmanna karlaliðsins.

Sigurður Pétursson.
Sigurður Pétursson.

Knattspyrnufélagið Hörður var stofnað 1919 og er enn starfandi. Eftir að Fótboltafélagið lagðist niður og konurnar voru hættar í fótbolta var Knattspyrnufélagið Vestri stofnað 1926, en þegar Ísfirðingar tóku fyrst þátt í Íslandsmóti 1. flokks 1939 tefldu þeir fram sameiginlegu liði. Þeir urðu Íslandsmeistarar og voru aftur með 1940 en síðan ekki fyrr en 1955, þegar 2. deild var stofnuð. Þeir léku til úrslita um sæti í 1. deild fimm ár í röð og náðu loks takmarkinu, léku í efstu deild 1962 og svo aftur 1982 og 1983. Kvennaknattspyrnan var endurvakin um svipað leyti og áttu Ísfirðingar lið í efstu deild í þrjú ár á níunda áratugnum.

„Það hefur gengið á ýmsu en bókin fjallar um félögin, bæjarlífið og hvernig þau tengjast,“ segir Sigurður. „Saga fótboltans er hluti af okkar nútímamenningu og knattspyrnuhefðin er gríðarlega rótgróin á Ísafirði.“

Hörður og Vestri hafa gengið í gegnum endurnýjun lífdaga. Vestri er nafn sameiginlegs íþróttafélags á norðanverðum Vestfjörðum, stofnað í fyrra, og Hörður var endurreistur og hefur spilað í 4. deild frá 2014. „Sagan er því komin í hring,“ segir Sigurður.

Margir snillingar

Margir góðir knattspyrnumenn hafa komið frá Vestfjörðum og spilað með Ísfirðingum og öðrum liðum. Björn Helgason var fyrsti landsliðsmaður Ísfirðinga en auk þess má nefna að Ísfirðingurinn Jón Ólafur Jónsson var fjórum sinnum Íslandsmeistari með Keflavík eftir að hafa spilað með Ísfirðingum í efstu deild. Ómar Torfason lék meðal annars með Víkingi, Magni Blöndal með Val og Matthías Vilhjálmsson, Noregsmeistari með Rosenborg, og Emil Pálsson, leikmaður FH, sem báðir eiga landsleiki að baki, eru uppaldir Ísfirðingar og hófu ferilinn á Ísafirði. „Við eigum okkar knattspyrnuhetjur, bæði karla og konur, og þær fá sitt rými í bókinni,“ segir Sigurður.

Fyrir hönd Félags um Púkamót vann útgáfunefnd með höfundi að bókinni. Í henni eru Halldór Jónsson, Stefán Jóhann Stefánsson, Haraldur Leifsson, Guðmundur Ólafsson og Frímann Sturluson. Þrír síðastnefndu ásamt Jóhanni Torfasyni eru frumkvöðlar Púkamótsins. Það hefur verið haldið árlega síðan 2005 og styrkt uppeldisstarf knattspyrnunnar á Ísafirði. Í formála bókarinnar segir Halldór Jónsson að bókin sé gefin út fótboltamönnunum, ósérhlífnum forystumönnum og þolinmóðum stuðningsmönnum til heiðurs.

Innlent »

Stórir skjálftar við Bárðarbungu

05:50 Rétt eftir miðnætti mældust tveir jarðskjálftar í Bárðarbungu af stærð 3,3 og 3,5. Engin merki eru um gosóróa að sögn sérfræðings á jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Meira »

Hærri laun fækka störfum

05:30 Vísbendingar eru um að launahækkanir muni þrýsta á um sjálfsafgreiðslu í íslenskri verslun á kostnað starfa. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir fyrirtækið vera að innleiða sjálfsafgreiðslu í Hagkaup. Meira »

53% aukning í ráðgjöf um síldarafla

05:30 Gert er ráð fyrir tæplega 53% aukningu afla úr norsk-íslenska síldarstofninum á næsta ári í ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES. Meira »

Vertíðinni lauk í gærkvöldi

05:30 Síðasta skemmtiferðaskip ársins kom til hafnar í Reykjavík snemma í gærmorgun. Er um að ræða skipið Ocean Dream, sem er 35.265 brúttótonn, og lagðist það að Skarfabakka, en skipið lét úr höfn í gærkvöldi. Skemmtiferðaskip þetta tekur nokkuð yfir 1.000 farþega og eru í áhöfn rúmlega 500 manns. Meira »

Ferðatíminn hefur lengst

05:30 Meðaltími ferða milli heimilis og vinnu á höfuðborgarsvæðinu hefur lengst síðasta áratuginn. Hann var níu og hálf mínúta 2007 en var kominn í rúmar 14 mínútur sumarið 2018. Meira »

Ríkið sýknað í máli spilafíkils

05:30 Íslenska ríkið var á föstudag sýknað af tæplega 77 milljóna króna skaðabótakröfu Guðlaugs Jakobs Karlssonar.  Meira »

Flestir sóttu um hæli í september

05:30 Alls sóttu 98 manns um alþjóðlega vernd hér á landi í september síðastliðnum og er það mesti fjöldi hælisumsókna á einum mánuði það sem af er þessu ári. Meira »

Endurskoða þarf reglur um skýrslutökur

05:30 Nauðsynlegt er að fara í heildarendurskoðun á þeim reglum sem gilda um skýrslutöku á sakborningum og vitnum með það fyrir augum að bæta réttarstöðu fatlaðs fólks. Meira »

Víða hált á vegum landsins

Í gær, 22:07 Hálkublettir eru suðvestanlands á Hellisheiði, Mosfellsheiði og á Kjósarskarði samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Sömu sögu er að segja um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði vestanlands. Meira »

40 íslenskir hestar niður Strikið

Í gær, 21:45 Fjörutíu íslenskir hestar fóru um stræti Kaupmannahafnar í gær, í tilefni af 50 ára afmæli Íslandshestasamtakanna í Danmörku. Meira »

Notendum hjólaleigu fjölgar milli ára

Í gær, 21:30 Fleiri nýttu sér hjólaleiguna WOW citybike í sumar en í fyrrasumar. Vætutíð hafði áhrif fyrri hluta sumars en notkunin jókst jafnt og þétt eftir því sem leið á sumarið og varð aukning í notendum á milli ára. Þetta segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, sem starfrækir hjólaleiguna. Meira »

Vildu finna Íslandsbænum nýtt hlutverk

Í gær, 20:40 „Við vissum svo sem ekkert hvað við ætluðum að gera fyrst og svo varð þetta bara svona,“ segir Heiðdís Pétursdóttir sem opnaði nýlega, ásamt Hreiðari Hreiðarssyni manni sínum, gististað í torfbæjarstíl skammt frá Hrafnagili. Meira »

Niðurlægjandi að pissa ofan í glas

Í gær, 20:27 „Ég kom bara af fjöllum. Eftir að ég fékk þetta bréf hélt ég að það væri búið að fella allt niður,“ segir Theódór Helgi Helgason. Hann er ósáttur við gang mála eftir að hafa verið handtekinn af lögreglunni á Suðurnesjum 16. júní vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Meira »

Verja 65 milljónum í fullveldisfagnað

Í gær, 19:40 Áætlaður heildarkostnaður forsætisráðuneytisins vegna hátíðaviðburða sem fram fara 1. desember í tilefni af 100 ára sjálfstæði og fullveldi Íslands eru 65 milljónir króna, samkvæmt svari ráðuneytisins við fyrirspurn mbl.is um kostnað ráðuneytisins vegna hátíðahaldanna. Meira »

Skoða hvort málinu verði áfrýjað

Í gær, 19:02 Ingólf­ur Hauks­son, for­stjóri Glitn­is HoldCo, segir að verið sé að skoða hvort máli þrotabúsins gegn fjölmiðlunum Stundinni og Reykjavík Media verði áfrýjað til Hæstaréttar. Meira »

Vill koma skútunni í öruggt skjól

Í gær, 18:48 Rann­sókn lög­regl­unn­ar á Vest­fjörðum á skútuþjófnaði á Ísaf­irði aðfaranótt 14. október er langt komin. Einn er í haldi lögreglu, grunaður um þjófnaðinn, og var hann úrskurðaður í farbann til 12. nóvember. Maðurinn, sem er erlendur, hefur tvívegis verið yfirheyrður vegna málsins. Meira »

Kastaði buxum út um glugga verslunar

Í gær, 18:37 Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í 45 daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa í byrjun febrúar á þessu ári stolið buxum að verðmæti um 10 þúsund krónur úr verslun í Hafnarfirði með því að kasta þeim út um glugga í mátunarklefa verslunarinnar. Meira »

Kröfu Isavia hafnað

Í gær, 18:19 Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna gjaldtöku Isavia ohf. á ytri rútustæðunum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli, en bráðabirgðaákvörðunin var tekin 17. júlí síðastliðinn. Meira »

Dæmdur í fangelsi fyrir fjölda brota

Í gær, 17:50 Þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir margvísleg brot á borð við líkamsárásir, fjársvik og þjófnað, auk fjölda fíkniefna- og umferðarlagabrota. Umferðarlagabrotin voru alls níu talsins, en í heildina voru ákæruliðirnir hátt í tuttugu talsins. Meira »
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...
Skrifstofuhúsnæði til leigu
Tvær 12 fm. skrifstofur til leigu í nágrenni við Hlemm. Geta leigst saman. Aðgan...
RAFVIRKI
ALHLIÐA RAFLAGNIR EKKERT VERKEFNI ER OF SMÁTT Haukur Emilsson Simi 853 1199...
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...