Konurnar fyrstar á Ísafirði

Björn Helgason var fyrsti landsliðsmaður Ísfirðinga í fótbolta.
Björn Helgason var fyrsti landsliðsmaður Ísfirðinga í fótbolta.

Verið er að leggja lokahönd á bók um sögu knattspyrnunnar á Ísafirði og er gert ráð fyrir að hún komi út 23. júní nk. Sömu helgi verður haldið Púkamót á Ísafirði, þar sem „heldri“ knattspyrnumenn á og frá Ísafirði koma saman.

Það er einmitt Félag um Púkamót á Ísafirði sem gefur bókina út og fékk það Sigurð Pétursson sagnfræðing til þess að taka saman söguna og vinna efnið til prentunar.

Ungir menn byrjuðu að leika knattspyrnu á Ísafirði upp úr aldamótunum 1900. Sigurður bendir á að þá hafi kaupstaðurinn verið annar stærsti bær landsins ásamt Akureyri og mikið um að vera. Vélbátarnir hafi verið að ryðja sér til rúms, menningar- og félagslíf hafi verið í blóma og fótboltinn hafi verið hluti af því.

„Fyrsti opinberi fótboltaleikurinn, sem við vitum um, fór fram á þjóðhátíð í byrjun ágúst 1905,“ segir hann. „Fyrirliðarnir höfðu báðir gengið í Lærða skólann í Reykjavík og kynnst þar íþróttinni, en eins og fyrir sunnan voru það einkum skólapiltar og iðnaðarmenn, sérstaklega prentarar, sem voru áberandi í fyrstu fótboltaliðunum.“

Meistarar í 1. tilraun

Fyrsta knattspyrnufélagið á Ísafirði, Fótboltafélag Ísafjarðar, var stofnað 1914. „Sama ár var líka stofnað Kvennaknattspyrnufélagið Hvöt, fyrsta knattspyrnufélag kvenna á landinu,“ segir Sigurður. Hann vekur athygli á að Brynjólfur Jóhannesson leikari, síðar Íslandsmeistari með Fram, hafi verið á meðal fyrstu liðsmanna karlaliðsins.

Sigurður Pétursson.
Sigurður Pétursson.

Knattspyrnufélagið Hörður var stofnað 1919 og er enn starfandi. Eftir að Fótboltafélagið lagðist niður og konurnar voru hættar í fótbolta var Knattspyrnufélagið Vestri stofnað 1926, en þegar Ísfirðingar tóku fyrst þátt í Íslandsmóti 1. flokks 1939 tefldu þeir fram sameiginlegu liði. Þeir urðu Íslandsmeistarar og voru aftur með 1940 en síðan ekki fyrr en 1955, þegar 2. deild var stofnuð. Þeir léku til úrslita um sæti í 1. deild fimm ár í röð og náðu loks takmarkinu, léku í efstu deild 1962 og svo aftur 1982 og 1983. Kvennaknattspyrnan var endurvakin um svipað leyti og áttu Ísfirðingar lið í efstu deild í þrjú ár á níunda áratugnum.

„Það hefur gengið á ýmsu en bókin fjallar um félögin, bæjarlífið og hvernig þau tengjast,“ segir Sigurður. „Saga fótboltans er hluti af okkar nútímamenningu og knattspyrnuhefðin er gríðarlega rótgróin á Ísafirði.“

Hörður og Vestri hafa gengið í gegnum endurnýjun lífdaga. Vestri er nafn sameiginlegs íþróttafélags á norðanverðum Vestfjörðum, stofnað í fyrra, og Hörður var endurreistur og hefur spilað í 4. deild frá 2014. „Sagan er því komin í hring,“ segir Sigurður.

Margir snillingar

Margir góðir knattspyrnumenn hafa komið frá Vestfjörðum og spilað með Ísfirðingum og öðrum liðum. Björn Helgason var fyrsti landsliðsmaður Ísfirðinga en auk þess má nefna að Ísfirðingurinn Jón Ólafur Jónsson var fjórum sinnum Íslandsmeistari með Keflavík eftir að hafa spilað með Ísfirðingum í efstu deild. Ómar Torfason lék meðal annars með Víkingi, Magni Blöndal með Val og Matthías Vilhjálmsson, Noregsmeistari með Rosenborg, og Emil Pálsson, leikmaður FH, sem báðir eiga landsleiki að baki, eru uppaldir Ísfirðingar og hófu ferilinn á Ísafirði. „Við eigum okkar knattspyrnuhetjur, bæði karla og konur, og þær fá sitt rými í bókinni,“ segir Sigurður.

Fyrir hönd Félags um Púkamót vann útgáfunefnd með höfundi að bókinni. Í henni eru Halldór Jónsson, Stefán Jóhann Stefánsson, Haraldur Leifsson, Guðmundur Ólafsson og Frímann Sturluson. Þrír síðastnefndu ásamt Jóhanni Torfasyni eru frumkvöðlar Púkamótsins. Það hefur verið haldið árlega síðan 2005 og styrkt uppeldisstarf knattspyrnunnar á Ísafirði. Í formála bókarinnar segir Halldór Jónsson að bókin sé gefin út fótboltamönnunum, ósérhlífnum forystumönnum og þolinmóðum stuðningsmönnum til heiðurs.

Innlent »

Gul viðvörun fyrir Norðurland eystra

Í gær, 22:17 Gul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi annað kvöld að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »

Slasaðist er 500 kg stálbiti féll á hann

Í gær, 21:48 Maður var fluttur alvarlega slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítalans eftir að 500 kg stálbiti féll á hann í vinnuslysi í uppsveitum Árnessýslu. Meira »

Vegagerðin kýs leið Þ-H

Í gær, 21:37 Leið Þ-H á Vestfjarðaleið er sá kostur sem helst kemur til greina við uppbyggingu stofnvegakerfis um sunnanverða Vestfirði, að mati Vegagerðarinnar. Leiðin kemur best út við samanburð á öryggi, greiðfærni, styttingu leiða og er hagkvæmari. Valkostagreining Viaplans frá 12. desember breytir ekki þeirri niðurstöðu. Meira »

Fasteignaskattar lækka í Hafnarfirði

Í gær, 21:20 Álagningarstuðull fasteignaskatta lækkar og komið er til móts við barnafjölskyldur í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2019, sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi í dag. Meira »

Sannar gjafir fara víða um heim

Í gær, 20:47 „Allar gjafirnar eiga það sameiginlegt að bæta líf barna sem þurfa á hjálp okkar að halda. Það er því yndislegt að sjá hvað almenningur og fyrirtæki hér á Íslandi láta sig heilsu og réttindi barna varða og hversu margir kjósa að gefa Sannar gjafir um jólin,“ segir Ingibjörg Magnúsdóttir hjá UNICEF á Íslandi. Meira »

Ferðaþjónustan á fullu yfir hátíðirnar

Í gær, 20:32 Ferðaþjónusta í Reykjavík er í töluverðum viðskiptum yfir jól og áramót en staðan er ekki eins góð úti á landi. Í höfuðstaðnum eru hótel mörg fullbókuð. Meira »

Nikkan leynivopn í skötuklúbbnum

Í gær, 19:41 Þorláksmessuskatan er handan við hornið en Íslenski skötuklúbburinn, The Icelandic Skate Club upp á útlensku, ekki síst fyrir færeyska félagsmanninn Ásvald Simonsen, tekur ávallt forskot á sæluna og heldur árlega skötuveislu í hádeginu á laugardegi um miðjan desember. Meira »

Án rafmagns í tæpan sólarhring

Í gær, 19:28 Nokkur íbúðarhús á Leiruvegi á Kjalarnesi voru rafmagnslaus vegna háspennubilunar í tæplega sólarhring áður en rafmagn kom aftur á nú rétt fyrir kl. 19. Íbúi á svæðinu hefur fjárfest í rafstöð vegna tíðra bilana. Meira »

Fjórtán verkefni tengd hjúkrunarrýmum

Í gær, 19:03 Alls eru fjórtán verkefni í farvatninu á vegum ríkisins tengd hjúkrunarrýmum og eru þau mislangt á veg komin. Þetta segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 50 aldraðir liggja á bráðadeildum. Meira »

Báðir ökumenn fluttir á Landspítala

Í gær, 18:50 Ökumaður annars bílsins sem lenti í árekstri á Gaulverjabæjarvegi laust fyrir klukkan 17 í dag var fluttur á Landspítala með þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem lenti þar klukkan rúmlega 18 í kvöld. Meira »

50 hafi keypt vændi af fatlaðri konu

Í gær, 18:41 Grunsemdir eru uppi um að í kringum fimmtíu karlmenn hafi keypt vændi af fatlaðri konu á nokkurra mánaða tímabili. Konan hefur leitað til Bjarkarhlíðar, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Meira »

Sóttu svartfugl í jólamatinn

Í gær, 18:33 „Svartfuglinn er styggur og að skjóta hann er talsverð kúnst,“ segir Sævar Guðjónsson á Mjóeyri við Eskifjörð.   Meira »

Ómerktir ofnæmisvaldar í sósu

Í gær, 18:15 Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir eggjarauðum, sinnepi, hveiti og/eða selleríi við neyslu á „Ópal heitreyktum laxabita m/muldum pipar“ frá Ópal Sjávarfangi. Meira »

Nærri helmingur notar síma undir stýri

Í gær, 17:34 Hátt í helmingur landsmanna, 49%, segist hafa notað farsíma undir stýri fyrir símtöl með handfrjálsum búnaði á síðustu tólf mánuðum, en 34% segjast hafa talað í síma við akstur án handfrjáls búnaðar. Meira »

„Hafa enga skyldu til að mæta“

Í gær, 17:20 Miðflokkurinn segir að þeir þingmenn sem hafa verið boðaðir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafi enga skyldu til að mæta. „Það er afar fátítt að þingnefndir séu notaðar í jafn augljósum pólitískum tilgangi og átti að gera. Slíkt á ekki að viðgangast.“ Meira »

Harður árekstur á Gaulverjabæjarvegi

Í gær, 17:03 Tveggja bíla árekstur varð á Gaulverjabæjarvegi skammt frá Hraunsá nú rétt fyrir kl 17. Slökkvilið, ásamt lögreglu og sjúkraflutningafólki, er á staðnum og unnið er að því að ná fólki út úr bílunum með klippum. Meira »

„Mig langar til að gera grín að þessu“

Í gær, 16:58 Kári Stefánsson lét ýmis stór orð falla á formlegri opnun jáeindaskanna á Landspítalanum í dag. Í viðtali við mbl.is ræddi hann svo meint afskiptaleysi „hrokafulls heilbrigðismálaráðherra.“ Meira »

Skorar á þingmenn að gefa jólabónusinn

Í gær, 16:22 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, skoraði á þingheim í dag að gefa jólabónus sinn til góðgerðamála og veifaði peningum í ræðustól Alþingis. Meira »

Dæmdir fyrir árás við Kiki

Í gær, 16:09 Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru í gær dæmdir í þriggja mánaða fangelsi hvor fyrir líkamsárásir á tvo dyraverði við skemmtistaðinn Kíkí í miðbæ Reykjavíkur. Eru þeir einnig fundnir sekir um að hafa ekki hlýtt fyrirmælum og að annar þeirra hafi bitið lögreglumann. Meira »
Bækurnar að vestan slá í gegn!
Hvaða nýju bækur skyldu þetta nú vera? Brautryðjendur fyrir vestan, Að fortíð s...
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sneglu-Halli eftir Símon Dalaskáld Guðmundar...
Hreinsa þakrennur o.fl
Hreinsa þakrennur, fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í sí...
Skápur til sölu.
Furuskápur hæð,2.m breidd 0,71meter. 6000.kr. uppl.8691204....