Leigan hækkar á stúdentagörðum

Styrmir Kári

Félagsstofnun stúdenta hefur lagt fram breytingar á úthlutunarreglum og leiguhækkun á stúdentagörðum.

Leiguhækkunin leggst á leigugrunn allra stúdentaíbúða og hljóðar upp á 5,3%. Sem dæmi má nefna 58 fermetra paríbúð þar sem leigugrunnur hækkar frá 94.549 krónum í 99.560 kr á mánuði.

Að sögn Rebekku Sigurðardóttur, upplýsingafulltrúa hjá FS, kemur hækkunin til annars vegar vegna aukins rekstrarkostnaðar en fyrst og fremst vegna hækkunar á fasteignamati sem hefur orðið síðustu ár.

„Við höfum reynt að hlífa leigjendum við hækkunum en það var óhjákvæmilegt þar sem fasteignamat hefur hækkað mikið,“ segir Rebekka í Morgunblaðinu í dag.

Ásamt leiguhækkuninni eru breytingar á úthlutunarreglum en þær snúa að forgangi í fjölskylduhúsnæði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert