Ríkið sýknað af kröfum Sigurðar

Sig­urður Ein­ars­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður Kaupþings.
Sig­urður Ein­ars­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður Kaupþings. mbl.is/Rósa Braga

Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið af kröf­um Sig­urðar Ein­ars­son­ar, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­manns Kaupþings, sem krafðist þess að úr­sk­urðir rík­is­skatt­stjóra og yf­ir­skatta­nefn­fd­ar, þar sem endurákvörðuð voru gjöld Sig­urðar gjaldár­in 2007, 2008 og 2009, yrðu felld­ir úr gildi. 

Hæstiréttur staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því fyrir ári síðan. Sigurður var einnig dæmdur til að greiða ríkinu eina milljón króna í málskostnað.

Í mál­inu var deilt um hvort skatt­leggja bæri tekj­ur af kauprétti á hluta­bréf­um í bank­an­um sem Sig­urður fékk sem stjórn­ar­laun sbr. 16. gr. tví­skött­un­ar­samn­ings milli Íslands og Bret­lands eða sem al­menn laun skv. 15. gr. til­vitnaðs samn­ings.

Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms þess efnis að kauprétt­ur Sig­urðar hefði verið hluti af kjör­um hans sem stjórn­ar­manns í Kaupþingi banka. Það var því niðurstaða dóms­ins að tekj­ur Sig­urðar vegna kauprétt­ar hans á hluta­bréf­um í Kaupþingi hf. væru skatt­skyld­ar á Íslandi.

Rík­is­skatt­stjóri hóf skoðun á skatt­skil­um Sig­urðar á ár­inu 2005 sem lauk með úr­sk­urði þann 21. des­em­ber 2012 og síðar úr­sk­urði yf­ir­skatta­nefnd­ar þann 18. júní 2014.

Sigurður áfrýjaði dómi héraðsdóms en hann taldi að kauprétt­irn­ir sem hann nýtti sér hefðu verið skatt­skyld­ir í Bretlandi þar sem hann var bú­sett­ur og hann hefði þegar greitt það sem hon­um ber þar í landi. Íslensk skatta­yf­ir­völd féllust hins veg­ar ekki á það.

Sig­urður krafðist ógild­ing­ar á úr­sk­urði rík­is­skatt­stjóra og úr­sk­urði yf­ir­skatta­nefnd­ar, en með úr­sk­urði nefnd­ar­inn­ar var staðfest sú niðurstaða rík­is­skatt­stjóra að færa Sig­urði til tekna sem stjórn­ar­laun 673.960.000 krón­ur tekju­árið 2006, 599.256.000 krón­ur tekju­árið 2007 og 328.048.000 krón­ur tekju­árið 2008, vegna kaupa hans á hluta­bréf­um í Kaupþingi, auk 25% álags.

Dómur Hæstaréttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert